Tveir litháískir kalmrenn haf sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins síðan 20. apríl og hafa þeir báðir verið í einangrun. Auk mannanna tveggja voru tveir aðrir upphaflega úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeim sleppt tveimur dögum síðar. Þeir eru einnig frá Litháen, sem og hinn látni.
Gæsluvarðhaldið rennur út klukkan 16 á morgun og segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi að líklega verði tekin ákvörðun í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald.
„Nú erum við bara að vinna, greina, yfirheyra og meta gögnin. Við tökum svo ákvörðun, þetta er símat hjá okkur. Við tökum marga fundi á dag þar sem við skoðum hvar við erum stödd og hvað vantar,“ segir Jón Gunnar.
„Rannsóknin gengur mjög vel og alltaf að koma betri og betri mynd á þetta. Við erum bara enn að vinna úr því sem komið er og rýna, til að komast að því hvað þarna gerðist.“