Innlent

Rann­sókn vegna meints manndráps í Kiðja­bergi miðar vel

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mennirnir tveir hafa sætt gæsluvarðhaldi síðan 20. apríl.
Mennirnir tveir hafa sætt gæsluvarðhaldi síðan 20. apríl. Vísir/Vilhelm

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabregi 20. apríl miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Gæsluvarðhald yfir tveimur litháískum karlmönnum rennur út á morgun og verður tekin ákvörðun síðar í dag hvort farið verði fram á að það verði framlengt. 

Tveir litháískir kalmrenn haf sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins síðan 20. apríl og hafa þeir báðir verið í einangrun. Auk mannanna tveggja voru tveir aðrir upphaflega úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeim sleppt tveimur dögum síðar. Þeir eru einnig frá Litháen, sem og hinn látni. 

Gæsluvarðhaldið rennur út klukkan 16 á morgun og segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi að líklega verði tekin ákvörðun í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald.

„Nú erum við bara að vinna, greina, yfirheyra og meta gögnin. Við tökum svo ákvörðun, þetta er símat hjá okkur. Við tökum marga fundi á dag þar sem við skoðum hvar við erum stödd og hvað vantar,“ segir Jón Gunnar.

„Rannsóknin gengur mjög vel og alltaf að koma betri og betri mynd á þetta. Við erum bara enn að vinna úr því sem komið er og rýna, til að komast að því hvað þarna gerðist.“ 


Tengdar fréttir

Gæsluvarðhald beggja framlengt

Tveir litáískir karlmenn, sem sætt hafa gæsluvarðhaldi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabergi frá 20. apríl, munu sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 10. maí. Þeir verða báðir í einangrun.

Staðfesta gæsluvarðhald tveggja sakborninga

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Suðurland um að úrskurða tvo karlmenn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sem varð í Kiðjabergi um helgina.

Tvö manndráp á skömmum tíma

Í hádegisfréttum fjöllum við um rannsókn lögreglu á meintu manndrápi í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Lögregla hefur að mestu lokið vettnvangsrannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×