Ellefu slasaðir eftir að flugtak Boeing 737 mistókst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 11:56 Boeing 737-300 flugvél í Hangzhou í Kína. Flugvélin á myndinni er ekki sú sem hrapaði í Senegal. Getty/Costfoto Ellefu slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar Boeing 737-300 flugvél hrapaði við flugtak á Blaise Diagne flugvellinum í Dakar í Senegal. Öll starfsemi á flugvellinum hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að flugvélin, sem rekin er af Air Senegal, hafi verið á leið til Bamako, höfuðborgar Mali. Flugvélin hafi hafnað utan brautar klukkan eitt í nótt að staðartíma. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að flugmaðurinn hafi slasast lítillega en flestir farþeganna 78 hafi sloppið ómeiddir. Viðbragðsaðilar hafi verið virkjaðir til að koma farþegunum í öruggt skjól. Rannsókn hefur verið hrundið af stað en Boeing hefur ekki tjáð sig um málið. Flugfélagið Transair, sem leigði Air Senegal flugvélina, hefur heldur ekki tjáð sig vegna málsins. Ekkert er vitað um orsök slyssins en undanfarið hefur mikið verið fjallað um öryggismál hjá framleiðandanum. Má þar nefna þegar hurð fór af Boeing 737 Max lugvél Alaska Airlines í janúar stuttu eftir flugtak. Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna þessa. Þá birtist ítarlegt viðtal við Santiago Paredes, fyrrverandi starfsmann Spirit AiroSystems í Kansas, fyrirtæki sem sér Boeing fyrir aðföngum, hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Paredes segir í viðtalinu að hann hafi oft fundið galla á þeim íhlutum sem sendir voru úr verksmiðjunni til Boeing. „Oft vantaði festingar, ítrekað voru íhlutir beyglaðir og stundum vantaði hluta úr þeim,“ segir Paredes. Spirit hefur hafnað þessum ásökunum Paredes alfarið en Boeing neitað að tjá sig um málið. Boeing Senegal Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04 Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09 Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að flugvélin, sem rekin er af Air Senegal, hafi verið á leið til Bamako, höfuðborgar Mali. Flugvélin hafi hafnað utan brautar klukkan eitt í nótt að staðartíma. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að flugmaðurinn hafi slasast lítillega en flestir farþeganna 78 hafi sloppið ómeiddir. Viðbragðsaðilar hafi verið virkjaðir til að koma farþegunum í öruggt skjól. Rannsókn hefur verið hrundið af stað en Boeing hefur ekki tjáð sig um málið. Flugfélagið Transair, sem leigði Air Senegal flugvélina, hefur heldur ekki tjáð sig vegna málsins. Ekkert er vitað um orsök slyssins en undanfarið hefur mikið verið fjallað um öryggismál hjá framleiðandanum. Má þar nefna þegar hurð fór af Boeing 737 Max lugvél Alaska Airlines í janúar stuttu eftir flugtak. Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna þessa. Þá birtist ítarlegt viðtal við Santiago Paredes, fyrrverandi starfsmann Spirit AiroSystems í Kansas, fyrirtæki sem sér Boeing fyrir aðföngum, hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Paredes segir í viðtalinu að hann hafi oft fundið galla á þeim íhlutum sem sendir voru úr verksmiðjunni til Boeing. „Oft vantaði festingar, ítrekað voru íhlutir beyglaðir og stundum vantaði hluta úr þeim,“ segir Paredes. Spirit hefur hafnað þessum ásökunum Paredes alfarið en Boeing neitað að tjá sig um málið.
Boeing Senegal Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04 Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09 Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04
Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09
Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25