Dýrin séu dauð, veik, horuð og í miklum vanhöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. maí 2024 19:46 Linda Karen ástandið óásættanlegt. vísir/bjarni/berghildur Dýraverndunarsamband Íslands sakar MAST um að tryggja ekki velferð dýra á bæ í Borgarfirði. Forsvarsmenn samtakana segja sauðfé í vanhöldum og nýborin lömb finnist dauð úti á túni. Mikil umræða hefur verið undanfarið um slæman aðbúnað sauðfjár á bæ í Borgarfirði, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum. Dýraverndunarsamband Íslands segir að bent hafi verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil og sakar Matvælastofnun um að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu í að verja velferð dýranna á bænum. Sambandið segir að sauðfé á bænum sé í miklum vanhöldum og komin utan girðingar það sem engin beit sé við bæinn. Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð sé jafnframt margt orðið veikt og ein ær hafi fundist dauð. Sambandið sendi í gær ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð á svæðinu. Matvælastofnun sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að stofnunin hefði til meðferðar og fylgdist grannt með framgangi mála Forstjórinn stofnunarinnar hafnaði því jafnframt í samtali við Vísi í gær að stofnunin væri sofandi á verðinum málinu. Þau væru að sinna velferð dýra á bænum. Linda Karen Gunnarsdóttir.vísir Þegar fréttastofa náði tali af bændum á umræddum bæ fyrr í dag sögðu þeir að búið væri að ýkja ástandið upp úr öllu valdi. Ekkert væri að marka þær aðfinnslur sem komið hefðu fram. Að öðru leyti vildu ábúendur ekki tjá sig. Svona á búskapur ekki að líta út Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér eru dýr í miklum vanhöldum. Þau eru vanhirt og það er mjög sorglegt að sjá þetta. Því miður var talað um þetta mál í fyrra og ástandið er enn eins. Það á ekki að vera þannig. Þetta hefur verið í ferli til fjölda ára, alltaf er þetta sama sagan, sama niðurstaða, ástand dýranna breytist ekkert,“ segir Linda Karen. Hún var einnig spurð út í ummerki vanhirðunnar. „Maður sér að dýrin eru illa hirt. Þau eru í tvölföldum reyfum. Þau eru horuð sum þeirra og líta illa út. Draga á eftir sér ullina og lömbin virðast sum vera með skitu. Þannig að þetta lítur bara alls ekki nógu vel út. Svona á búskapur ekki að líta út og þetta er ekki samkvæmt lögum.“ Hún segir myndirnar tala sínu máli. „Í gær var rætt við forstjóra Matvælastofnunar sem benti á það að þetta mál væri þess eðlis að ekki þyrfti mikið inngrip, vörlsusviptingu, og að dýrin hér væru ekki að þjást. Hér erum við með myndir af dýrum sem eru dáin, dýrum sem eru veik, horuð og í miklum vanhöldum. Þurft að standa af sér kraparigningar. Nú er gott veður, maður er feginn því lambanna vegna, en þetta er alls ekki í lagi,“ sagði Linda Karen að lokum. Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarið um slæman aðbúnað sauðfjár á bæ í Borgarfirði, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum. Dýraverndunarsamband Íslands segir að bent hafi verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil og sakar Matvælastofnun um að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu í að verja velferð dýranna á bænum. Sambandið segir að sauðfé á bænum sé í miklum vanhöldum og komin utan girðingar það sem engin beit sé við bæinn. Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð sé jafnframt margt orðið veikt og ein ær hafi fundist dauð. Sambandið sendi í gær ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð á svæðinu. Matvælastofnun sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að stofnunin hefði til meðferðar og fylgdist grannt með framgangi mála Forstjórinn stofnunarinnar hafnaði því jafnframt í samtali við Vísi í gær að stofnunin væri sofandi á verðinum málinu. Þau væru að sinna velferð dýra á bænum. Linda Karen Gunnarsdóttir.vísir Þegar fréttastofa náði tali af bændum á umræddum bæ fyrr í dag sögðu þeir að búið væri að ýkja ástandið upp úr öllu valdi. Ekkert væri að marka þær aðfinnslur sem komið hefðu fram. Að öðru leyti vildu ábúendur ekki tjá sig. Svona á búskapur ekki að líta út Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér eru dýr í miklum vanhöldum. Þau eru vanhirt og það er mjög sorglegt að sjá þetta. Því miður var talað um þetta mál í fyrra og ástandið er enn eins. Það á ekki að vera þannig. Þetta hefur verið í ferli til fjölda ára, alltaf er þetta sama sagan, sama niðurstaða, ástand dýranna breytist ekkert,“ segir Linda Karen. Hún var einnig spurð út í ummerki vanhirðunnar. „Maður sér að dýrin eru illa hirt. Þau eru í tvölföldum reyfum. Þau eru horuð sum þeirra og líta illa út. Draga á eftir sér ullina og lömbin virðast sum vera með skitu. Þannig að þetta lítur bara alls ekki nógu vel út. Svona á búskapur ekki að líta út og þetta er ekki samkvæmt lögum.“ Hún segir myndirnar tala sínu máli. „Í gær var rætt við forstjóra Matvælastofnunar sem benti á það að þetta mál væri þess eðlis að ekki þyrfti mikið inngrip, vörlsusviptingu, og að dýrin hér væru ekki að þjást. Hér erum við með myndir af dýrum sem eru dáin, dýrum sem eru veik, horuð og í miklum vanhöldum. Þurft að standa af sér kraparigningar. Nú er gott veður, maður er feginn því lambanna vegna, en þetta er alls ekki í lagi,“ sagði Linda Karen að lokum.
Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48