Flóttamannastofnun SÞ gerir athugasemdir við útlendingafrumvarpið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 07:09 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að herða útlendingalöggjöfina. Vísir/Vilhelm Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gerir nokkrar athugasemdir við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um alþjóðlega vernd, í umsögn sem hefur verið birt á vef Alþingis. Stjórnvöld hafa margítrekað að markmiðið með breytingunum sé meðal annars að færa lögin til samræmis við útlendingalöggjöfina á hinum Norðurlöndunum en í umsögn sinni bendir UNHCR á að þar sé í sumum tilfellum pottur brotinn. UNHCR fjallar meðal annars um fyrirhugaðar breytingar á ákvæðum um fjölskyldusameiningar, sem stofnunin segir nauðsynlegar til að tryggja rétt fólks til fjölskyldulífs. Langvarandi aðskilnaður geti haft afar skaðleg áhrif bæði á hælisleitandann og fjölskyldu hans. Fjölskyldusameiningar séu þannig afar mikilvægur þáttur í því að stuðla að geðheilbrigði hælisleitenda og að rannsóknir hafi sýnt fram á bein tengsl milli fjölskyldusameininga, góðrar geðheilsu og getu viðkomandi til að aðlagast nýju samfélagi. UNHCR bendir á að Ísland sé aðili að ExCom, sem hafi lagt áherslu á að ríkjum beri að gera allt til að sameina fjölskyldur og og að fjölskyldusameiningar skuli eiga sér stað eins fljótt og auðið er. Stofnunin gerir þannig athugasemdir við breytingar sem fela í sér að fjölskyldusameining geti ekki átt sér stað fyrr en einstaklingur sem fengið hefur viðbótarvernd hér á landi hefur dvalið hér í tvö ár og fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað. UNHCR segir Ísland horfa til Danmerkur hvað þetta varðar en þar hafi sambærilegri „þriggja ára reglu“ verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að reglan kæmi í veg fyrir að einstaklingsbundið mat væri gert á hagsmunum fjölskyldunnar. Þrjú ár væru langur aðskilnaðartími og ekki síst þegar horft væri til þess að fjölskyldumeðlimir sætu eftir og byggju við bágar aðstæður. UNHCR beinir því einnig til stjórnvalda að gera ekki greinarmun á þeim sem fá stöðu flóttamanns og þeim sem fá viðbótarvernd, þar sem um sé að ræða hópa sem hafi almennt sömu þarfir og mæti sömu áskorunum. Þá segir í umsögninni að UNCHR hafi lengi talað fyrir því að flóttamenn og einstaklingar sem hlotið hafa dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar eigi það ekki yfir höfði sér að þurfa ítrekað að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins, þar sem það komi niður á andlegri heilsu þeirra. Enn fremur skapi það þrýsting og álag á kerfið. Umsögn UNHCR. Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Stjórnvöld hafa margítrekað að markmiðið með breytingunum sé meðal annars að færa lögin til samræmis við útlendingalöggjöfina á hinum Norðurlöndunum en í umsögn sinni bendir UNHCR á að þar sé í sumum tilfellum pottur brotinn. UNHCR fjallar meðal annars um fyrirhugaðar breytingar á ákvæðum um fjölskyldusameiningar, sem stofnunin segir nauðsynlegar til að tryggja rétt fólks til fjölskyldulífs. Langvarandi aðskilnaður geti haft afar skaðleg áhrif bæði á hælisleitandann og fjölskyldu hans. Fjölskyldusameiningar séu þannig afar mikilvægur þáttur í því að stuðla að geðheilbrigði hælisleitenda og að rannsóknir hafi sýnt fram á bein tengsl milli fjölskyldusameininga, góðrar geðheilsu og getu viðkomandi til að aðlagast nýju samfélagi. UNHCR bendir á að Ísland sé aðili að ExCom, sem hafi lagt áherslu á að ríkjum beri að gera allt til að sameina fjölskyldur og og að fjölskyldusameiningar skuli eiga sér stað eins fljótt og auðið er. Stofnunin gerir þannig athugasemdir við breytingar sem fela í sér að fjölskyldusameining geti ekki átt sér stað fyrr en einstaklingur sem fengið hefur viðbótarvernd hér á landi hefur dvalið hér í tvö ár og fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað. UNHCR segir Ísland horfa til Danmerkur hvað þetta varðar en þar hafi sambærilegri „þriggja ára reglu“ verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að reglan kæmi í veg fyrir að einstaklingsbundið mat væri gert á hagsmunum fjölskyldunnar. Þrjú ár væru langur aðskilnaðartími og ekki síst þegar horft væri til þess að fjölskyldumeðlimir sætu eftir og byggju við bágar aðstæður. UNHCR beinir því einnig til stjórnvalda að gera ekki greinarmun á þeim sem fá stöðu flóttamanns og þeim sem fá viðbótarvernd, þar sem um sé að ræða hópa sem hafi almennt sömu þarfir og mæti sömu áskorunum. Þá segir í umsögninni að UNCHR hafi lengi talað fyrir því að flóttamenn og einstaklingar sem hlotið hafa dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar eigi það ekki yfir höfði sér að þurfa ítrekað að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins, þar sem það komi niður á andlegri heilsu þeirra. Enn fremur skapi það þrýsting og álag á kerfið. Umsögn UNHCR.
Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent