Stórri flotaæfingu NATO lauk í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 16:02 Hollenski kafbáturinn HNLMS Dolfijn við Skarðsbakka í Reykjavík í dag. Kafbáturinn var notaður við æfingar á Atlantshafi undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Flotaæfingunni Dynamic Mongoose 24 lauk hér í Reykjavík í dag. Sjóliðar frá fjölda bandalagsríkja Íslands í Atlantshafsbandalaginu hafa komið að æfingunni og þar á meðal Svíar sem eru hér í fyrsta sinn frá því þeir gengu í NATO í mars. Dynamic Mongoose eru árlegar æfingar sem haldnar eru í Atlantshafinu. Þær eru haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi. Þetta árið var æfingin haldin samhliða umfangsmiklum flotaæfingum í Miðjarðarhafi og á Eystrasalti, sem bera heitið Neptune Strike 24. Submarines✅ Ships✅ Aircraft✅ Allies✅ Trained✅ Ready✅ #NATO anti-submarine and anti-surface warfare ex #DynamicMongoose24 concluded in 🇮🇸 #Reykjavik today #WeAreNATO #StrongerTogether Read more: https://t.co/Ay9uMGoGo6 pic.twitter.com/XEW34fry1f— NATO Maritime Command (@NATO_MARCOM) May 10, 2024 Undanfarnar tvær vikur hafa sjóliðar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Færeyjum, Hollandi, Kanada, Noregi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi æft kafbátahernað í norðanverðu Atlantshafinu. Æfingarnar hófust í Noregi þann 29. apríl. Flotanum var svo siglt til Færeyja og þaðan til Íslands og voru haldnar sífellt flóknari æfingar á leiðinni, samkvæmt grein á vef flotadeildar NATO. Þar er haft eftir aðmírálnum Thomas Wall, sem stýrir kafbátaflota NATO, að æfingarnar undirstriki mátt Bandalagsins og þá sérstaklega þegar kemur að kafbátahernaði. Þá hafi það sýnt sig að fjölmargar æfingar með Svíum hafi haft mikil áhrif og að Svíar muni auka getu NATO í grunnum sjó til muna. Svíar hafi mikla reynslu á því sviði. Áhöfn kafbátsins að störfum í dag.Vísir/Vilhelm Áhafnir kafbáta frá Bandaríkjunum, Hollandi, Noregi og Svíþjóð fóru frá því að vera eltir af áhöfnum skipa yfir í að elta eigin skotmörk í sviðsettum árásum á flota óvinveittra ríkja. Meðal annars var æfingunum ætlað að auka samheldni og bæta samskiptaleiðir milli áhafna skipa og kafbáta frá mismunandi ríkjum. Kafbátaleitarflugvélar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Noregi og Þýskalandi komu einnig að æfingunum. Hér að neðan má sjá myndband þar sem sónarbauju er varpað úr leitarþyrlu. Baujan hlustar eftir hljóðum frá kafbátum og sendir upplýsinarnar til skipa á svæðinu. NATO helicopter launching sonobuoys. These are consumable sonar systems that are launched for search and detection of submarines. They are deployed upon impact against the water, extending an underwater hydrophone system and a radio antenna into the air. pic.twitter.com/qOnO11X0Td— COM SNMG1 (@COM_SNMG1) May 10, 2024 NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Reykjavík Hafnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33 Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Dynamic Mongoose eru árlegar æfingar sem haldnar eru í Atlantshafinu. Þær eru haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi. Þetta árið var æfingin haldin samhliða umfangsmiklum flotaæfingum í Miðjarðarhafi og á Eystrasalti, sem bera heitið Neptune Strike 24. Submarines✅ Ships✅ Aircraft✅ Allies✅ Trained✅ Ready✅ #NATO anti-submarine and anti-surface warfare ex #DynamicMongoose24 concluded in 🇮🇸 #Reykjavik today #WeAreNATO #StrongerTogether Read more: https://t.co/Ay9uMGoGo6 pic.twitter.com/XEW34fry1f— NATO Maritime Command (@NATO_MARCOM) May 10, 2024 Undanfarnar tvær vikur hafa sjóliðar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Færeyjum, Hollandi, Kanada, Noregi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi æft kafbátahernað í norðanverðu Atlantshafinu. Æfingarnar hófust í Noregi þann 29. apríl. Flotanum var svo siglt til Færeyja og þaðan til Íslands og voru haldnar sífellt flóknari æfingar á leiðinni, samkvæmt grein á vef flotadeildar NATO. Þar er haft eftir aðmírálnum Thomas Wall, sem stýrir kafbátaflota NATO, að æfingarnar undirstriki mátt Bandalagsins og þá sérstaklega þegar kemur að kafbátahernaði. Þá hafi það sýnt sig að fjölmargar æfingar með Svíum hafi haft mikil áhrif og að Svíar muni auka getu NATO í grunnum sjó til muna. Svíar hafi mikla reynslu á því sviði. Áhöfn kafbátsins að störfum í dag.Vísir/Vilhelm Áhafnir kafbáta frá Bandaríkjunum, Hollandi, Noregi og Svíþjóð fóru frá því að vera eltir af áhöfnum skipa yfir í að elta eigin skotmörk í sviðsettum árásum á flota óvinveittra ríkja. Meðal annars var æfingunum ætlað að auka samheldni og bæta samskiptaleiðir milli áhafna skipa og kafbáta frá mismunandi ríkjum. Kafbátaleitarflugvélar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Noregi og Þýskalandi komu einnig að æfingunum. Hér að neðan má sjá myndband þar sem sónarbauju er varpað úr leitarþyrlu. Baujan hlustar eftir hljóðum frá kafbátum og sendir upplýsinarnar til skipa á svæðinu. NATO helicopter launching sonobuoys. These are consumable sonar systems that are launched for search and detection of submarines. They are deployed upon impact against the water, extending an underwater hydrophone system and a radio antenna into the air. pic.twitter.com/qOnO11X0Td— COM SNMG1 (@COM_SNMG1) May 10, 2024
NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Reykjavík Hafnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33 Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47
NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33
Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57