Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2024 00:01 Töluverður viðbúnaður lögreglu var við Héraðsdóm Reykjaness í Hafnarfirði vegna mótmælanna. Vísir Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. Samtökin No Borders boðuðu til mótmæla fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness þar sem átti að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu á hendur þriggja nígerískra kvenna sem var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Konurnar þrjár heita Blessing Newton, Esther og Mary. Þær voru í hópi flóttafólks sem fékk endanlega synjun um alþjóðlega vernd í ágúst. Þær voru í framhaldinu sviptar þjónustu á Íslandi í krafti þá nýsamþykktra útlendingalaga. Konurnar komu frá Ítalíu þar sem þær sögðust hafa verið fórnarlömb mansals um árabil. Á einum tímapunkti reyndu nokkrir mótmælendur að hindra för lögreglubíl á Linnetsstíg og síðan á Strandgötu á leið frá dómshúsinu. Á myndbandsupptöku má sjá lögreglumenn hlaupa á eftir mótmælendum í átt að nærliggjandi hringtorgi. Vildu að konurnar sæju vinsamleg andlit Þorgerður Jörundsdóttir, kennari við Dósaverksmiðjuna, sem tók þátt í mótmælunum í kvöld segist aldrei hafa séð eins þunga viðveru lögreglu áður. Lögreglumenn hafi strengt borða í kringum dómshúsið og ýtt fólki sem vildi að konurnar sæju það og heyrðu í því markvisst burt. Maðurinn sem var handtekinn sé í sömu stöðu og konurnar þrjár og hafi dvalið með þeim í neyðarskýli um margra mánaða skeið. Hann hafi gengið í átt frá lögreglumönnum eftir einhver orðaskipti þegar einn þeirra handtók hann. Þorgerður segir að lögreglumenn eigi að hafa þjálfun í að draga úr spennnu frekar en að magna hana upp. Að hennar mati hafi aðeins einn lögreglumaður misst yfirvegun sína í stað þess að láta aðstæður fjara út. Fjölmennt lögreglulið var við Héraðsdóm Reykjaness í kvöld.Aðsend Að öðru leyti hafi ekki komið til átaka á mótmælunum. Viðstaddir hafi verið fólk sem þekkir konurnar eins og hún sjálf og einhverjir frá No Borders- samtökunum. Sjálf kenndi Þorgerður konunum þremur íslensku í Dósaverksmiðjunni. „Við vorum þarna konur sem hafa verið í tengslum við þær þrjár. Við vorum þarna aðallega til þess að þær sæju vinsamleg andlit, að þær vissu að það væri til fólk sem styddi þær,“ segir Þorgerður. Sema Erla Serdaroglu frá Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur, skrifaði á Facebook í kvöld að konurnar þrjár hefðu verið handteknar og dregnar fyrir dómstól vegna þess að þær sóttu um íslenskan ríkisborgararétt. Til standi að flytja þær nauðugar til Nígeríu innan skamms. Ekki hefur náðst í lögmann kvennanna í kvöld. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Samtökin No Borders boðuðu til mótmæla fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness þar sem átti að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu á hendur þriggja nígerískra kvenna sem var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Konurnar þrjár heita Blessing Newton, Esther og Mary. Þær voru í hópi flóttafólks sem fékk endanlega synjun um alþjóðlega vernd í ágúst. Þær voru í framhaldinu sviptar þjónustu á Íslandi í krafti þá nýsamþykktra útlendingalaga. Konurnar komu frá Ítalíu þar sem þær sögðust hafa verið fórnarlömb mansals um árabil. Á einum tímapunkti reyndu nokkrir mótmælendur að hindra för lögreglubíl á Linnetsstíg og síðan á Strandgötu á leið frá dómshúsinu. Á myndbandsupptöku má sjá lögreglumenn hlaupa á eftir mótmælendum í átt að nærliggjandi hringtorgi. Vildu að konurnar sæju vinsamleg andlit Þorgerður Jörundsdóttir, kennari við Dósaverksmiðjuna, sem tók þátt í mótmælunum í kvöld segist aldrei hafa séð eins þunga viðveru lögreglu áður. Lögreglumenn hafi strengt borða í kringum dómshúsið og ýtt fólki sem vildi að konurnar sæju það og heyrðu í því markvisst burt. Maðurinn sem var handtekinn sé í sömu stöðu og konurnar þrjár og hafi dvalið með þeim í neyðarskýli um margra mánaða skeið. Hann hafi gengið í átt frá lögreglumönnum eftir einhver orðaskipti þegar einn þeirra handtók hann. Þorgerður segir að lögreglumenn eigi að hafa þjálfun í að draga úr spennnu frekar en að magna hana upp. Að hennar mati hafi aðeins einn lögreglumaður misst yfirvegun sína í stað þess að láta aðstæður fjara út. Fjölmennt lögreglulið var við Héraðsdóm Reykjaness í kvöld.Aðsend Að öðru leyti hafi ekki komið til átaka á mótmælunum. Viðstaddir hafi verið fólk sem þekkir konurnar eins og hún sjálf og einhverjir frá No Borders- samtökunum. Sjálf kenndi Þorgerður konunum þremur íslensku í Dósaverksmiðjunni. „Við vorum þarna konur sem hafa verið í tengslum við þær þrjár. Við vorum þarna aðallega til þess að þær sæju vinsamleg andlit, að þær vissu að það væri til fólk sem styddi þær,“ segir Þorgerður. Sema Erla Serdaroglu frá Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur, skrifaði á Facebook í kvöld að konurnar þrjár hefðu verið handteknar og dregnar fyrir dómstól vegna þess að þær sóttu um íslenskan ríkisborgararétt. Til standi að flytja þær nauðugar til Nígeríu innan skamms. Ekki hefur náðst í lögmann kvennanna í kvöld.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17