„Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:41 Jóhann Þór á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson sagði sína menn hafa spilað hræðilega í þrjátíu mínútur í tapinu gegn Keflavík í kvöld. Hann svaraði fyrir gagnrýni á DeAndre Kane og sagðist vera orðinn þreyttur á umtalinu um sinn mann. „Mögulega er svolítið ódýrt að segja það en Keflvíkingar vildu þetta bara meira en við. Þeir voru mikið ferskari og við vorum náttúrulega hræðilegir í þrjátíu mínútur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þegar hann ræddi við Andra Má Eggertsson. „Við vinnum ekki leik í undanúrslitum í Íslandsmóti með svona frammistöðu. Við hittum illa í gegnum allan leikinn og tókum það með okkur í vörnina. Skotin koma og fara en það er engin afsökun. Þeir bara vildu þetta meira og einhvern veginn vorum við vanstilltir að hlaupa til baka og fengum körfur í bakið. Við vorum bara slakir heilt yfir.“ Jóhann sagði að menn hefðu ekki endilega látið frammistöðuna fara í taugarnar á sér en hafi ekki náð að halda einbeitingu. „Skotin koma og fara en menn eiga erfitt með að halda sér í augnablikinu og þá getur þetta orðið erfitt eins og sást í dag fyrstu þrjátíu mínúturnar. Hrós á okkur fyrir að koma til baka og gera þetta að leik og allt það. Svekkjandi hvernig við komum stemmdir og ég bið okkar æðislega fólk innilegar afsökunar á þessu. Þetta er ekki í boði.“ „Þetta kallast keppnisskap“ Andri Már spurði Jóhann Þór út í stjörnuleikmann hans DeAndre Kane. Kane lét menn heyra það í leikhléi í upphafi leiks og hefur fengið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við dómum og atvikum í leikjum. Jóhann Þór sagði ekki vera lélegan móral í Grindavík. „Alls ekki. Þetta kallast keppnisskap á góðri íslensku,“ sagði Jóhann og svaraði því játandi þegar hann sagði að orka Kane smitaði meira frá sér á jákvæðan hátt en neikvæðan. „Hann heldur mönnum á tánum og lætur menn taka ábyrgð. Hann er góður í því og hann, eins og ég og þú, hefur kosti og galla en kostirnir eru klárlega fleiri og talsvert fleiri. Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt. Hann hjálpar okkur miklu meira en hitt.“ DeAndre Kane fagnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir erfiðan fyrri hálfleik bjuggust eflaust margir við að Grindvíkingar myndu mæta með gasið í botni í síðari hálfleik. Það gerðist ekki og munurinn fór mest upp í tuttugu og tvö stig í þriðja leikhlutanum. Jóhann sagðist ekki vita ástæðuna fyrir slakri byrjun í síðari hálfleik. „Ef ég vissi það þá hefðum við unnið þetta. Fyrstu þrjátíu mínúturnar erum við hræðilegir. Við náum aldrei takti í einu né neinu sem við reynum að gera. Lykilmenn ná ekki að sýna sitt besta og það gerist. Það er það fallega við körfubolta og íþróttir. Menn eiga „off“ daga og nú þurfum við bara að þjappa okkur saman, endurheimta eins og við getum og mæta klárir á þriðjudag.“ Þegar Grindavík var búið að minnka muninn í þrjú stig stálu þeir boltanum og Kristófer Breki Gylfason og Julio De Asisse komust tveir gegn einum varnarmanni Keflavíkur. Breki reyndi að kasta á De Asisse í loftinu í staðinn fyrir að keyra á körfuna. Sendingin misheppnaðist og Keflvíkingar svöruðu með þriggja stiga kröfu. „Það klikkaði. Breki var bara ragur og átti bara að fara í sniðskot sjálfur. Mínir menn, en Julio er með mjög langar hendur en hoppar ekkert svakalega hátt. Það sást í þessu atviki.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
„Mögulega er svolítið ódýrt að segja það en Keflvíkingar vildu þetta bara meira en við. Þeir voru mikið ferskari og við vorum náttúrulega hræðilegir í þrjátíu mínútur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þegar hann ræddi við Andra Má Eggertsson. „Við vinnum ekki leik í undanúrslitum í Íslandsmóti með svona frammistöðu. Við hittum illa í gegnum allan leikinn og tókum það með okkur í vörnina. Skotin koma og fara en það er engin afsökun. Þeir bara vildu þetta meira og einhvern veginn vorum við vanstilltir að hlaupa til baka og fengum körfur í bakið. Við vorum bara slakir heilt yfir.“ Jóhann sagði að menn hefðu ekki endilega látið frammistöðuna fara í taugarnar á sér en hafi ekki náð að halda einbeitingu. „Skotin koma og fara en menn eiga erfitt með að halda sér í augnablikinu og þá getur þetta orðið erfitt eins og sást í dag fyrstu þrjátíu mínúturnar. Hrós á okkur fyrir að koma til baka og gera þetta að leik og allt það. Svekkjandi hvernig við komum stemmdir og ég bið okkar æðislega fólk innilegar afsökunar á þessu. Þetta er ekki í boði.“ „Þetta kallast keppnisskap“ Andri Már spurði Jóhann Þór út í stjörnuleikmann hans DeAndre Kane. Kane lét menn heyra það í leikhléi í upphafi leiks og hefur fengið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við dómum og atvikum í leikjum. Jóhann Þór sagði ekki vera lélegan móral í Grindavík. „Alls ekki. Þetta kallast keppnisskap á góðri íslensku,“ sagði Jóhann og svaraði því játandi þegar hann sagði að orka Kane smitaði meira frá sér á jákvæðan hátt en neikvæðan. „Hann heldur mönnum á tánum og lætur menn taka ábyrgð. Hann er góður í því og hann, eins og ég og þú, hefur kosti og galla en kostirnir eru klárlega fleiri og talsvert fleiri. Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt. Hann hjálpar okkur miklu meira en hitt.“ DeAndre Kane fagnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir erfiðan fyrri hálfleik bjuggust eflaust margir við að Grindvíkingar myndu mæta með gasið í botni í síðari hálfleik. Það gerðist ekki og munurinn fór mest upp í tuttugu og tvö stig í þriðja leikhlutanum. Jóhann sagðist ekki vita ástæðuna fyrir slakri byrjun í síðari hálfleik. „Ef ég vissi það þá hefðum við unnið þetta. Fyrstu þrjátíu mínúturnar erum við hræðilegir. Við náum aldrei takti í einu né neinu sem við reynum að gera. Lykilmenn ná ekki að sýna sitt besta og það gerist. Það er það fallega við körfubolta og íþróttir. Menn eiga „off“ daga og nú þurfum við bara að þjappa okkur saman, endurheimta eins og við getum og mæta klárir á þriðjudag.“ Þegar Grindavík var búið að minnka muninn í þrjú stig stálu þeir boltanum og Kristófer Breki Gylfason og Julio De Asisse komust tveir gegn einum varnarmanni Keflavíkur. Breki reyndi að kasta á De Asisse í loftinu í staðinn fyrir að keyra á körfuna. Sendingin misheppnaðist og Keflvíkingar svöruðu með þriggja stiga kröfu. „Það klikkaði. Breki var bara ragur og átti bara að fara í sniðskot sjálfur. Mínir menn, en Julio er með mjög langar hendur en hoppar ekkert svakalega hátt. Það sást í þessu atviki.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit