„Ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2024 12:01 Arnar Guðjónsson gæti verið á leið í sinn síðasta leik með Stjörnuna í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan er jöfn í einvígi liðanna, 2-2, eftir sigur Stjörnunnar í Garðabæ í síðasta leik. Það er því allt undir. „Við nálgumst þetta bara eins og aðra leiki. Þetta er tíundi leikurinn í þessari úrslitakeppni hjá okkur svo við erum komin með ákveðin takt í því hvernig við erum að vinna milli leikja og ætlum ekkert að breyta mikið út frá því,“ segir Arnar um nálgunina fyrir leik kvöldsins í Reykjanesbæ. Keflavík er deildar- og bikarmeistari og verið yfirburðalið í vetur. Er öll pressan á þeim fyrir kvöldið? „Þetta verður ekki auðvelt verkefni. Ég held ég sé ekki að ljúga því að þetta Keflavíkurlið hafi ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Þetta er ansi verðugt verkefni sem bíður okkar í kvöld,“ „Ég held að það viti allir að það sé þannig. Þetta er lið sem er sett saman til að verða Íslandsmeistari. Þau eru með landsliðsmenn í öllum stöðum eða atvinnumenn. Þessir blaðamenn ákveða oft hvar pressan er og hvar ekki, en ég held að veðbankarnir hljóti að hafa þær líklegri til sigurs í kvöld en okkur,“ segir Arnar. Verður skrýtið að kveðja, hvenær sem það verður Arnar var þjálfari karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í vetur en er á förum í sumar þar sem hann mun taka til starfa hjá KKÍ. Hann hefur þjálfað sinn síðasta leik með karlaliðið sem er úr keppni en tapist leikur kvöldsins verður hann sá síðasti hjá Arnari í Garðabæ. Er hann með það bak við eyrað? „Já, ég er kannski ekki með það bak við eyrað en ég er ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því. Ég fatta það alveg. Þegar að því kemur að maður hætti að vinna þarna verður það alltaf tilfinningaþrungið. Þetta eru orðin sex ár, fjögur ár með þessum stelpum. Það verður auðvitað skrýtið, bara eins og fyrir alla sem vinna einhvers staðar, þegar þú hættir á vinnustað þar sem þér finnst gaman og líður vel verður það alltaf tilfinningaþrungið,“ segir Arnar. En er þá ekki stefnan að leikurinn í kvöld verði ekki sá síðasti hjá honum með liðið? „Stefnan er bara að selja okkur dýrt, leggja okkur öll fram, njóta þess að spila í kvöld. Svo sjáum við hverju það skilar. Við erum bara að reyna að bæta okkur í körfubolta og við sjáum hvert það leiðir. Við erum ekkert að flækja þetta,“ segir Arnar. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45. Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Staðan er jöfn í einvígi liðanna, 2-2, eftir sigur Stjörnunnar í Garðabæ í síðasta leik. Það er því allt undir. „Við nálgumst þetta bara eins og aðra leiki. Þetta er tíundi leikurinn í þessari úrslitakeppni hjá okkur svo við erum komin með ákveðin takt í því hvernig við erum að vinna milli leikja og ætlum ekkert að breyta mikið út frá því,“ segir Arnar um nálgunina fyrir leik kvöldsins í Reykjanesbæ. Keflavík er deildar- og bikarmeistari og verið yfirburðalið í vetur. Er öll pressan á þeim fyrir kvöldið? „Þetta verður ekki auðvelt verkefni. Ég held ég sé ekki að ljúga því að þetta Keflavíkurlið hafi ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Þetta er ansi verðugt verkefni sem bíður okkar í kvöld,“ „Ég held að það viti allir að það sé þannig. Þetta er lið sem er sett saman til að verða Íslandsmeistari. Þau eru með landsliðsmenn í öllum stöðum eða atvinnumenn. Þessir blaðamenn ákveða oft hvar pressan er og hvar ekki, en ég held að veðbankarnir hljóti að hafa þær líklegri til sigurs í kvöld en okkur,“ segir Arnar. Verður skrýtið að kveðja, hvenær sem það verður Arnar var þjálfari karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í vetur en er á förum í sumar þar sem hann mun taka til starfa hjá KKÍ. Hann hefur þjálfað sinn síðasta leik með karlaliðið sem er úr keppni en tapist leikur kvöldsins verður hann sá síðasti hjá Arnari í Garðabæ. Er hann með það bak við eyrað? „Já, ég er kannski ekki með það bak við eyrað en ég er ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því. Ég fatta það alveg. Þegar að því kemur að maður hætti að vinna þarna verður það alltaf tilfinningaþrungið. Þetta eru orðin sex ár, fjögur ár með þessum stelpum. Það verður auðvitað skrýtið, bara eins og fyrir alla sem vinna einhvers staðar, þegar þú hættir á vinnustað þar sem þér finnst gaman og líður vel verður það alltaf tilfinningaþrungið,“ segir Arnar. En er þá ekki stefnan að leikurinn í kvöld verði ekki sá síðasti hjá honum með liðið? „Stefnan er bara að selja okkur dýrt, leggja okkur öll fram, njóta þess að spila í kvöld. Svo sjáum við hverju það skilar. Við erum bara að reyna að bæta okkur í körfubolta og við sjáum hvert það leiðir. Við erum ekkert að flækja þetta,“ segir Arnar. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45.
Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira