Lausnin út í mýri? Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 15. maí 2024 12:31 Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er áherslan á mikilvægi fjölbreyttra vistkerfa til að mynda sem forsendur þjónustu vistkerfa. Þjónustu sem er undirstaða allra athafna okkar sem við lítum oft á sem sjálfgefna, njótum án þakklætis og vissulega ókeypis. Þjónusta fjölbreyttra vistkerfa er til að mynda í flóðavörnum, aðgangi að hreinu vatni og andrúmslofti auk þessa að vera forsenda matvælaframleiðslu. Fyrir Íslendinga er mjög mikilvægt að hlúa að og vernda okkar viðkvæmustu vistkerfi og endurheimta röskuð. Votlendi er eitt þeirra. Stórátak í endurheimt votlendis skiptir ekki aðeins máli upp á vatnsbúskap heldur er einnig mikilvægt til að binda kolefni í jarðveg, jarðvegs sem annars stærsta kolefnisforðabúr heims á eftir sjónum. Endurheimt grunnvatnsstöðu í mýrum og flóðum er áhrifarík og varanleg aðgerð í kolefnisbindingu og minnkun á losun koltvísýrings. Einnig þykir endurheimt votlendis dýrmæt fyrir líffjölbreytileika. Þó að íslenskar rannsóknir á þessu sviði séu á byrjunarstigi og binding líklega breytileg eftir svæðum er óheppilegt að yfirfæra niðurstöður frá öðrum löndum yfir á íslenskar aðstæður. Mikilvægt er að styðja við rannsóknir hérlendisog byggja raunhæf markmið um samdrátt í losun sem rekja má til landnotkunar (LULUCF). Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er að gera heildstæða landnýtingarstefnu og setja raunhæf markmið samfara bestu þekkingu hverju sinni. Í dag fá landeigendur hagræna hvata til endurheimtar, þeir virðast þó ekki vera nægir til að farið sé af stað. Hvatana þarf að styrkja enn frekar til dæmis þannig að endurheimtin haldi áfram að gefa af sér efnahagslega. Votta þarf votlendið, verðmætamat og vottanir við þessar aðstæður geta verið viðkvæmar en eru um leið vænlegastar til að skila árangri. Hér er átt við verðmætamat á endurheimtu landi, hversu mikið það bindur og hve mikið styður það við líffjölbreytileika. Endurheimta þarf það votlendi sem ekki er í nýtingu. Mikilvægt er að tryggja land til endurheimtar, bæði þjóðlendur og jarðir í eigu hins opinbera þar sem hefðbundinn búskapur hefur lagst af. Endurheimt þarf að vera undir gæðaeftirliti og hagrænum hvötum stýrt og þeir veittir í gegnum samninga við ríkið. Endurheimtu votlendi fylgja tækifæri fyrir nýja landnotkun, stundum til beitar eða fuglaskoðunar. Vekja þarf sérstaklega athygli landeiganda á jákvæðum ávinning endurheimtar. Sú þekking sem er til staðar er mikilvægur grunnur til að byggja á, þó að endurheimt sé kostnaðarsamt átak er alltaf kostnaðarsamara að gera ekki neitt. Endurheimt vistkerfa er mikilvægur þáttur til að draga úr hamfarahlýnun sem og bindingu í jarðvegi, bæði með landgræðslu og endurheimt votlendis. Fjölbreytt vistkerfi eru jafnframt nauðsynleg búsvæði fyrir fjölbreyttan lífveruhóp eru því í samhljómi með vernd líffjölbreytileika. Það væri til fyrirmyndar ef fólk og fyrirtæki geti keypt vottaðar kolefniseiningar til endurheimtar votlendis og jafnharðan fylgst með framlagi sínu. Tökum höndum saman, byggjum upp hvatakerfi þannig að áratugarins verði sannarlega minnst sem áratugarins þar sem blaðinu í baráttunni við loftslagsvána var snúið við! Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir, flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er áherslan á mikilvægi fjölbreyttra vistkerfa til að mynda sem forsendur þjónustu vistkerfa. Þjónustu sem er undirstaða allra athafna okkar sem við lítum oft á sem sjálfgefna, njótum án þakklætis og vissulega ókeypis. Þjónusta fjölbreyttra vistkerfa er til að mynda í flóðavörnum, aðgangi að hreinu vatni og andrúmslofti auk þessa að vera forsenda matvælaframleiðslu. Fyrir Íslendinga er mjög mikilvægt að hlúa að og vernda okkar viðkvæmustu vistkerfi og endurheimta röskuð. Votlendi er eitt þeirra. Stórátak í endurheimt votlendis skiptir ekki aðeins máli upp á vatnsbúskap heldur er einnig mikilvægt til að binda kolefni í jarðveg, jarðvegs sem annars stærsta kolefnisforðabúr heims á eftir sjónum. Endurheimt grunnvatnsstöðu í mýrum og flóðum er áhrifarík og varanleg aðgerð í kolefnisbindingu og minnkun á losun koltvísýrings. Einnig þykir endurheimt votlendis dýrmæt fyrir líffjölbreytileika. Þó að íslenskar rannsóknir á þessu sviði séu á byrjunarstigi og binding líklega breytileg eftir svæðum er óheppilegt að yfirfæra niðurstöður frá öðrum löndum yfir á íslenskar aðstæður. Mikilvægt er að styðja við rannsóknir hérlendisog byggja raunhæf markmið um samdrátt í losun sem rekja má til landnotkunar (LULUCF). Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er að gera heildstæða landnýtingarstefnu og setja raunhæf markmið samfara bestu þekkingu hverju sinni. Í dag fá landeigendur hagræna hvata til endurheimtar, þeir virðast þó ekki vera nægir til að farið sé af stað. Hvatana þarf að styrkja enn frekar til dæmis þannig að endurheimtin haldi áfram að gefa af sér efnahagslega. Votta þarf votlendið, verðmætamat og vottanir við þessar aðstæður geta verið viðkvæmar en eru um leið vænlegastar til að skila árangri. Hér er átt við verðmætamat á endurheimtu landi, hversu mikið það bindur og hve mikið styður það við líffjölbreytileika. Endurheimta þarf það votlendi sem ekki er í nýtingu. Mikilvægt er að tryggja land til endurheimtar, bæði þjóðlendur og jarðir í eigu hins opinbera þar sem hefðbundinn búskapur hefur lagst af. Endurheimt þarf að vera undir gæðaeftirliti og hagrænum hvötum stýrt og þeir veittir í gegnum samninga við ríkið. Endurheimtu votlendi fylgja tækifæri fyrir nýja landnotkun, stundum til beitar eða fuglaskoðunar. Vekja þarf sérstaklega athygli landeiganda á jákvæðum ávinning endurheimtar. Sú þekking sem er til staðar er mikilvægur grunnur til að byggja á, þó að endurheimt sé kostnaðarsamt átak er alltaf kostnaðarsamara að gera ekki neitt. Endurheimt vistkerfa er mikilvægur þáttur til að draga úr hamfarahlýnun sem og bindingu í jarðvegi, bæði með landgræðslu og endurheimt votlendis. Fjölbreytt vistkerfi eru jafnframt nauðsynleg búsvæði fyrir fjölbreyttan lífveruhóp eru því í samhljómi með vernd líffjölbreytileika. Það væri til fyrirmyndar ef fólk og fyrirtæki geti keypt vottaðar kolefniseiningar til endurheimtar votlendis og jafnharðan fylgst með framlagi sínu. Tökum höndum saman, byggjum upp hvatakerfi þannig að áratugarins verði sannarlega minnst sem áratugarins þar sem blaðinu í baráttunni við loftslagsvána var snúið við! Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir, flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar