Í dag er dagur líffjölbreytileika Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 22. maí 2024 08:00 Til hamingju með daginn! Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé horft til fjölda tegunda en ríkt þegar að við horfum á breytileika vistkerfa. Það ríkidæmi ber að vernda. Helstu ógnir við líffjölbreytileika eru eyðing og breyting búsvæða, ágengar tegundir, ofnýting auðlinda, mengun og loftslagsbreytingar. Aichi-markmiðunum sem voru sett fram 2010 var ætlað að vera rammi utan um starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffjölbreytileika. Aichi-markmiðin náðust ekki og árangurinn er metinn slakur. Í skýrslu milliríkjanefndar um líffjölbreytileika (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, IPBES) frá 2019 kemur meðal annars fram að hlutfalls villtra tegunda hefur minnkað, tegundum í útrýmingarhættu fjölgað, samdráttur orðið í lífmassa og vistkerfi hnignað. Þessari neikvæðu vegferð er gefinn lítill gaumur þó á tyllidögum sé talað um mikilvægi líffjölbreytileika enda stóla samfélög fólks og þar með hagkerfin á þjónustu vistkerfa. Nú á áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt er tilvalið að nýta tækifæri til að snúa blaðinu við og setja þessa mikilvægu auðlind í forgang. Vitundarvakning um líffjölbreytileika á Íslandi, (Biological Diversity of Iceland, BIODICE) er til fyrirmyndar en meira þarf ef duga skal. Stofnun líffjölbreytileikaráðs væri tilvalin afmælisgjöf til þjóðarinnar. Líffjölbreytileikaráð sem væri sjálfstætt starfandi og hvers hlutverk væri að hlúa sérstaklega að líffjölbreytileika og endurheimt. Ráðinu bæri að veita stjórnvöldum sérstaka ráðgjöf, sjá um fræðslu, hlúa að markmiðum og eftirfylgni sem og að tryggja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar. Í dag er tyllidagur líffjölbreytileika, með stofnum líffjölbreytileikaráðs eru meiri líkur á að allir dagar verðir tyllidagar. Höfundar eru: Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé horft til fjölda tegunda en ríkt þegar að við horfum á breytileika vistkerfa. Það ríkidæmi ber að vernda. Helstu ógnir við líffjölbreytileika eru eyðing og breyting búsvæða, ágengar tegundir, ofnýting auðlinda, mengun og loftslagsbreytingar. Aichi-markmiðunum sem voru sett fram 2010 var ætlað að vera rammi utan um starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffjölbreytileika. Aichi-markmiðin náðust ekki og árangurinn er metinn slakur. Í skýrslu milliríkjanefndar um líffjölbreytileika (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, IPBES) frá 2019 kemur meðal annars fram að hlutfalls villtra tegunda hefur minnkað, tegundum í útrýmingarhættu fjölgað, samdráttur orðið í lífmassa og vistkerfi hnignað. Þessari neikvæðu vegferð er gefinn lítill gaumur þó á tyllidögum sé talað um mikilvægi líffjölbreytileika enda stóla samfélög fólks og þar með hagkerfin á þjónustu vistkerfa. Nú á áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt er tilvalið að nýta tækifæri til að snúa blaðinu við og setja þessa mikilvægu auðlind í forgang. Vitundarvakning um líffjölbreytileika á Íslandi, (Biological Diversity of Iceland, BIODICE) er til fyrirmyndar en meira þarf ef duga skal. Stofnun líffjölbreytileikaráðs væri tilvalin afmælisgjöf til þjóðarinnar. Líffjölbreytileikaráð sem væri sjálfstætt starfandi og hvers hlutverk væri að hlúa sérstaklega að líffjölbreytileika og endurheimt. Ráðinu bæri að veita stjórnvöldum sérstaka ráðgjöf, sjá um fræðslu, hlúa að markmiðum og eftirfylgni sem og að tryggja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar. Í dag er tyllidagur líffjölbreytileika, með stofnum líffjölbreytileikaráðs eru meiri líkur á að allir dagar verðir tyllidagar. Höfundar eru: Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun