Er ungum mönnum sama um sjófólk? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar 16. maí 2024 16:00 Í nýlegum pistli sparar Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ekki stóru orðin um hörundssára grunnskólakennara og fréttamenn, sem hann telur móðgast yfir smámunum. Þetta réttsýna fólk er víst svo sárlega móðgað að það sýður alveg upp úr hjá honum (leiðsögumanninum). Þrátt fyrir að skrifa um áhugavert efni með réttsýnina að leiðarljósi, þá fer Vala í óþarfa dúkkuleik með ímynduðum grunnskólakennurum og starfsfólki RÚV, sem hún segir að tilheyri „her“ sem „geldir íslenskuna“ og vilji „útrýma hinu hlutlausa karlkyni“. Verð ég sjálfkrafa stimplaður „móðgaður“ fyrir að andmæla þessum hugmyndum? Því miður er algengt að netverjar skapi sér ímyndaðan hóp af ímynduðum óvinum með ímyndaðar skoðanir, til þess að slást við sér til dægrastyttingar og úthellinga á alhæfingum og samsæriskenningum. Það er mannfjandsamlegt og dregur úr gildi annars venjulegra vangaveltna. Sá hópur sem vill „útrýma orðinu maður“ er ekki til. Ekki að ég sé mikið kurteisari, ég birti varla neitt nema í bræðiskasti gagnvart farsæld og velmegun blásaklausra möppudýra. Vala skrifar um tvennt sem ég er til í að ritdeila um. Annarsvegar að þessi þróun íslenskrar tungu sé til hins verra og hins vegar að sú þróun á sér stað vegna samsæris frjálslyndra íslenskukennara og starfsmanna RÚV. Æðrulausa og ígrundaða lesönd: Hver annar á að þróa tungumálið? Ólæsir drengir? Valhöll? Klón af Jónasi Hallgrímssyni? Íslenskumælandi rímarar sem hafa hingað til bara skapað nýyrði um dóp eða kynlíf? Það er varla hægt að reiða sig á þá, á meðan gramm af grasi kostar 4k og bitches vilja jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri! Íslenska er ávallt í stöðnunarhættu og er nú að renna úr höndum unga fólksins, sem vilja frekar hafa Youtube Kids á ensku í litlu skítugu lúkunum sínum. Kannski mun karlkynið fá upprisu þegar Iphone-soðnu börnin byrja öll að reka hlöðuvörp um karlmennsku og hvernig vistarbandið bjó til geggjað þjarkarfar (e. Grindset). En hvernig er hægt að tryggja að þau hlöðuvarpi á góðri íslensku? Kóranið kennir ímömum að gleðjast ef læti í börnum trufla helgihald, sömuleiðis má alveg vera gleðiefni ef eitthvert vill breyta íslenskunni. Það sýnir að ný kynslóð sé forvitin um hvernig gamalt tungumál getur passað í sinn raunveruleika. Er ekki eðlileg þróun í janfréttisparadís að nýjustu vendingar í tungumáli þess endurspegli jafnrétti kynjanna? Atómskáldin prófuðu að yrkja óbundin ljóð, sjálfstæðissinnar fældust frá notkun dönskuslettna og fólk er byrjað að brúka ókynjað mál í dag. Þegar Bubbi bjó til Ísbjarnarblús, móðguðust ekki einhverjir? Hvar væri íslenska í dag ef fólk hefði ekki áhuga á að laga hana að sér? Er ekki einmitt tilraunastarfsemi og þróun það sem heldur henni á lífi? Höfundur er bitch sem vill jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli sparar Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ekki stóru orðin um hörundssára grunnskólakennara og fréttamenn, sem hann telur móðgast yfir smámunum. Þetta réttsýna fólk er víst svo sárlega móðgað að það sýður alveg upp úr hjá honum (leiðsögumanninum). Þrátt fyrir að skrifa um áhugavert efni með réttsýnina að leiðarljósi, þá fer Vala í óþarfa dúkkuleik með ímynduðum grunnskólakennurum og starfsfólki RÚV, sem hún segir að tilheyri „her“ sem „geldir íslenskuna“ og vilji „útrýma hinu hlutlausa karlkyni“. Verð ég sjálfkrafa stimplaður „móðgaður“ fyrir að andmæla þessum hugmyndum? Því miður er algengt að netverjar skapi sér ímyndaðan hóp af ímynduðum óvinum með ímyndaðar skoðanir, til þess að slást við sér til dægrastyttingar og úthellinga á alhæfingum og samsæriskenningum. Það er mannfjandsamlegt og dregur úr gildi annars venjulegra vangaveltna. Sá hópur sem vill „útrýma orðinu maður“ er ekki til. Ekki að ég sé mikið kurteisari, ég birti varla neitt nema í bræðiskasti gagnvart farsæld og velmegun blásaklausra möppudýra. Vala skrifar um tvennt sem ég er til í að ritdeila um. Annarsvegar að þessi þróun íslenskrar tungu sé til hins verra og hins vegar að sú þróun á sér stað vegna samsæris frjálslyndra íslenskukennara og starfsmanna RÚV. Æðrulausa og ígrundaða lesönd: Hver annar á að þróa tungumálið? Ólæsir drengir? Valhöll? Klón af Jónasi Hallgrímssyni? Íslenskumælandi rímarar sem hafa hingað til bara skapað nýyrði um dóp eða kynlíf? Það er varla hægt að reiða sig á þá, á meðan gramm af grasi kostar 4k og bitches vilja jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri! Íslenska er ávallt í stöðnunarhættu og er nú að renna úr höndum unga fólksins, sem vilja frekar hafa Youtube Kids á ensku í litlu skítugu lúkunum sínum. Kannski mun karlkynið fá upprisu þegar Iphone-soðnu börnin byrja öll að reka hlöðuvörp um karlmennsku og hvernig vistarbandið bjó til geggjað þjarkarfar (e. Grindset). En hvernig er hægt að tryggja að þau hlöðuvarpi á góðri íslensku? Kóranið kennir ímömum að gleðjast ef læti í börnum trufla helgihald, sömuleiðis má alveg vera gleðiefni ef eitthvert vill breyta íslenskunni. Það sýnir að ný kynslóð sé forvitin um hvernig gamalt tungumál getur passað í sinn raunveruleika. Er ekki eðlileg þróun í janfréttisparadís að nýjustu vendingar í tungumáli þess endurspegli jafnrétti kynjanna? Atómskáldin prófuðu að yrkja óbundin ljóð, sjálfstæðissinnar fældust frá notkun dönskuslettna og fólk er byrjað að brúka ókynjað mál í dag. Þegar Bubbi bjó til Ísbjarnarblús, móðguðust ekki einhverjir? Hvar væri íslenska í dag ef fólk hefði ekki áhuga á að laga hana að sér? Er ekki einmitt tilraunastarfsemi og þróun það sem heldur henni á lífi? Höfundur er bitch sem vill jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar