Neikvæð áhrif þess að útiloka forsetaframbjóðendur frá kappræðum strax komin í ljós Ástþór Magnússon skrifar 17. maí 2024 17:30 Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Það er alveg rétt að Ísland gerðist stofnaðili NATO og gekk til samstarfs við bandaríkin um varnir landsins. Fræðimaðurinn segir að með þeirri aðild hafi Ísland tekið sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi svo sem lýðræði mannréttindi og réttarríkið. Ef Ísland hefur í heiðri réttarríkið og lýðræði hversvegna er þá ekki farið að lögum og eftir stjórnarskrá landsins? Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld farin að taka upp gerræðisleg vinnubrögð að hætti einræðisherra í einstökum ráðuneytum? Telur fræðimaðurinn frá Háskólanum á Bifröst það vera lýðræðisleg vinnubrögð að einn einstaklingur ákveði uppá eigin spýtur að sniðganga skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá, að sniðganga þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt, og sniðganga þá skilmála sem voru settir fyrir aðild Íslands að NATO sáttmálanum? Hefur Íslenski fræðimaðurinn ekki lesið þessi skjöl? Er hann jafn fáfróður spyrjandanum í kappræðuþættinum sem tók að sér að kynna forsetaframboð fyrir þjóðinni en segist á sama tíma ekki hafa áhuga að kynna sér hugmyndafræði um forsetaembættið sem lýst er í bókinni Virkjum Bessastaði og sem heimsþekktir fræðimenn hafa mælt með. Hversvegna er lýðræðið fótum troðið hér á landi eins og Stöð2 gerði með því að útiloka forsetaframbjóðanda sem hefur haft málin sem fjallað var um á stefnuskrá sinni í 28 ár og gefið út heila bók með hugmyndafræði um embættið og hvernig forseti Íslands getur beitt sér á alþjóðavettvangi til að kynna friðarlausnir til að afstýra yfirvofandi árás á landið. Ég minnist þess þegar fræðimönnum var spilað út í aðdraganda forsetakosningum árið 1996 er ég talaði um að virkja málskotsréttinn sem stjórnvöld reyndu þá að segja að væri ekki hægt. Nú horfi ég uppá vandræðagang stjórnvalda að réttlæta brot á stjórnarskrá eftir að einstakir ráðherrar hafa farið fram úr valdheimildum sínum. Auðvitað á forseti Íslands við slíkar aðstæður að kalla menn til sín á Bessastaði og leggja til að leysa málið með heiðarlegu samtali á Alþingi í stað þess að gera ómerkinga úr fræðimönnum með rangtúlkunum sem síðar mun verða þeirra menntastofnunum til skammar. Höfundur er forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Það er alveg rétt að Ísland gerðist stofnaðili NATO og gekk til samstarfs við bandaríkin um varnir landsins. Fræðimaðurinn segir að með þeirri aðild hafi Ísland tekið sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi svo sem lýðræði mannréttindi og réttarríkið. Ef Ísland hefur í heiðri réttarríkið og lýðræði hversvegna er þá ekki farið að lögum og eftir stjórnarskrá landsins? Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld farin að taka upp gerræðisleg vinnubrögð að hætti einræðisherra í einstökum ráðuneytum? Telur fræðimaðurinn frá Háskólanum á Bifröst það vera lýðræðisleg vinnubrögð að einn einstaklingur ákveði uppá eigin spýtur að sniðganga skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá, að sniðganga þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt, og sniðganga þá skilmála sem voru settir fyrir aðild Íslands að NATO sáttmálanum? Hefur Íslenski fræðimaðurinn ekki lesið þessi skjöl? Er hann jafn fáfróður spyrjandanum í kappræðuþættinum sem tók að sér að kynna forsetaframboð fyrir þjóðinni en segist á sama tíma ekki hafa áhuga að kynna sér hugmyndafræði um forsetaembættið sem lýst er í bókinni Virkjum Bessastaði og sem heimsþekktir fræðimenn hafa mælt með. Hversvegna er lýðræðið fótum troðið hér á landi eins og Stöð2 gerði með því að útiloka forsetaframbjóðanda sem hefur haft málin sem fjallað var um á stefnuskrá sinni í 28 ár og gefið út heila bók með hugmyndafræði um embættið og hvernig forseti Íslands getur beitt sér á alþjóðavettvangi til að kynna friðarlausnir til að afstýra yfirvofandi árás á landið. Ég minnist þess þegar fræðimönnum var spilað út í aðdraganda forsetakosningum árið 1996 er ég talaði um að virkja málskotsréttinn sem stjórnvöld reyndu þá að segja að væri ekki hægt. Nú horfi ég uppá vandræðagang stjórnvalda að réttlæta brot á stjórnarskrá eftir að einstakir ráðherrar hafa farið fram úr valdheimildum sínum. Auðvitað á forseti Íslands við slíkar aðstæður að kalla menn til sín á Bessastaði og leggja til að leysa málið með heiðarlegu samtali á Alþingi í stað þess að gera ómerkinga úr fræðimönnum með rangtúlkunum sem síðar mun verða þeirra menntastofnunum til skammar. Höfundur er forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar