Færeyingar draga í land með ferðamannaskatt Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2024 11:20 Frá Saksun á Straumey. Egill Aðalsteinsson Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur. Bóndafelag Føroya og Føroya Óðalsfelag fagna stærsta sigrinum en með breytingum á frumvarpi landsstjórnarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem Lögþingið samþykkti eftir 2. umræðu á föstudag, er landeigendum veitt heimild til að heimta hæfilegt gjald af ferðamönnum, þó ekki af Færeyingum, fyrir að ganga um lönd þeirra. Skilyrt er að gjaldið sé fyrir veitta þjónustu, eins og fyrir leiðsögn eða bílastæði. Í baráttu sinni gegn frumvarpinu fóru bændur meðal annars í mótmælaakstur til Þórshafnar og lögðu skítadreifurum framan við Lögþingið, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2 á dögunum. Þeir töldu frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin jörðum. Dæmi voru um að bændur hefðu upp á eigin spýtur hafið gjaldtöku af ferðamönnum en deilt hefur verið um hvort þeim væri slíkt heimilt. Upphaflegt frumvarp landsstjórnarinnar, um eitt aðgangsgjald ferðamanna að Færeyjum, hefði tekið fyrir slíka sérinnheimtu bænda. Ferðavinnufelagið, samtök ferðaþjónustunnar í Færeyjum, er mjög ósátt við breytingarnar á frumvarpinu. Félagið telur núgildandi löggjöf ekki leyfa jarðeigendum gjaldtöku en núna verði slíkar heimildir lögfestar. Þá segir Ferðavinnufelagið erfitt í framkvæmd að leyfa Færeyingum ókeypis aðgang en krefja gjald af erlendum ferðamönnum. Bændur höfðu sigur en mikla athygli vakti þegar þeir fóru í mótmælaakstur að Lögþinginu daginn sem mælt var fyrir frumvarpinu umdeilda. Hér ræða þeir við ráðherrann Høgna Hoydal.Kringvarp Færeyja Ennfremur sé óvissa um fyrir hverskonar þjónustu bændur megi rukka fyrir. Ferðavinnufelagið spyr hvort það dugi „að vera til taks” eða fyrir að ganga um stíga sem þegar séu til staðar, án þess að krafa sé gerð um að nokkuð sé lagt í þá. Þá sé óvíst hvað teljist „hæfilegt” gjald og hvort það dugi bóndanum að leggja tíu metra langan göngustíg til að rukka fyrir aðgang. Í umfjöllun atvinnumálanefndar Lögþingsins náðist samkomulag milli stjórnarmeirihlutans og Sambandsflokksins um 26 breytingar, sem í raun umbylta upphaflega frumvarpinu. Fólkaflokkurinn stóð einn að minnihlutaáliti en Jafnaðarflokkurinn, Þjóðveldi og Framsókn mynda landsstjórnina. Fór svo að breytingartillögurnar voru samþykktar með 21 atkvæði gegn 8 en þingmenn Fólkaflokksins greiddu allir atkvæði á móti. Frá Gásadal, eða Gæsadal, í Vogum.Egill Aðalsteinsson Gistináttagjaldinu er ætlað að renna í sjóð sem nýta á til endurbóta á ferðamannastöðum. Það verður lagt á alla gististaði, jafnt hótel, gistiheimili, heimagistingu og tjaldstæði. Frumvarpið er nú til þriðju og síðustu umræðu í Lögþinginu en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. október 2025. Færeyjar Ferðalög Skattar og tollar Norræna Landbúnaður Tengdar fréttir Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. 9. maí 2024 21:51 Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09 Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Bóndafelag Føroya og Føroya Óðalsfelag fagna stærsta sigrinum en með breytingum á frumvarpi landsstjórnarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem Lögþingið samþykkti eftir 2. umræðu á föstudag, er landeigendum veitt heimild til að heimta hæfilegt gjald af ferðamönnum, þó ekki af Færeyingum, fyrir að ganga um lönd þeirra. Skilyrt er að gjaldið sé fyrir veitta þjónustu, eins og fyrir leiðsögn eða bílastæði. Í baráttu sinni gegn frumvarpinu fóru bændur meðal annars í mótmælaakstur til Þórshafnar og lögðu skítadreifurum framan við Lögþingið, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2 á dögunum. Þeir töldu frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin jörðum. Dæmi voru um að bændur hefðu upp á eigin spýtur hafið gjaldtöku af ferðamönnum en deilt hefur verið um hvort þeim væri slíkt heimilt. Upphaflegt frumvarp landsstjórnarinnar, um eitt aðgangsgjald ferðamanna að Færeyjum, hefði tekið fyrir slíka sérinnheimtu bænda. Ferðavinnufelagið, samtök ferðaþjónustunnar í Færeyjum, er mjög ósátt við breytingarnar á frumvarpinu. Félagið telur núgildandi löggjöf ekki leyfa jarðeigendum gjaldtöku en núna verði slíkar heimildir lögfestar. Þá segir Ferðavinnufelagið erfitt í framkvæmd að leyfa Færeyingum ókeypis aðgang en krefja gjald af erlendum ferðamönnum. Bændur höfðu sigur en mikla athygli vakti þegar þeir fóru í mótmælaakstur að Lögþinginu daginn sem mælt var fyrir frumvarpinu umdeilda. Hér ræða þeir við ráðherrann Høgna Hoydal.Kringvarp Færeyja Ennfremur sé óvissa um fyrir hverskonar þjónustu bændur megi rukka fyrir. Ferðavinnufelagið spyr hvort það dugi „að vera til taks” eða fyrir að ganga um stíga sem þegar séu til staðar, án þess að krafa sé gerð um að nokkuð sé lagt í þá. Þá sé óvíst hvað teljist „hæfilegt” gjald og hvort það dugi bóndanum að leggja tíu metra langan göngustíg til að rukka fyrir aðgang. Í umfjöllun atvinnumálanefndar Lögþingsins náðist samkomulag milli stjórnarmeirihlutans og Sambandsflokksins um 26 breytingar, sem í raun umbylta upphaflega frumvarpinu. Fólkaflokkurinn stóð einn að minnihlutaáliti en Jafnaðarflokkurinn, Þjóðveldi og Framsókn mynda landsstjórnina. Fór svo að breytingartillögurnar voru samþykktar með 21 atkvæði gegn 8 en þingmenn Fólkaflokksins greiddu allir atkvæði á móti. Frá Gásadal, eða Gæsadal, í Vogum.Egill Aðalsteinsson Gistináttagjaldinu er ætlað að renna í sjóð sem nýta á til endurbóta á ferðamannastöðum. Það verður lagt á alla gististaði, jafnt hótel, gistiheimili, heimagistingu og tjaldstæði. Frumvarpið er nú til þriðju og síðustu umræðu í Lögþinginu en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. október 2025.
Færeyjar Ferðalög Skattar og tollar Norræna Landbúnaður Tengdar fréttir Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. 9. maí 2024 21:51 Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09 Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. 9. maí 2024 21:51
Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00
Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09
Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45