Þróttur lætur þríhyrninginn ekki af hendi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2024 15:32 Reitirnir þrír sem koma til greina fyrir unglingaskóla í Laugardalnum samkvæmt skóla- og frístundaráði borgarinnar. Þríhyrningurinn er sá appelsínuguli á myndinni. Aðalstjórn Þróttar segir tillögu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um byggingu unglingaskóla í Laugardal hafa komið félaginu í opna skjöldu. Ein af þremur mögulegum staðsetningum slíks skóla er á íþróttasvæði Þróttar sem þeir rauðu og hvítu segja ekki koma til greina. Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Í þeirri sviðsmynd er kveðið á um uppbyggingu unglingaskóla í Laugardalnum og koma þrjár lóðir til greina samkvæmt skýrslunni. Lóð nr. 1 í umræddri skýrslu er Þríhyrningurinn en sú lóð tilheyrir íþróttasvæði Þróttar samkvæmt samkomulagi félagsins við borgina frá 1996. Ekkert samráð „Í ljósi framangreinds hefur laganefnd Þróttar farið yfir samkomulag félagsins við borgina. Telur laganefndin ljóst að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins. Með samningi Þróttar og Reykjavíkurborgar frá 12. desember 1996, um flutning félagsins úr Sæviðarsundi yfir í Laugardal, lét Reykjavíkurborg Þrótti í té afnota af tilgreindum svæðum, þar á meðal svæðinu milli gervigrasvallar og Skautahallar, þ.e. Þríhyrningi. Samkvæmt samningnum skal Þróttur hafa afnot af þeim svæðum sem um ræðir svo lengi sem félagið starfar í Laugardal. Ekkert í samningi aðila heimilar Reykjavíkurborg einhliða að taka til sín svæði sem látin voru Þrótti í té. Þríhyrningurinn er því og verður hluti af íþróttasvæði Þróttar,“ segir í tilkynningu frá aðalstjórn Þróttar. Aðalstjórn áréttar að ekkert samráð hafi verið haft við félagið um umrædd áform borgarinnar og þau komið félaginu í opna skjöldu. „Það kemur ekki til greina af hálfu félagsins að gefa umrætt íþróttasvæði eftir enda gegnir það veigamiklu hlutverki í starfsemi þess. Þarna fara m.a. fram stórir viðburðir á borð við ReyCup og önnur knattspyrnumót sem gerir Þrótti kleift að halda rekstri sínum gangandi. Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð.“ Sér fyrir sér mikið rask á skólastarfi Alexandra Briem, fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði borgarinnar, sagði forsendur hafa breyst frá því fyrir einu og hálfu ári þegar lagt hafi verið upp með að byggja við skólana. Þegar kosturinn hafi verið skoðaður hafi fljótt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ sagði Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Reykjavík Þróttur Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Í þeirri sviðsmynd er kveðið á um uppbyggingu unglingaskóla í Laugardalnum og koma þrjár lóðir til greina samkvæmt skýrslunni. Lóð nr. 1 í umræddri skýrslu er Þríhyrningurinn en sú lóð tilheyrir íþróttasvæði Þróttar samkvæmt samkomulagi félagsins við borgina frá 1996. Ekkert samráð „Í ljósi framangreinds hefur laganefnd Þróttar farið yfir samkomulag félagsins við borgina. Telur laganefndin ljóst að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins. Með samningi Þróttar og Reykjavíkurborgar frá 12. desember 1996, um flutning félagsins úr Sæviðarsundi yfir í Laugardal, lét Reykjavíkurborg Þrótti í té afnota af tilgreindum svæðum, þar á meðal svæðinu milli gervigrasvallar og Skautahallar, þ.e. Þríhyrningi. Samkvæmt samningnum skal Þróttur hafa afnot af þeim svæðum sem um ræðir svo lengi sem félagið starfar í Laugardal. Ekkert í samningi aðila heimilar Reykjavíkurborg einhliða að taka til sín svæði sem látin voru Þrótti í té. Þríhyrningurinn er því og verður hluti af íþróttasvæði Þróttar,“ segir í tilkynningu frá aðalstjórn Þróttar. Aðalstjórn áréttar að ekkert samráð hafi verið haft við félagið um umrædd áform borgarinnar og þau komið félaginu í opna skjöldu. „Það kemur ekki til greina af hálfu félagsins að gefa umrætt íþróttasvæði eftir enda gegnir það veigamiklu hlutverki í starfsemi þess. Þarna fara m.a. fram stórir viðburðir á borð við ReyCup og önnur knattspyrnumót sem gerir Þrótti kleift að halda rekstri sínum gangandi. Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð.“ Sér fyrir sér mikið rask á skólastarfi Alexandra Briem, fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði borgarinnar, sagði forsendur hafa breyst frá því fyrir einu og hálfu ári þegar lagt hafi verið upp með að byggja við skólana. Þegar kosturinn hafi verið skoðaður hafi fljótt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ sagði Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Reykjavík Þróttur Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira