Tvenna Orra Steins dugði ekki og titilvonir FCK úr sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2024 19:35 Orri Steinn skilaði boltanum tvívegis í netið í dag en það dugði skammt. Ulrik Pedersen/Getty Images Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins. Fyrir leik var ljóst að FCK þurfti að vinna til að eiga enn möguleika á að verja titilinn. Gestirnir fögnuðu því vel og innilega þegar Orri Steinn kom FCK yfir í Árósum í kvöld. Það entist þó ekki lengi þar sem Mikael Neville Anderson lagði boltann á Mads Madsen aðeins tveimur mínútum síðar og staðan orðin 1-1. Madsen bætti svo við öðru marki sínu eftir tæpan hálftíma og fullkomnaði þrennu sína í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan 3-1 í hálfleik og titilvonir FCK svo gott sem úr sögunni. Orri Steinn minnkaði muninn þegar tíu mínútur lifðu leiks, hans 14. mark í öllum keppnum á leiktíðinni. Nær komust gestirnir hins vegar ekki og lokatölur 3-2 AGF í vil. Bæði Mikael og Orri Steinn spiluðu allan leikinn og Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK. Sæsonens sidste udekamp endte med den anden store skuffelse på stribe, da AGF trods en tidlig FCK-føring vandt 3-2. Dermed kan vi ikke længere forsvare DM-guldet fra i fjor og nu venter en uhyre vigtig kamp mod FCN søndag i Parken #fcklive https://t.co/4xqT2Pzwy2— F.C. København (@FCKobenhavn) May 21, 2024 Fyrir lokaumferð deildarinnar eru Bröndby og Midtjylland jöfn á toppnum með 62 stig. FCK er með 58 stig og Nordsjælland er sæti neðar með 57 stig. Þriðja sætið veitir þátttöku í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð en FCK og Nordsjælland mætast í lokaumferðinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að FCK þurfti að vinna til að eiga enn möguleika á að verja titilinn. Gestirnir fögnuðu því vel og innilega þegar Orri Steinn kom FCK yfir í Árósum í kvöld. Það entist þó ekki lengi þar sem Mikael Neville Anderson lagði boltann á Mads Madsen aðeins tveimur mínútum síðar og staðan orðin 1-1. Madsen bætti svo við öðru marki sínu eftir tæpan hálftíma og fullkomnaði þrennu sína í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan 3-1 í hálfleik og titilvonir FCK svo gott sem úr sögunni. Orri Steinn minnkaði muninn þegar tíu mínútur lifðu leiks, hans 14. mark í öllum keppnum á leiktíðinni. Nær komust gestirnir hins vegar ekki og lokatölur 3-2 AGF í vil. Bæði Mikael og Orri Steinn spiluðu allan leikinn og Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK. Sæsonens sidste udekamp endte med den anden store skuffelse på stribe, da AGF trods en tidlig FCK-føring vandt 3-2. Dermed kan vi ikke længere forsvare DM-guldet fra i fjor og nu venter en uhyre vigtig kamp mod FCN søndag i Parken #fcklive https://t.co/4xqT2Pzwy2— F.C. København (@FCKobenhavn) May 21, 2024 Fyrir lokaumferð deildarinnar eru Bröndby og Midtjylland jöfn á toppnum með 62 stig. FCK er með 58 stig og Nordsjælland er sæti neðar með 57 stig. Þriðja sætið veitir þátttöku í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð en FCK og Nordsjælland mætast í lokaumferðinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira