Olía á eld átaka Hópur fólks í Íslenska náttúruverndarsjóðnum skrifar 22. maí 2024 09:15 Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi. Um þá löggjöf segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra nú: „Greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur.“ Virðist ráðherrann vera búinn að steingleyma því að það var ríkisstjórn hennar sem setti lögin og mótaði það sem hún kallar nú réttilega óásættanlegt umhverfi. Ekki hlustað Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og fleiri vöruðum í umsögnum og frammi fyrir þingnefndum vorið 2019 við því að sú löggjöf um fiskeldi sem þá var til meðferðar á Alþingi yrði staðfest. Ekki var hlustað á okkur þá. Nú virðist leikurinn ætla að endurtaka sig Matvælaráðherra virðist vera harðákveðinn í því að gera sömu ömurlegu mistökin með því að keyra í gegn ný lög um sjókvíaeldi sem taka engan veginn á djúpstæðum vanda þessa mengandi og skaðlega iðnaðar. Í lagareldisfrumvarpinu, sem þrír ráðherrar VG hafa sett fingraför sín á: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen, skortir lágmarksvernd fyrir villta laxastofna, vistkerfi Íslands og velferð eldislaxanna.Það er óásættanlegt að sitja undir þeim öfugmælavísum sem ráðherrann hefur boðið upp á í viðtölum við fjölmiðla undanfarið þegar hún segir að frumvarpið sé til hagsbóta fyrir vistkerfið, umhverfið og verndun villta laxastofnsins. Ekkert af þessu er rétt. Vinnubrögð ráðuneytisfólks rannsóknarefni Vinnubrögðin við þetta frumvarp þriggja ráðherra VG eru út af fyrir sig orðin sérstakt rannsóknarefni. Starfsmenn Matvælaráðuneytsins ákváðu til dæmis að fella burt mikilvæg grundvallarákvæði um tímabindingu leyfa og viðurlög við því að þegar fyrirtækin láta eldislaxa sleppa. Var það gert á grundvelli lögfræðiálita sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk lögfræðistofurnar Lex og Logos til að vinna fyrir sig, Lét ráðuneytisfólkið þar undan þrýstingi SFS þrátt fyrir að hafa eigið lögfræðiálit, unnið fyrir ráðuneytið, sem beinlínis sýndi fram á að tímabinding leyfa væri skynsamleg og að styrkur lagagrundvöllur er fyrir rúmum viðurlögum stjórnvalda til að afturkalla rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Meðal lykilhöfunda frumvarpsins eru fyrrum framkvæmdastjóri SFS og fyrrum hagfræðingur hjá SFS, en nú starfsfólk í ráðuneytinu. Eftir að hafa orðið vitni að þessum vinnubrögðum er óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er að fela fólki, sem hefur mótast í starfi við sérhagsmunagæslu, að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum og það starfaði áður hjá. Stórslys Vissulega eru lögin sem nú gilda vond en að keyra í gegn þetta frumvarp væri stórslys. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunni eru 69 prósent þjóðarinnar andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um aðeins 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við þjóð sína að það taki ekki mark á þessum áhyggjum. Eina vitið er að draga frumvarpið til baka og vinna málið af þeirri virðingu sem lífríki og náttúra Íslands á skilið. Án grundvallarbreytinga er þetta frumvarp olía á eld átaka. Það mun heimila sjókvíaeldisfyrirtækjunum áfram að skaða lífríki og umhverfi landsins vegna skorts á grundvallarskilyrðum til verndar náttúrunni. Við vonum innilega að hlustað verði á varnaðarorð okkar í þetta skiptið. Fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Freyr Frostason, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Jón Kaldal, Lilja Einarsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir, Vala Árnadóttir og Örn Kjartansson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi. Um þá löggjöf segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra nú: „Greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur.“ Virðist ráðherrann vera búinn að steingleyma því að það var ríkisstjórn hennar sem setti lögin og mótaði það sem hún kallar nú réttilega óásættanlegt umhverfi. Ekki hlustað Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og fleiri vöruðum í umsögnum og frammi fyrir þingnefndum vorið 2019 við því að sú löggjöf um fiskeldi sem þá var til meðferðar á Alþingi yrði staðfest. Ekki var hlustað á okkur þá. Nú virðist leikurinn ætla að endurtaka sig Matvælaráðherra virðist vera harðákveðinn í því að gera sömu ömurlegu mistökin með því að keyra í gegn ný lög um sjókvíaeldi sem taka engan veginn á djúpstæðum vanda þessa mengandi og skaðlega iðnaðar. Í lagareldisfrumvarpinu, sem þrír ráðherrar VG hafa sett fingraför sín á: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen, skortir lágmarksvernd fyrir villta laxastofna, vistkerfi Íslands og velferð eldislaxanna.Það er óásættanlegt að sitja undir þeim öfugmælavísum sem ráðherrann hefur boðið upp á í viðtölum við fjölmiðla undanfarið þegar hún segir að frumvarpið sé til hagsbóta fyrir vistkerfið, umhverfið og verndun villta laxastofnsins. Ekkert af þessu er rétt. Vinnubrögð ráðuneytisfólks rannsóknarefni Vinnubrögðin við þetta frumvarp þriggja ráðherra VG eru út af fyrir sig orðin sérstakt rannsóknarefni. Starfsmenn Matvælaráðuneytsins ákváðu til dæmis að fella burt mikilvæg grundvallarákvæði um tímabindingu leyfa og viðurlög við því að þegar fyrirtækin láta eldislaxa sleppa. Var það gert á grundvelli lögfræðiálita sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk lögfræðistofurnar Lex og Logos til að vinna fyrir sig, Lét ráðuneytisfólkið þar undan þrýstingi SFS þrátt fyrir að hafa eigið lögfræðiálit, unnið fyrir ráðuneytið, sem beinlínis sýndi fram á að tímabinding leyfa væri skynsamleg og að styrkur lagagrundvöllur er fyrir rúmum viðurlögum stjórnvalda til að afturkalla rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Meðal lykilhöfunda frumvarpsins eru fyrrum framkvæmdastjóri SFS og fyrrum hagfræðingur hjá SFS, en nú starfsfólk í ráðuneytinu. Eftir að hafa orðið vitni að þessum vinnubrögðum er óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er að fela fólki, sem hefur mótast í starfi við sérhagsmunagæslu, að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum og það starfaði áður hjá. Stórslys Vissulega eru lögin sem nú gilda vond en að keyra í gegn þetta frumvarp væri stórslys. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunni eru 69 prósent þjóðarinnar andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um aðeins 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við þjóð sína að það taki ekki mark á þessum áhyggjum. Eina vitið er að draga frumvarpið til baka og vinna málið af þeirri virðingu sem lífríki og náttúra Íslands á skilið. Án grundvallarbreytinga er þetta frumvarp olía á eld átaka. Það mun heimila sjókvíaeldisfyrirtækjunum áfram að skaða lífríki og umhverfi landsins vegna skorts á grundvallarskilyrðum til verndar náttúrunni. Við vonum innilega að hlustað verði á varnaðarorð okkar í þetta skiptið. Fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Freyr Frostason, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Jón Kaldal, Lilja Einarsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir, Vala Árnadóttir og Örn Kjartansson.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar