Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2024 07:26 Israel Katz er utanríkisráðherra Ísraels. Hann segir Ísraela ekki munu bregðast við tíðindum morgunsins þegjandi og hljóðalaust. EPA Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. AFP greinir frá þessu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide tilkynntu á fréttamannafundi sínum í morgun að Noregur muni formlega viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki frá 28. maí. Sagði Støre þetta nauðsynlegt skref til að hægt sé að skapa frið í heimshlutanum og að svokölluð tveggja ríkja lausn væri besta leiðin til að ná fram friði. Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, greindu sömuleiðis frá því í morgun að Írlandi og Spánn muni bæði viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu frá 28. maí. Friður, réttlæti og stöðugleiki Sanchez tilkynnti um ákvörðunina í ræðu á spænska þinginu í morgun. Hann sagði ýmsar ástæður liggja að baki henni en að hægt væri að taka hana saman í þremur orðum - friður, réttlæti og stöðugleiki. „Við verðum að tryggja að tveggja ríkja lausn sé virt og það verða að koma til gagnkvæm öryggisábyrgð. Það er nauðsynlegt að aðilarnir tveir ræði saman um frið og af þeirri ástæðu viðurkennum við Palestínu,“ sagði Sanchez. Hann segir ákvörðunina ekki vera til stuðnings Hamas, heldur í friði og friðsamlegri sambúð. Harris sagðist í ræðu sinni sannfærður um að fleiri ríki komi til með að fylgja Írum, Norðmönnum og Spánverjum að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði ennfrefur að íbúar á Gasa þurfi nú að þola miklar þjáningar, harðræði og hungur. Skilaboð um að hryðjuverk borgi sig Eftir að tíðindin bárust í morgun sagðist Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, senda Írum og Norðmönnum skýr skilaboð. „Ísrael mun ekki bregðast við þessu þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú beðið ísraelsku sendiherrana í Noregi og Írlandi um að að koma heim til skrafs og ráðagerða,“ segir Katz. I have instructed the immediate recall of Israel’s ambassadors to Ireland and Norway for consultations in light of these countries' decisions to recognize a Palestinian state.I’m sending a clear and unequivocal message to Ireland and Norway: Israel will not remain silent in the…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 22, 2024 Þá segir hann ákvörðunina um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu senda Palestínumönnum skýr skilaboð um að hryðjuverk borgi sig. Í heildina hafa nú um 145 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ísland viðurkenndi sjálfstætt ríki Palestínu árið 2011 þar sem Palestína er viðurkennt sem fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Noregur Írland Spánn Tengdar fréttir Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
AFP greinir frá þessu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide tilkynntu á fréttamannafundi sínum í morgun að Noregur muni formlega viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki frá 28. maí. Sagði Støre þetta nauðsynlegt skref til að hægt sé að skapa frið í heimshlutanum og að svokölluð tveggja ríkja lausn væri besta leiðin til að ná fram friði. Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, greindu sömuleiðis frá því í morgun að Írlandi og Spánn muni bæði viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu frá 28. maí. Friður, réttlæti og stöðugleiki Sanchez tilkynnti um ákvörðunina í ræðu á spænska þinginu í morgun. Hann sagði ýmsar ástæður liggja að baki henni en að hægt væri að taka hana saman í þremur orðum - friður, réttlæti og stöðugleiki. „Við verðum að tryggja að tveggja ríkja lausn sé virt og það verða að koma til gagnkvæm öryggisábyrgð. Það er nauðsynlegt að aðilarnir tveir ræði saman um frið og af þeirri ástæðu viðurkennum við Palestínu,“ sagði Sanchez. Hann segir ákvörðunina ekki vera til stuðnings Hamas, heldur í friði og friðsamlegri sambúð. Harris sagðist í ræðu sinni sannfærður um að fleiri ríki komi til með að fylgja Írum, Norðmönnum og Spánverjum að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði ennfrefur að íbúar á Gasa þurfi nú að þola miklar þjáningar, harðræði og hungur. Skilaboð um að hryðjuverk borgi sig Eftir að tíðindin bárust í morgun sagðist Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, senda Írum og Norðmönnum skýr skilaboð. „Ísrael mun ekki bregðast við þessu þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú beðið ísraelsku sendiherrana í Noregi og Írlandi um að að koma heim til skrafs og ráðagerða,“ segir Katz. I have instructed the immediate recall of Israel’s ambassadors to Ireland and Norway for consultations in light of these countries' decisions to recognize a Palestinian state.I’m sending a clear and unequivocal message to Ireland and Norway: Israel will not remain silent in the…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 22, 2024 Þá segir hann ákvörðunina um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu senda Palestínumönnum skýr skilaboð um að hryðjuverk borgi sig. Í heildina hafa nú um 145 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ísland viðurkenndi sjálfstætt ríki Palestínu árið 2011 þar sem Palestína er viðurkennt sem fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Noregur Írland Spánn Tengdar fréttir Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13