Afhentu ráðherra 46 þúsund undirskriftir á eldislöxum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2024 21:00 Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. Vísir/Sigurjón Matvælaráðherra var í dag afhentar 46 þúsund undirskriftir gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Ráðherra vonast til þess að tekið verði tillit til undirskriftanna hjá atvinnuveganefnd. Afhendingin átti sér stað á Austurvelli og tóku Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, við undirskriftunum. Söfnunin hófst síðasta haust og á endanum bárust 46 þúsund undirskriftir frá bæði innlendum og erlendum einstaklingum. Þær voru prentaðar á pappamyndir af eldislaxi sem veiddist í á hér á landi í fyrra. Kafarar með tvo af fiskunum sem undirskriftirnar voru prentaðar á.Vísir/Sigurjón Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, vill að ráðherra virði vilja fólksins. „Það er í meðferð þetta umdeilda lagafrumvarp sem mun ákveða framtíð þessa iðnaðar. Það styttist í þinglok og ekki enn þá komin niðurstaða í málið þannig við vildum minna þau á hvað virkilega skiptir máli í þessu,“ segir Elvar. Taki skref í rétta átt Allur heimurinn sé að fylgjast með gangi mála hér á landi. „Spurningin er, ætlar Ísland að taka rétta ákvörðun í þessu og taka skref í rétta átt eða ætlum við að gera sömu mistök og aðrar þjóðir hafa gert,“ segir Elvar. Þingið og nefndin skoði málið Bjarkey segir sjókvíaeldisfrumvarpið nú á borði atvinnuveganefndar sem hún vonar til þess að líti til undirskriftanna þegar ákvörðun er tekin. „Ég hef bara fulla trú á nefndinni og að hún klári þetta mál vel núna fyrir vorið,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók nýlega við embætti matvælaráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Þetta eru ansi margar undirskriftir, 46 þúsund, hafa þær einhver áhrif? „Nú er það þingsins að segja til um. Nú er matvælaráðherra ekki lengur með þetta mál þannig nú er það nefndarinnar að fjalla um það.“ Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykjavík Fiskeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Afhendingin átti sér stað á Austurvelli og tóku Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, við undirskriftunum. Söfnunin hófst síðasta haust og á endanum bárust 46 þúsund undirskriftir frá bæði innlendum og erlendum einstaklingum. Þær voru prentaðar á pappamyndir af eldislaxi sem veiddist í á hér á landi í fyrra. Kafarar með tvo af fiskunum sem undirskriftirnar voru prentaðar á.Vísir/Sigurjón Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, vill að ráðherra virði vilja fólksins. „Það er í meðferð þetta umdeilda lagafrumvarp sem mun ákveða framtíð þessa iðnaðar. Það styttist í þinglok og ekki enn þá komin niðurstaða í málið þannig við vildum minna þau á hvað virkilega skiptir máli í þessu,“ segir Elvar. Taki skref í rétta átt Allur heimurinn sé að fylgjast með gangi mála hér á landi. „Spurningin er, ætlar Ísland að taka rétta ákvörðun í þessu og taka skref í rétta átt eða ætlum við að gera sömu mistök og aðrar þjóðir hafa gert,“ segir Elvar. Þingið og nefndin skoði málið Bjarkey segir sjókvíaeldisfrumvarpið nú á borði atvinnuveganefndar sem hún vonar til þess að líti til undirskriftanna þegar ákvörðun er tekin. „Ég hef bara fulla trú á nefndinni og að hún klári þetta mál vel núna fyrir vorið,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók nýlega við embætti matvælaráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Þetta eru ansi margar undirskriftir, 46 þúsund, hafa þær einhver áhrif? „Nú er það þingsins að segja til um. Nú er matvælaráðherra ekki lengur með þetta mál þannig nú er það nefndarinnar að fjalla um það.“
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykjavík Fiskeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira