Afhentu ráðherra 46 þúsund undirskriftir á eldislöxum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2024 21:00 Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. Vísir/Sigurjón Matvælaráðherra var í dag afhentar 46 þúsund undirskriftir gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Ráðherra vonast til þess að tekið verði tillit til undirskriftanna hjá atvinnuveganefnd. Afhendingin átti sér stað á Austurvelli og tóku Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, við undirskriftunum. Söfnunin hófst síðasta haust og á endanum bárust 46 þúsund undirskriftir frá bæði innlendum og erlendum einstaklingum. Þær voru prentaðar á pappamyndir af eldislaxi sem veiddist í á hér á landi í fyrra. Kafarar með tvo af fiskunum sem undirskriftirnar voru prentaðar á.Vísir/Sigurjón Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, vill að ráðherra virði vilja fólksins. „Það er í meðferð þetta umdeilda lagafrumvarp sem mun ákveða framtíð þessa iðnaðar. Það styttist í þinglok og ekki enn þá komin niðurstaða í málið þannig við vildum minna þau á hvað virkilega skiptir máli í þessu,“ segir Elvar. Taki skref í rétta átt Allur heimurinn sé að fylgjast með gangi mála hér á landi. „Spurningin er, ætlar Ísland að taka rétta ákvörðun í þessu og taka skref í rétta átt eða ætlum við að gera sömu mistök og aðrar þjóðir hafa gert,“ segir Elvar. Þingið og nefndin skoði málið Bjarkey segir sjókvíaeldisfrumvarpið nú á borði atvinnuveganefndar sem hún vonar til þess að líti til undirskriftanna þegar ákvörðun er tekin. „Ég hef bara fulla trú á nefndinni og að hún klári þetta mál vel núna fyrir vorið,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók nýlega við embætti matvælaráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Þetta eru ansi margar undirskriftir, 46 þúsund, hafa þær einhver áhrif? „Nú er það þingsins að segja til um. Nú er matvælaráðherra ekki lengur með þetta mál þannig nú er það nefndarinnar að fjalla um það.“ Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykjavík Fiskeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Afhendingin átti sér stað á Austurvelli og tóku Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, við undirskriftunum. Söfnunin hófst síðasta haust og á endanum bárust 46 þúsund undirskriftir frá bæði innlendum og erlendum einstaklingum. Þær voru prentaðar á pappamyndir af eldislaxi sem veiddist í á hér á landi í fyrra. Kafarar með tvo af fiskunum sem undirskriftirnar voru prentaðar á.Vísir/Sigurjón Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, vill að ráðherra virði vilja fólksins. „Það er í meðferð þetta umdeilda lagafrumvarp sem mun ákveða framtíð þessa iðnaðar. Það styttist í þinglok og ekki enn þá komin niðurstaða í málið þannig við vildum minna þau á hvað virkilega skiptir máli í þessu,“ segir Elvar. Taki skref í rétta átt Allur heimurinn sé að fylgjast með gangi mála hér á landi. „Spurningin er, ætlar Ísland að taka rétta ákvörðun í þessu og taka skref í rétta átt eða ætlum við að gera sömu mistök og aðrar þjóðir hafa gert,“ segir Elvar. Þingið og nefndin skoði málið Bjarkey segir sjókvíaeldisfrumvarpið nú á borði atvinnuveganefndar sem hún vonar til þess að líti til undirskriftanna þegar ákvörðun er tekin. „Ég hef bara fulla trú á nefndinni og að hún klári þetta mál vel núna fyrir vorið,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók nýlega við embætti matvælaráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Þetta eru ansi margar undirskriftir, 46 þúsund, hafa þær einhver áhrif? „Nú er það þingsins að segja til um. Nú er matvælaráðherra ekki lengur með þetta mál þannig nú er það nefndarinnar að fjalla um það.“
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykjavík Fiskeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira