Mættu ríðandi í skólann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2024 20:31 Þórunn Jónasdóttir skólastjóri Flóaskóla, ásamt þeim Benóný (t.v.) og Magnúsi Ögra, sem áttu hugmyndina að deginum, sem verður væntanlega hér eftir gerður að árlegum viðburði á vorin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólastarfið í Flóaskóla í Flóahreppi var brotið upp á skemmtilegan hátt í dag því nemendur og starfsmenn komu ríðandi í skólann á hestum sínum. Það var góð stemming í morgun þegar allir höfðu lagt á bak á bæjunum og héldu ríðandi í skólann á fákum sínum. Hugmyndin kom frá þeim Benóný Ágústssyni og Magnúsi Ögra Steindórssyni, nemendum. „Þetta er bara sniðugt og gaman að brjóta daginn upp með þessum hætti,” segir Benóný. Er Flóaskóli góður skóli? „Jú, jú, hann er helvíti góður,” segir Magnús Ögri. „Strákarnir komu og töluðu við mig en þeir eru í nemendaráði hjá okkur. Þeir töluðu við mig í haust og spurðu hvort það væri ekki möguleiki að koma á hesti í skólann einn dag og mér fannst það bara frábær hugmynd og svo þróaðist þetta svona og við gerðum þetta að fjölskyldudegi,” segir Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Komið ríðandi í skólann í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikill hestaáhugi í skólanum eða hvað? „Já, alveg hjá stórum hópi en það er náttúrulega mikið af hestum hér í Flóanum, mikið af góðum hestum,” segir Þórunn. Og krökkunum fannst frábært að mæta á hesti í skólann. „Mér finnst hestar eiginlega bestu dýrin, þeir eru uppáhalds dýrið mitt,” segir Sóley Lindsay, 8 ára og vinkona hennar, Lilja Reynisdóttir, 9 ára tók undir það með henni. Lilja var á merinni Golu en Sara var ekki viss með nafnið á hestinum sínum. En Flóaskóli, er það ekki frábær skóli? „Já, þetta er besti skólinn, sem við höfum verið í lífinu,” sögðu þær í kór. Vinkonurnar Sóley Lindsay (t.v.) og Lilja, sem segja Flóaskóla besta skóla, sem þær hafa verið í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn og einn afi tók líka þátt í reiðinni. „Ég dáist að skólastjóranum að taka svona vel í þessa hugmynd hjá strákunum og koma þessu í verk, það er alveg yndislegt,” segir Baldur Indriði Sveinsson á Litla Ármóti í Flóahreppi. Baldur Indriði Sveinsson, afi og bóndi á Litla Ármóti í Flóahreppi var hæstánægður með daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur bökuðu m.a. vöfflur í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Hestar Grunnskólar Dýr Skóla- og menntamál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Það var góð stemming í morgun þegar allir höfðu lagt á bak á bæjunum og héldu ríðandi í skólann á fákum sínum. Hugmyndin kom frá þeim Benóný Ágústssyni og Magnúsi Ögra Steindórssyni, nemendum. „Þetta er bara sniðugt og gaman að brjóta daginn upp með þessum hætti,” segir Benóný. Er Flóaskóli góður skóli? „Jú, jú, hann er helvíti góður,” segir Magnús Ögri. „Strákarnir komu og töluðu við mig en þeir eru í nemendaráði hjá okkur. Þeir töluðu við mig í haust og spurðu hvort það væri ekki möguleiki að koma á hesti í skólann einn dag og mér fannst það bara frábær hugmynd og svo þróaðist þetta svona og við gerðum þetta að fjölskyldudegi,” segir Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Komið ríðandi í skólann í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikill hestaáhugi í skólanum eða hvað? „Já, alveg hjá stórum hópi en það er náttúrulega mikið af hestum hér í Flóanum, mikið af góðum hestum,” segir Þórunn. Og krökkunum fannst frábært að mæta á hesti í skólann. „Mér finnst hestar eiginlega bestu dýrin, þeir eru uppáhalds dýrið mitt,” segir Sóley Lindsay, 8 ára og vinkona hennar, Lilja Reynisdóttir, 9 ára tók undir það með henni. Lilja var á merinni Golu en Sara var ekki viss með nafnið á hestinum sínum. En Flóaskóli, er það ekki frábær skóli? „Já, þetta er besti skólinn, sem við höfum verið í lífinu,” sögðu þær í kór. Vinkonurnar Sóley Lindsay (t.v.) og Lilja, sem segja Flóaskóla besta skóla, sem þær hafa verið í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn og einn afi tók líka þátt í reiðinni. „Ég dáist að skólastjóranum að taka svona vel í þessa hugmynd hjá strákunum og koma þessu í verk, það er alveg yndislegt,” segir Baldur Indriði Sveinsson á Litla Ármóti í Flóahreppi. Baldur Indriði Sveinsson, afi og bóndi á Litla Ármóti í Flóahreppi var hæstánægður með daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur bökuðu m.a. vöfflur í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Hestar Grunnskólar Dýr Skóla- og menntamál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira