Lífið

Nefnir nautin eftir þekktum ís­lenskum röppurum og Bent er alltaf með eitt­hvað vesen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ævar og rappararnir.
Ævar og rappararnir.

Það var ævintýraþráin og hvatvísin varð til þess þau Ása Sif og Ævar Austfjörð ákváðu nokkuð óvænt að gerast bændur, þá bæði komin yfir fertugt.

Á Hlemmiskeiði á Suðurlandi má segja að þau stundi afar tilraunakenndan búskap.

Fjallað var um þau í síðasta þætti af Sveitarómantík en þau una sér val á bænum.

Ævar fór yfir það í þættinum hvernig hann ákvað að nefna stærstu nautin í höfuðið á þekktum íslenskum röppurum

„Þetta er Birnir hérna, þetta ár Flóni og þetta er síðan Bent,“ segir Ævar og heldur áfram.

„Hann Bent er alltaf með eitthvað smá vesen. Ég er smeykur við það að snúa í hann baki.“

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Nefnir nautin eftir þekktum íslenskum röppurum og Bent er alltaf með eitthvað vesen





Fleiri fréttir

Sjá meira


×