Lögregla herðir leitina að karlmanni sem veitist að börnum Kolbeinn Tumi Daðason og Jakob Bjarnar skrifa 23. maí 2024 14:02 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir málið í forgangi hjá lögreglunni enda ómögulegt að hafa annað eins og þetta yfir höfði sér. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjögur tilvik þar sem karlmaður veittist að börnum í Hafnarfirði. Þetta segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Við erum á fullu að rannsaka þessi mál. Með auknu eftirliti, merktum og ómerktum bílum,“ segir Skúli. Hann segir að svona mál komi alltaf upp í gegnum tíðina, af og til og upplifun fólks og þá barna er misjöfn. „Við fáum allskonar tilkynningar um allskonar hluti en við erum ekki að tengja þetta við önnur svæði,“ segir Skúli en ekki liggur einu sinni fyrir hvort málin tengist en Vísir sagði af árás sem 12 ára stúlka varð fyrir í gær. Sú árás var af öðrum toga, þar kom maðurinn aftan að henni. „Þetta veldur óhug og við leggjum mikla áherslu á að upplýsa þetta. Um er að ræða forgangsmál og ekki gott að hafa þetta yfir höfði sér.“ Fyrsta málið átti sér á eða við Víðistaðatún í byrjun mánaðarins og tæpri viku síðar kom upp ámóta mál við Engidalsskóla. Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um karlmann við Lækinn nærri Lækjarskóla og hann sagður elta barn og bjóða því nammi. Og í gærmorgun veittist maður að stúlku á göngustíg á milli Miðvangs og Víðistaðaskóla, rétt utan þess svæðis sem öryggismyndavélar skólans ná til. „Málin hafa valdið áhyggjum, eðlilega, en lögreglan hefur aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna þeirra,“ segir í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér. Hún leggur áherslu á að tilkynnt sé um málin eins fljótt og verða má og þá í 112. „Slíkar tilkynningar eru ávallt teknar mjög alvarlega og hjálpa lögreglu að bregðast hratt við. Berist þær (tilkynningar) nokkrum klukkutímum eftir atvik, eða daginn eftir, torveldar það leitina að gerandanum. Að endingu er minnt á að betra er að hringja í lögregluna einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við erum á fullu að rannsaka þessi mál. Með auknu eftirliti, merktum og ómerktum bílum,“ segir Skúli. Hann segir að svona mál komi alltaf upp í gegnum tíðina, af og til og upplifun fólks og þá barna er misjöfn. „Við fáum allskonar tilkynningar um allskonar hluti en við erum ekki að tengja þetta við önnur svæði,“ segir Skúli en ekki liggur einu sinni fyrir hvort málin tengist en Vísir sagði af árás sem 12 ára stúlka varð fyrir í gær. Sú árás var af öðrum toga, þar kom maðurinn aftan að henni. „Þetta veldur óhug og við leggjum mikla áherslu á að upplýsa þetta. Um er að ræða forgangsmál og ekki gott að hafa þetta yfir höfði sér.“ Fyrsta málið átti sér á eða við Víðistaðatún í byrjun mánaðarins og tæpri viku síðar kom upp ámóta mál við Engidalsskóla. Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um karlmann við Lækinn nærri Lækjarskóla og hann sagður elta barn og bjóða því nammi. Og í gærmorgun veittist maður að stúlku á göngustíg á milli Miðvangs og Víðistaðaskóla, rétt utan þess svæðis sem öryggismyndavélar skólans ná til. „Málin hafa valdið áhyggjum, eðlilega, en lögreglan hefur aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna þeirra,“ segir í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér. Hún leggur áherslu á að tilkynnt sé um málin eins fljótt og verða má og þá í 112. „Slíkar tilkynningar eru ávallt teknar mjög alvarlega og hjálpa lögreglu að bregðast hratt við. Berist þær (tilkynningar) nokkrum klukkutímum eftir atvik, eða daginn eftir, torveldar það leitina að gerandanum. Að endingu er minnt á að betra er að hringja í lögregluna einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira