„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 21:13 Sigurður Reynaldsson forstjóri Hagkaups ræddi netverslun með áfengi. vísir Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. „Við höfum orðið vitni að því að Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að þetta sé bara löglegt. Svo höfum við horft á nokkurn fjölda verslana opna og gera sín viðskipti án þess að athugasemdir séu gerðar. Við tókum því þá ákvörðun að við gætum ekki setið og beðið endalaust, þetta virðist vera í þeim farvegi að þetta sé leyft. Við erum ekki fyrst til að ryðja brautina, kannski fyrst stórmarkaða,“ segir Sigurður sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Því stendur til að opnað verði fyrir netverslun með áfengi í næsta mánuði. Það hefur hins vegar verið í farvatninu ansi lengi. „Við höfum verið bjartsýn ansi lengi. Þegar við hönnuðum verslanir eins og í Smáralind fyrir sautján eða tuttugu árum, var miðað við að þar skyldu verða víndeildir og tókum frá pláss og fermetra í það. Enda hefur umræðan verið mjög nálægt því finnst okkur að þetta fari í gegn og verði heimilað.“ Milliskrefið sé hins vegar að starfrækja netverslanir. Því hafi verið ákveðið að taka stökkva á vagn netverslunar. Spurður út í lagalega óvissu sem umlykur netverslun með áfengi segir Sigurður: „Auðvitað er þetta pínu grátt, og því miður tala menn tvennum sögum með þetta. En þegar ráðherra segir að þetta sé löglegt veit maður ekki alveg hvern maður á að hlusta á. Við höfum verið í fararbroddi með nýjungar í þjónustu við neytendur og tekið marga slagi. Verslun okkar í Skeifunni var á sínum tíma árið 1972 til dæmis fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi sem fékk að selja mjólk. Hvort sem menn trúa því eða ekki.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af viðbrögðum almennings. „Við munum tryggja að þetta verði selt með ábyrgum hætti en auðveldi neytendum sporin,“ segir Sigurður að lokum. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Reykjavík síðdegis Netverslun með áfengi Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
„Við höfum orðið vitni að því að Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að þetta sé bara löglegt. Svo höfum við horft á nokkurn fjölda verslana opna og gera sín viðskipti án þess að athugasemdir séu gerðar. Við tókum því þá ákvörðun að við gætum ekki setið og beðið endalaust, þetta virðist vera í þeim farvegi að þetta sé leyft. Við erum ekki fyrst til að ryðja brautina, kannski fyrst stórmarkaða,“ segir Sigurður sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Því stendur til að opnað verði fyrir netverslun með áfengi í næsta mánuði. Það hefur hins vegar verið í farvatninu ansi lengi. „Við höfum verið bjartsýn ansi lengi. Þegar við hönnuðum verslanir eins og í Smáralind fyrir sautján eða tuttugu árum, var miðað við að þar skyldu verða víndeildir og tókum frá pláss og fermetra í það. Enda hefur umræðan verið mjög nálægt því finnst okkur að þetta fari í gegn og verði heimilað.“ Milliskrefið sé hins vegar að starfrækja netverslanir. Því hafi verið ákveðið að taka stökkva á vagn netverslunar. Spurður út í lagalega óvissu sem umlykur netverslun með áfengi segir Sigurður: „Auðvitað er þetta pínu grátt, og því miður tala menn tvennum sögum með þetta. En þegar ráðherra segir að þetta sé löglegt veit maður ekki alveg hvern maður á að hlusta á. Við höfum verið í fararbroddi með nýjungar í þjónustu við neytendur og tekið marga slagi. Verslun okkar í Skeifunni var á sínum tíma árið 1972 til dæmis fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi sem fékk að selja mjólk. Hvort sem menn trúa því eða ekki.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af viðbrögðum almennings. „Við munum tryggja að þetta verði selt með ábyrgum hætti en auðveldi neytendum sporin,“ segir Sigurður að lokum.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Reykjavík síðdegis Netverslun með áfengi Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira