„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 21:13 Sigurður Reynaldsson forstjóri Hagkaups ræddi netverslun með áfengi. vísir Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. „Við höfum orðið vitni að því að Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að þetta sé bara löglegt. Svo höfum við horft á nokkurn fjölda verslana opna og gera sín viðskipti án þess að athugasemdir séu gerðar. Við tókum því þá ákvörðun að við gætum ekki setið og beðið endalaust, þetta virðist vera í þeim farvegi að þetta sé leyft. Við erum ekki fyrst til að ryðja brautina, kannski fyrst stórmarkaða,“ segir Sigurður sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Því stendur til að opnað verði fyrir netverslun með áfengi í næsta mánuði. Það hefur hins vegar verið í farvatninu ansi lengi. „Við höfum verið bjartsýn ansi lengi. Þegar við hönnuðum verslanir eins og í Smáralind fyrir sautján eða tuttugu árum, var miðað við að þar skyldu verða víndeildir og tókum frá pláss og fermetra í það. Enda hefur umræðan verið mjög nálægt því finnst okkur að þetta fari í gegn og verði heimilað.“ Milliskrefið sé hins vegar að starfrækja netverslanir. Því hafi verið ákveðið að taka stökkva á vagn netverslunar. Spurður út í lagalega óvissu sem umlykur netverslun með áfengi segir Sigurður: „Auðvitað er þetta pínu grátt, og því miður tala menn tvennum sögum með þetta. En þegar ráðherra segir að þetta sé löglegt veit maður ekki alveg hvern maður á að hlusta á. Við höfum verið í fararbroddi með nýjungar í þjónustu við neytendur og tekið marga slagi. Verslun okkar í Skeifunni var á sínum tíma árið 1972 til dæmis fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi sem fékk að selja mjólk. Hvort sem menn trúa því eða ekki.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af viðbrögðum almennings. „Við munum tryggja að þetta verði selt með ábyrgum hætti en auðveldi neytendum sporin,“ segir Sigurður að lokum. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Reykjavík síðdegis Netverslun með áfengi Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
„Við höfum orðið vitni að því að Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að þetta sé bara löglegt. Svo höfum við horft á nokkurn fjölda verslana opna og gera sín viðskipti án þess að athugasemdir séu gerðar. Við tókum því þá ákvörðun að við gætum ekki setið og beðið endalaust, þetta virðist vera í þeim farvegi að þetta sé leyft. Við erum ekki fyrst til að ryðja brautina, kannski fyrst stórmarkaða,“ segir Sigurður sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Því stendur til að opnað verði fyrir netverslun með áfengi í næsta mánuði. Það hefur hins vegar verið í farvatninu ansi lengi. „Við höfum verið bjartsýn ansi lengi. Þegar við hönnuðum verslanir eins og í Smáralind fyrir sautján eða tuttugu árum, var miðað við að þar skyldu verða víndeildir og tókum frá pláss og fermetra í það. Enda hefur umræðan verið mjög nálægt því finnst okkur að þetta fari í gegn og verði heimilað.“ Milliskrefið sé hins vegar að starfrækja netverslanir. Því hafi verið ákveðið að taka stökkva á vagn netverslunar. Spurður út í lagalega óvissu sem umlykur netverslun með áfengi segir Sigurður: „Auðvitað er þetta pínu grátt, og því miður tala menn tvennum sögum með þetta. En þegar ráðherra segir að þetta sé löglegt veit maður ekki alveg hvern maður á að hlusta á. Við höfum verið í fararbroddi með nýjungar í þjónustu við neytendur og tekið marga slagi. Verslun okkar í Skeifunni var á sínum tíma árið 1972 til dæmis fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi sem fékk að selja mjólk. Hvort sem menn trúa því eða ekki.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af viðbrögðum almennings. „Við munum tryggja að þetta verði selt með ábyrgum hætti en auðveldi neytendum sporin,“ segir Sigurður að lokum.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Reykjavík síðdegis Netverslun með áfengi Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent