Alþingi slátrar jafnræðisreglunni Ólafur Stephensen skrifar 24. maí 2024 13:16 Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald. Í opinberri umræðu er þessum innflutningi oft stillt upp sem ógn við innlenda búvöruframleiðslu, en staðreyndin er þó sú að innlendir framleiðendur, einkum kjötafurðastöðvar, flytja inn drjúgan hluta tollkvótans. Frá ársbyrjun 2022 hafa innlendar afurðastöðvar, sláturhús og tengd fyrirtæki, flutt inn 90% tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB, 46% tollkvóta fyrir alifuglakjöt ræktað með hefðbundnum hætti og 24% nautakjötskvótans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, stór aðildarfélög Alþýðusambandins og fleiri samtök hafa bent á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar keppi við innflutningsfyrirtæki um tollkvótana. Með því að bjóða hátt í kvótana tryggja afurðastöðvarnar hlutdeild sína í innflutningnum, en stuðla jafnframt að hækkun á verði innfluttu vörunnar og þar með að því að hægt sé að halda uppi verði innlendrar framleiðslu, sem fær minni samkeppni fyrir vikið. Stjórnvöld hafa í engu sinnt ítrekuðum ábendingum um að með þessu sé innlendum framleiðendum í raun gert kleift að hindra þá samkeppni við sjálfa sig, sem tollkvótarnir áttu að skapa. Sumir undanþegnir refsingu, aðrir ekki Nú hefur ríkisvaldið þvert á móti bætt um betur, með því að veita kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum með nýlegum breytingum Alþingis á búvörulögum. Í bréfi matvælaráðuneytisins til atvinnuveganefndar þingsins 8. apríl sl. segist ráðuneytið meta það svo að undanþága afurðastöðvanna nái einnig til annars rekstrar þeirra en slátrunar og vinnslu kjötafurða, t.d. til innflutnings landbúnaðarafurða. Samráð afurðastöðvanna um tilboð í tollkvóta er þá líka undanþegið bannákvæðum samkeppnislaganna. Þetta þýðir að stjórnendur afurðastöðvanna geta átt með sér samráð um tilboð í tollkvóta til að tryggja sér enn stærri hluta af honum og hækka á honum verðið til að draga úr samkeppni innflutnings við eigin framleiðslu. Slíkt samráð hefði engar afleiðingar fyrir þá, af því að samkeppnislögin og refsiákvæði þeirra hafa verið tekin úr sambandi. Stjórnendur kjötinnflutningsfyrirtækja, sem eru ekki afurðastöðvar, mega hins vegar ekki hafa með sér slíkt samráð. Við slíku athæfi þeirra liggur allt að sex ára fangelsisrefsing, skv. tölulið d. í 41. grein a. í samkeppislögum. Jafnræðisreglan er formfesting á hornsteini allrar réttlætiskenndar. Í henni felst að sömu reglur eigi við um þá sem eru í sömu stöðu. Sérstaklega er jafnræðisreglan mikilvæg þegar kemur að því að ákveða hvaða háttsemi sé refsiverð í samfélagi okkar. Þegar ákveðið er að einum hópi fyrirtækja sé heimilt að fremja verknað sem öðrum væri refsað fyrir, við nákvæmlega sömu aðstæður, er almennri réttlætiskennd misboðið. Einmitt það hefur Alþingi gert með því að koma á ástandi, þar sem hópur stjórnenda fyrirtækja er undanþeginn refsingu fyrir brot, sem keppinautar þeirra á sama markaði geta fengið sekt eða sex ára fangelsi fyrir. Þetta er eitt af mörgum atriðum í hinni nýlegu breytingu á búvörulögunum sem gerir hana að ólögum, sem þarf að hnekkja eða draga til baka. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Alþingi Evrópusambandið Neytendur Atvinnurekendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald. Í opinberri umræðu er þessum innflutningi oft stillt upp sem ógn við innlenda búvöruframleiðslu, en staðreyndin er þó sú að innlendir framleiðendur, einkum kjötafurðastöðvar, flytja inn drjúgan hluta tollkvótans. Frá ársbyrjun 2022 hafa innlendar afurðastöðvar, sláturhús og tengd fyrirtæki, flutt inn 90% tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB, 46% tollkvóta fyrir alifuglakjöt ræktað með hefðbundnum hætti og 24% nautakjötskvótans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, stór aðildarfélög Alþýðusambandins og fleiri samtök hafa bent á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar keppi við innflutningsfyrirtæki um tollkvótana. Með því að bjóða hátt í kvótana tryggja afurðastöðvarnar hlutdeild sína í innflutningnum, en stuðla jafnframt að hækkun á verði innfluttu vörunnar og þar með að því að hægt sé að halda uppi verði innlendrar framleiðslu, sem fær minni samkeppni fyrir vikið. Stjórnvöld hafa í engu sinnt ítrekuðum ábendingum um að með þessu sé innlendum framleiðendum í raun gert kleift að hindra þá samkeppni við sjálfa sig, sem tollkvótarnir áttu að skapa. Sumir undanþegnir refsingu, aðrir ekki Nú hefur ríkisvaldið þvert á móti bætt um betur, með því að veita kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum með nýlegum breytingum Alþingis á búvörulögum. Í bréfi matvælaráðuneytisins til atvinnuveganefndar þingsins 8. apríl sl. segist ráðuneytið meta það svo að undanþága afurðastöðvanna nái einnig til annars rekstrar þeirra en slátrunar og vinnslu kjötafurða, t.d. til innflutnings landbúnaðarafurða. Samráð afurðastöðvanna um tilboð í tollkvóta er þá líka undanþegið bannákvæðum samkeppnislaganna. Þetta þýðir að stjórnendur afurðastöðvanna geta átt með sér samráð um tilboð í tollkvóta til að tryggja sér enn stærri hluta af honum og hækka á honum verðið til að draga úr samkeppni innflutnings við eigin framleiðslu. Slíkt samráð hefði engar afleiðingar fyrir þá, af því að samkeppnislögin og refsiákvæði þeirra hafa verið tekin úr sambandi. Stjórnendur kjötinnflutningsfyrirtækja, sem eru ekki afurðastöðvar, mega hins vegar ekki hafa með sér slíkt samráð. Við slíku athæfi þeirra liggur allt að sex ára fangelsisrefsing, skv. tölulið d. í 41. grein a. í samkeppislögum. Jafnræðisreglan er formfesting á hornsteini allrar réttlætiskenndar. Í henni felst að sömu reglur eigi við um þá sem eru í sömu stöðu. Sérstaklega er jafnræðisreglan mikilvæg þegar kemur að því að ákveða hvaða háttsemi sé refsiverð í samfélagi okkar. Þegar ákveðið er að einum hópi fyrirtækja sé heimilt að fremja verknað sem öðrum væri refsað fyrir, við nákvæmlega sömu aðstæður, er almennri réttlætiskennd misboðið. Einmitt það hefur Alþingi gert með því að koma á ástandi, þar sem hópur stjórnenda fyrirtækja er undanþeginn refsingu fyrir brot, sem keppinautar þeirra á sama markaði geta fengið sekt eða sex ára fangelsi fyrir. Þetta er eitt af mörgum atriðum í hinni nýlegu breytingu á búvörulögunum sem gerir hana að ólögum, sem þarf að hnekkja eða draga til baka. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar