Líklega síðasta veðurviðvörunin í bili Lovísa Arnardóttir skrifar 25. maí 2024 07:30 Það gæti orðið nokkuð hlýtt fyrir norðan í dag. Vísir/Arnar Lægð gærdagsins mjakast vestur til Grænlands og í leiðinni fjarlægast skilin landið. Núna í morgunsárið er enn nokkuð hvasst vestanlands en annars er vindur yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Enn er í gildi gul veðurviðvörun á Breiðafirði og Miðháheldi. Það gæti orðið vel hlýtt á norðausturlandi í dag. „Vindurinn er núna eiginlega alveg bundinn við Reykjanes og Snæfellsnes, annars er orðinn hægur vindur og mjög fínt veður,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir viðvörunina hanga inni á Snæfellsnesi því þar verði hvasst. Hér á höfuðborgarsvæðinu eigi að lægja hægt og rólega. Er þetta þá búið í bili? „Já, ég held það verði smá stund í það að það verði sendar aftur út viðvaranir. En það má samt hafa það í huga að þröskuldurinn á þessum árstíma er ofurlítið lægri vegna húsbíla og annarra sem eru komnir á ferðina. Það er þannig út ágúst og þá er mest verið að passa upp á þessa bíla, þeir taka á sig það mikinn vind og eru léttir. Þá er hægt að draga úr líkum á því að fólk stefni sér í voða. En þessi lægð, miðað við vindhraða, hefði alltaf orðið gul viðvörun.“ Allt að 20 stiga hiti Samkvæmt veðurspá verður svo í dag skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítils háttar væta suðaustanlands og að mestu léttskýjað norðaustantil. Lægðin bar með sér hlýtt loft og því er von á háum hitatölum, einkum þar sem sólar nýtur og ekki loku fyrir það skotið að hiti fara upp í 20 stig á Norðurlandi eystra. Á morgun er síðan útlit fyrir fremur hæga suðaustanátt með lítils háttar vætu eða stöku skúrum og hita á bilinu 8 til 16 stig en áfram bjart og hiti að 20 stigum norðaustanlands. Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, má sjá að víðast hvar á landinu er greiðfært en þó víða varað við slæmu ásigkomulagi vega. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast suðvestantil. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjart að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðvestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við suðurströndina. Lítilsháttar rigning á norðanverðu landinu, en bjart með köflum og skúrir á stöku stað sunnan heiða. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Líklega vestalæg eða breytileg átt með vætu, en þurrt austantil. Milt veður. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli rigningu, en þurrt að kalla norðaustantil. Veður Færð á vegum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Sjá meira
„Vindurinn er núna eiginlega alveg bundinn við Reykjanes og Snæfellsnes, annars er orðinn hægur vindur og mjög fínt veður,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir viðvörunina hanga inni á Snæfellsnesi því þar verði hvasst. Hér á höfuðborgarsvæðinu eigi að lægja hægt og rólega. Er þetta þá búið í bili? „Já, ég held það verði smá stund í það að það verði sendar aftur út viðvaranir. En það má samt hafa það í huga að þröskuldurinn á þessum árstíma er ofurlítið lægri vegna húsbíla og annarra sem eru komnir á ferðina. Það er þannig út ágúst og þá er mest verið að passa upp á þessa bíla, þeir taka á sig það mikinn vind og eru léttir. Þá er hægt að draga úr líkum á því að fólk stefni sér í voða. En þessi lægð, miðað við vindhraða, hefði alltaf orðið gul viðvörun.“ Allt að 20 stiga hiti Samkvæmt veðurspá verður svo í dag skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítils háttar væta suðaustanlands og að mestu léttskýjað norðaustantil. Lægðin bar með sér hlýtt loft og því er von á háum hitatölum, einkum þar sem sólar nýtur og ekki loku fyrir það skotið að hiti fara upp í 20 stig á Norðurlandi eystra. Á morgun er síðan útlit fyrir fremur hæga suðaustanátt með lítils háttar vætu eða stöku skúrum og hita á bilinu 8 til 16 stig en áfram bjart og hiti að 20 stigum norðaustanlands. Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, má sjá að víðast hvar á landinu er greiðfært en þó víða varað við slæmu ásigkomulagi vega. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast suðvestantil. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjart að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðvestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við suðurströndina. Lítilsháttar rigning á norðanverðu landinu, en bjart með köflum og skúrir á stöku stað sunnan heiða. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Líklega vestalæg eða breytileg átt með vætu, en þurrt austantil. Milt veður. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli rigningu, en þurrt að kalla norðaustantil.
Veður Færð á vegum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Sjá meira