Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2024 14:15 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, líst illa á innkomu Hagkaups á áfengismarkað. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Forsvarsmenn Hagkaups tilkynntu það í vikunni að í næsta mánuði muni viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. „Mér líst ekkert á það. Auðvitað hefur verið í umræðunni að hún er ólögleg eins og hún er og verið að reyna að ná utan um það. Að öðru leyti hef ég ekki kynnt mér þeirra áform,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Nokkur fyrirtæki stunda nú þegar slíka netsölu. Willum segir góðar ástæður til að verja rétt ÁTVR til einkasölu. „Nú verð ég auðvitað sem heilbrigðisráðherra að horfa á þetta út frá lýðheilsu og út frá stóra samhenginu. Við erum með einkasölu, ÁTVR, af ástæðu vegna þess að það þykir æskilegt form með þessa vandmeðförnu vöru í lýðheilsulegu tilliti og það ber að verja það,“ segir Willum. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu vel á netsölunni. Telurðu að það þurfi að fara í eitthvað átak? „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum og lögreglan fari í málið á þeim forsendum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna, lýsti sömuleiðis algerri andstöðu við áfengissölu Hagkaups í grein sem birtist á Vísi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki sammála kollegum sínum. „Það hefur verið mín skoðun að setja almennilega og skýra umgjörð um þessa innlendu netverslun með áfengi. Mér finnst mjög mikilvægt að halda því til haga að þessi starfsemi er nú þegar heimil í gegnum EES samninginn. Það á þá bara við um erlendar netverslanir og mér finnst það ótæk staða sem leiðir til mikils ójafnræðis á markaði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. „Bæði formaður Vinstri grænna og heilbrigðisráðherra hafa lýst sinni skoðun og ég held að það sé ekkert launungamál að þeirra flokkar hafa ekki verið hrifnir af þeirri hugmynd sem netsala er. Aftur á móti höfum við Sjálfstæðismenn talað fyrir meira frjálsræði á þessum markaði.“ Guðrún hefur boðað breytingar á áfengislögum en segir ólíklegt að frumvarp þess efnis verði tekið fyrir á Alþingi á þessum þingvetri. „Við þurfum að koma þessari starfsemi í betra horf.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verslun Netverslun með áfengi Matvöruverslun Tengdar fréttir Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups tilkynntu það í vikunni að í næsta mánuði muni viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. „Mér líst ekkert á það. Auðvitað hefur verið í umræðunni að hún er ólögleg eins og hún er og verið að reyna að ná utan um það. Að öðru leyti hef ég ekki kynnt mér þeirra áform,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Nokkur fyrirtæki stunda nú þegar slíka netsölu. Willum segir góðar ástæður til að verja rétt ÁTVR til einkasölu. „Nú verð ég auðvitað sem heilbrigðisráðherra að horfa á þetta út frá lýðheilsu og út frá stóra samhenginu. Við erum með einkasölu, ÁTVR, af ástæðu vegna þess að það þykir æskilegt form með þessa vandmeðförnu vöru í lýðheilsulegu tilliti og það ber að verja það,“ segir Willum. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu vel á netsölunni. Telurðu að það þurfi að fara í eitthvað átak? „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum og lögreglan fari í málið á þeim forsendum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna, lýsti sömuleiðis algerri andstöðu við áfengissölu Hagkaups í grein sem birtist á Vísi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki sammála kollegum sínum. „Það hefur verið mín skoðun að setja almennilega og skýra umgjörð um þessa innlendu netverslun með áfengi. Mér finnst mjög mikilvægt að halda því til haga að þessi starfsemi er nú þegar heimil í gegnum EES samninginn. Það á þá bara við um erlendar netverslanir og mér finnst það ótæk staða sem leiðir til mikils ójafnræðis á markaði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. „Bæði formaður Vinstri grænna og heilbrigðisráðherra hafa lýst sinni skoðun og ég held að það sé ekkert launungamál að þeirra flokkar hafa ekki verið hrifnir af þeirri hugmynd sem netsala er. Aftur á móti höfum við Sjálfstæðismenn talað fyrir meira frjálsræði á þessum markaði.“ Guðrún hefur boðað breytingar á áfengislögum en segir ólíklegt að frumvarp þess efnis verði tekið fyrir á Alþingi á þessum þingvetri. „Við þurfum að koma þessari starfsemi í betra horf.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verslun Netverslun með áfengi Matvöruverslun Tengdar fréttir Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30
„ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54
„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13