„Eins og að fara í ristilskoðun og svo beint til tannlæknis að láta rífa úr sér endajaxla“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. maí 2024 19:55 Arnar Gunnlaugs var líflegur. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var hæstánægður með 0-1 sigur sinna manna gegn ÍA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í hávaða roki upp á Skaga. „Þetta var eins og að fara í ristilskoðun og svo beint til tannlæknis að láta rífa úr sér endajaxla. Ég var að þjást mjög mikið á hliðarlínunni. Allir leikmenn reyndu sitt besta, en þetta voru bara hræðilegar aðstæður. Þú hefðir alveg eins getað hent um peningi til þess að fá úr því skorið hverjir myndu vilja þennan leik, en við vorum bara heppnari,“ sagði Arnar Gunnlaugsson beint eftir leik. Mark Víkinga kom úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Má segja að vítaspyrnudómurinn var umdeildur. Marko Vardic var sá brotlegi og virtist kippa Danijel Dejan Djuric niður, sem var í dauðafæri inn í markteig ÍA. Víti dæmt og Marko Vardic fékk að líta rauða spjaldið. En hvernig leit þetta út fyrir Arnari? „Þetta leit út frá hliðarlínunni eins og pjúra víti, en ég er búinn að sjá endursýninguna og þá er þetta soft. Ég get samt alveg skilið Ella [Erlend Eiríksson, dómara] að hafa dæmt þetta með hans sjónarhorn. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það að Danijel hafi verið að reyna að svindla, hann var bara að reyna að ná boltanum og gera eitthvað úr þessu. Þetta var svona frekar soft víti, ef ég á að segja alveg eins og er. Það var bara erfitt að dæma í þessum aðstæðum. Það voru alltaf einhver læti og svo var boltinn inni í teig og einhver var að detta og þess háttar og ég þekki mína menn á Skaganum, þeir mögnuðu upp hávaðann. Þannig að mér fannst dómarateymið mjög sterkir heilt yfir og að hlusta ekki mikið á stúkuna í dag.“ Aðspurður út í frammistöðu síns liðs í dag, þá hafði Arnar þetta að segja. „Bara frábærlega. Það er ekki hægt að spila fótbolta í svona, það er bara ekki hægt. Menn reyndu sitt besta og þetta snýst bara um hjarta og hugrekki og einhvern veginn að kreista fram sigur og ef ekki þá að reyna að kreista fram jafntefli, ef það hefðu verið bestu úrslitin í dag þá hefði ég verið mjög sáttur líka. Þetta er nógu erfiður útivöllur, ég þekki það sjálfur, ég hef spilað oft á þessum velli. Nógu erfiður útivöllur venjulega og svo bætirðu við einhverjum hundrað vindstigum og þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu. Þannig að koma héðan með sigur er bara frábært. Við unnum svipaðan sigur í fyrra út í Eyjum við svipaðar aðstæður, 1-0 sigur. Þetta eru bara sigrarnir sem að toppliðin þurfa að vinna.“ Næsti leikur Víkinga er gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Arnar telur það mikilvægt að hafa tekið öll þrjú stigin í dag, sérstaklega í ljósi þess hvaða leikur er fram undan hjá þeim. „Það er náttúrlega allt annar leikur, toppslagur. Það gæti nú eitthvað gerst á morgun gegn Fram og svo á Valur erfiðan leik í dag, það er gott að vera búnir að klára okkar leik þannig að maður getur farið í sófann og fylgst með hinum tveimur liðunum berjast um sín þrjú stig. Það er náttúrulega bara okkar El Clásico, Breiðablik á móti Víkingi. Okkur hlakkar til. Mér kvíðir ekki jafn mikið fyrir þeim leik eins og mér kveið fyrir þessum leik.“ Pablo Punyed og Aron Elís Þrándarson, lykilleikmenn Víkinga, voru ekki í hóp í dag vegna meiðsla. Verða þeir með gegn Breiðabliki? „Ég held að það séu mjög góðar líkur á að þeir verði með í þeim leik, allavegana ætla þeir að gera sitt allra besta til að reyna ná þeim leik. Læknateymið er að vinna hörðum höndum að því að gera þá klára. Ég á von á að þeir spili þann leik,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
„Þetta var eins og að fara í ristilskoðun og svo beint til tannlæknis að láta rífa úr sér endajaxla. Ég var að þjást mjög mikið á hliðarlínunni. Allir leikmenn reyndu sitt besta, en þetta voru bara hræðilegar aðstæður. Þú hefðir alveg eins getað hent um peningi til þess að fá úr því skorið hverjir myndu vilja þennan leik, en við vorum bara heppnari,“ sagði Arnar Gunnlaugsson beint eftir leik. Mark Víkinga kom úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Má segja að vítaspyrnudómurinn var umdeildur. Marko Vardic var sá brotlegi og virtist kippa Danijel Dejan Djuric niður, sem var í dauðafæri inn í markteig ÍA. Víti dæmt og Marko Vardic fékk að líta rauða spjaldið. En hvernig leit þetta út fyrir Arnari? „Þetta leit út frá hliðarlínunni eins og pjúra víti, en ég er búinn að sjá endursýninguna og þá er þetta soft. Ég get samt alveg skilið Ella [Erlend Eiríksson, dómara] að hafa dæmt þetta með hans sjónarhorn. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það að Danijel hafi verið að reyna að svindla, hann var bara að reyna að ná boltanum og gera eitthvað úr þessu. Þetta var svona frekar soft víti, ef ég á að segja alveg eins og er. Það var bara erfitt að dæma í þessum aðstæðum. Það voru alltaf einhver læti og svo var boltinn inni í teig og einhver var að detta og þess háttar og ég þekki mína menn á Skaganum, þeir mögnuðu upp hávaðann. Þannig að mér fannst dómarateymið mjög sterkir heilt yfir og að hlusta ekki mikið á stúkuna í dag.“ Aðspurður út í frammistöðu síns liðs í dag, þá hafði Arnar þetta að segja. „Bara frábærlega. Það er ekki hægt að spila fótbolta í svona, það er bara ekki hægt. Menn reyndu sitt besta og þetta snýst bara um hjarta og hugrekki og einhvern veginn að kreista fram sigur og ef ekki þá að reyna að kreista fram jafntefli, ef það hefðu verið bestu úrslitin í dag þá hefði ég verið mjög sáttur líka. Þetta er nógu erfiður útivöllur, ég þekki það sjálfur, ég hef spilað oft á þessum velli. Nógu erfiður útivöllur venjulega og svo bætirðu við einhverjum hundrað vindstigum og þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu. Þannig að koma héðan með sigur er bara frábært. Við unnum svipaðan sigur í fyrra út í Eyjum við svipaðar aðstæður, 1-0 sigur. Þetta eru bara sigrarnir sem að toppliðin þurfa að vinna.“ Næsti leikur Víkinga er gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Arnar telur það mikilvægt að hafa tekið öll þrjú stigin í dag, sérstaklega í ljósi þess hvaða leikur er fram undan hjá þeim. „Það er náttúrlega allt annar leikur, toppslagur. Það gæti nú eitthvað gerst á morgun gegn Fram og svo á Valur erfiðan leik í dag, það er gott að vera búnir að klára okkar leik þannig að maður getur farið í sófann og fylgst með hinum tveimur liðunum berjast um sín þrjú stig. Það er náttúrulega bara okkar El Clásico, Breiðablik á móti Víkingi. Okkur hlakkar til. Mér kvíðir ekki jafn mikið fyrir þeim leik eins og mér kveið fyrir þessum leik.“ Pablo Punyed og Aron Elís Þrándarson, lykilleikmenn Víkinga, voru ekki í hóp í dag vegna meiðsla. Verða þeir með gegn Breiðabliki? „Ég held að það séu mjög góðar líkur á að þeir verði með í þeim leik, allavegana ætla þeir að gera sitt allra besta til að reyna ná þeim leik. Læknateymið er að vinna hörðum höndum að því að gera þá klára. Ég á von á að þeir spili þann leik,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira