Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 17:01 Hanna Katrín segir að hægt sé að afnema ríkiseinokun með skýrum takmörkunum. Eyjólfur segir að það sé í raun búið að gera það með því að leyfa netsölu áfengis. Vísir/Ívar Fannar og Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. Það eru heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir og svo félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er nú kannski ekki nema von að aðrir séu í vafa með þetta,“ segir Hanna Katrín sem ræddi þessi áfengismál ásamt Eyjólfi Ármannssyni, þingmanni Flokks fólksins, á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Hanna Katrín segir sögulega hafa verið tekist á um ríkiseinokun ÁTVR og þá hafi verið tekist á um það hvort það ætti að hætta einokun, hvort það væri hægt að selja samhliða í Vínbúð og annars staðar eins og í sérvöru- eða matvöruverslunum. Hanna Katrín segir að hennar mati sé ríkiseinokun barn síns tíma. Það sé hægt að skrifa lög sem tryggi sölu í sérverslunum en það sé stærri biti að samþykkja að slík vara sé seld í matvöruverslunum. „Síðan breytast tímarnir og netverslun verður algeng,“ segir hún og að inn í umræðuna komi líka sjónarmið vegna EES-samninga. Það sé því komin tími til að skoða áfengislöggjöfina. Gera eins og Costco Hanna Katrín segist ekki sjá stóra frétt í því að Hagkaup ætli sér að koma inn á áfengissölumarkað. Costco hafi um nokkra hríð haft sama fyrirkomulag og Hagkaup ætli að hafa. Það sé pantað á netinu og svo sótt. Áfengið verði ekki inn í matvöruversluninni og það muni þurfa að skrá sig inn til að panta með rafrænum skilríkjum. Hanna Katrín segir áríðandi að íslensk áfengislöggjöf verði tekin til skoðunar og breytt þannig hún rúmi allar þær öru breytingar sem eigi sér stað í samfélaginu, með til dæmis tilkomu öflugrar netverslunar og breyttum viðskiptaháttum almennings sem breyttust mikið í heimsfaraldri Covid. Eyjólfur Ármannsson segir málið eitt það furðulegasta sem hann hafi upplifað eða fylgst með. Netsala með áfengi sé smásala og það sé verið að brjóta á áfengislöggjöfinni með augljósum hætti með netsölunni. Auk þess sé brotið á ákvæðum um auglýsingasölu daglega því á Facebook megi auglýsa áfengi. Það má ekki í íslenskum fjölmiðlum eða vefsíðum. „Þetta er stórundarlegt mál,“ segir Eyjólfur. Hann segir að það þurfi ekki að breyta neinum lögum heldur þurfi einfaldlega að virkja eftirlit og nýta þau ákvæði sem til eru í lögum til að tryggja að þeim sé fylgt. Hann segir að verið sé að blekkja Íslendinga með því að telja þeim í trú um að það sé einhver glufa í lögunum. Það sé ekki þannig. Ef það eigi að leyfa þessa sölu þá sé með því verið að afnema einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi. „Það er verið núna að afnema löggjöf, gildandi löggjöf, án aðkomu Alþingis. Það er ólýðræðislegt.“ Hægt að breyta með takmörkunum Hanna Katrín segir eina leið að taka þetta í litlum skrefum eins og var gert til dæmis þegar litlum framleiðendum var gert heimilt að selja sjálf sína vöru. Hún segir mögulegt að taka mörg lítil skref í átt að afnema ríkiseinokun en á sama tíma tryggja að gætt sé að lýðheilsusjónarmiðum. „Ég held að það að afnema ríkiseinokunina með mjög skýrum takmörkunum sé leiðin áfram.“ Við eigum ekki að líða lögbrot en við þurfum að vera sammála um það hvert lögbrotið er. Eyjólfur hefur beitt sér fyrir þessu máli í nefnd Alþingis. Hann segist hafa reynt að fá ríkissaksóknara en hún hafi ekki viljað koma. Fulltrúi lögreglunnar hafi komið á fund en sagt málið ekki í forgangi. Hann segir lögreglu ekki mega hundsa lögbrot en Hanna Katrín bendir á að mannekla er innan lögreglu og fjárskortur og önnur mál, eins og ofbeldisbrot, geti tekið forgang. Eyjólfur segir fjögur ár liðin frá því að slík netverslun hófst og ekkert hafi verið gert til að reyna að stöðva hana. „Þetta er algjörlega komið úr böndunum.“ Eyjólfur bendir á að samskonar mál hafi farið fyrir dómstóla í Svíþjóð og Danmörku. Í Svíþjóð hafi niðurstaðan verið sú að vöruafhendingin og lagerinn verði að vera erlendis. „Hérna er verið að afgreiða áfengi og afhenda innan 30 mínútna, á Íslandi,“ segir Eyjólfur og að þetta sé augljós brotastarfsemi. Ríkissaksóknari og lögregla þurfi að svara fyrir það að þau haf ekki brugðist við þessari starfsemi. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengisandur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. maí 2024 11:31 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Það eru heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir og svo félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er nú kannski ekki nema von að aðrir séu í vafa með þetta,“ segir Hanna Katrín sem ræddi þessi áfengismál ásamt Eyjólfi Ármannssyni, þingmanni Flokks fólksins, á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Hanna Katrín segir sögulega hafa verið tekist á um ríkiseinokun ÁTVR og þá hafi verið tekist á um það hvort það ætti að hætta einokun, hvort það væri hægt að selja samhliða í Vínbúð og annars staðar eins og í sérvöru- eða matvöruverslunum. Hanna Katrín segir að hennar mati sé ríkiseinokun barn síns tíma. Það sé hægt að skrifa lög sem tryggi sölu í sérverslunum en það sé stærri biti að samþykkja að slík vara sé seld í matvöruverslunum. „Síðan breytast tímarnir og netverslun verður algeng,“ segir hún og að inn í umræðuna komi líka sjónarmið vegna EES-samninga. Það sé því komin tími til að skoða áfengislöggjöfina. Gera eins og Costco Hanna Katrín segist ekki sjá stóra frétt í því að Hagkaup ætli sér að koma inn á áfengissölumarkað. Costco hafi um nokkra hríð haft sama fyrirkomulag og Hagkaup ætli að hafa. Það sé pantað á netinu og svo sótt. Áfengið verði ekki inn í matvöruversluninni og það muni þurfa að skrá sig inn til að panta með rafrænum skilríkjum. Hanna Katrín segir áríðandi að íslensk áfengislöggjöf verði tekin til skoðunar og breytt þannig hún rúmi allar þær öru breytingar sem eigi sér stað í samfélaginu, með til dæmis tilkomu öflugrar netverslunar og breyttum viðskiptaháttum almennings sem breyttust mikið í heimsfaraldri Covid. Eyjólfur Ármannsson segir málið eitt það furðulegasta sem hann hafi upplifað eða fylgst með. Netsala með áfengi sé smásala og það sé verið að brjóta á áfengislöggjöfinni með augljósum hætti með netsölunni. Auk þess sé brotið á ákvæðum um auglýsingasölu daglega því á Facebook megi auglýsa áfengi. Það má ekki í íslenskum fjölmiðlum eða vefsíðum. „Þetta er stórundarlegt mál,“ segir Eyjólfur. Hann segir að það þurfi ekki að breyta neinum lögum heldur þurfi einfaldlega að virkja eftirlit og nýta þau ákvæði sem til eru í lögum til að tryggja að þeim sé fylgt. Hann segir að verið sé að blekkja Íslendinga með því að telja þeim í trú um að það sé einhver glufa í lögunum. Það sé ekki þannig. Ef það eigi að leyfa þessa sölu þá sé með því verið að afnema einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi. „Það er verið núna að afnema löggjöf, gildandi löggjöf, án aðkomu Alþingis. Það er ólýðræðislegt.“ Hægt að breyta með takmörkunum Hanna Katrín segir eina leið að taka þetta í litlum skrefum eins og var gert til dæmis þegar litlum framleiðendum var gert heimilt að selja sjálf sína vöru. Hún segir mögulegt að taka mörg lítil skref í átt að afnema ríkiseinokun en á sama tíma tryggja að gætt sé að lýðheilsusjónarmiðum. „Ég held að það að afnema ríkiseinokunina með mjög skýrum takmörkunum sé leiðin áfram.“ Við eigum ekki að líða lögbrot en við þurfum að vera sammála um það hvert lögbrotið er. Eyjólfur hefur beitt sér fyrir þessu máli í nefnd Alþingis. Hann segist hafa reynt að fá ríkissaksóknara en hún hafi ekki viljað koma. Fulltrúi lögreglunnar hafi komið á fund en sagt málið ekki í forgangi. Hann segir lögreglu ekki mega hundsa lögbrot en Hanna Katrín bendir á að mannekla er innan lögreglu og fjárskortur og önnur mál, eins og ofbeldisbrot, geti tekið forgang. Eyjólfur segir fjögur ár liðin frá því að slík netverslun hófst og ekkert hafi verið gert til að reyna að stöðva hana. „Þetta er algjörlega komið úr böndunum.“ Eyjólfur bendir á að samskonar mál hafi farið fyrir dómstóla í Svíþjóð og Danmörku. Í Svíþjóð hafi niðurstaðan verið sú að vöruafhendingin og lagerinn verði að vera erlendis. „Hérna er verið að afgreiða áfengi og afhenda innan 30 mínútna, á Íslandi,“ segir Eyjólfur og að þetta sé augljós brotastarfsemi. Ríkissaksóknari og lögregla þurfi að svara fyrir það að þau haf ekki brugðist við þessari starfsemi.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengisandur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. maí 2024 11:31 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. maí 2024 11:31
„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent