Innlent

Ís­lendingurinn enn á sjúkra­húsi í Bangkok

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Vélin hrapaði tæpa tvo þúsund metra á aðeins þremur mínútum á leið sinni til Singapúr.
Vélin hrapaði tæpa tvo þúsund metra á aðeins þremur mínútum á leið sinni til Singapúr. AP/Sakchai Lalit

Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem sjúkrahúsið birti á Facebook í dag. Þriðjudaginn 21. maí lenti Boeing 777 flugvél Singapore Airlines í mikilli ókyrrð með þeim afleiðingum að einn farþegi lést og tugir slösuðust.

 

Auk þess þurfa margir farþegar eflaust að vinna úr andlegu áfalli. Flugvélinni var lent í Bangkok og 85 manns voru flutt á sjúkrahús.

Meðal þeirra sem voru um borð var íslenskur karlmaður á fertugsaldri. Hann var í vinnuferð á vegum Marels sem er með skrifstofur víða um heim, meðal annars í Singapúr.

Fimm eru á gjörgæslu en Íslendingurinn er ekki þeirra á meðal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×