Sverrir Ingi og félagar meistarar eftir ótrúlega lokaumferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 17:10 Sverirr Ingi er Danmerkurmeistari 2024. @fcmidtjylland Lokaumferð umspilsins um Danska meistaratitilinn í fótbolta fór fram í dag. Midtjylland stendur uppi sem Danmerkurmeistari eftir hreint út sagt ruglaða lokaumferð þar sem liðið lenti 2-0 undir og allt stefndi í að Bröndby yrði danskur meistari. Sverrir Ingi og félagar gerðu hvað þeir gátu til að kasta titlinum frá sér. Liðið kom hins vegar til baka í síðustu tveimur leikjum sínum – sem báðir enduðu 3-3 – og náði þar með að tryggja sér danska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020. Sverrir Ingi og félagar byrjuðu leik dagsins gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og bikarmeisturum Silkeborgar hins vegar skelfilega. Um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 0-2 og Silkeborg með öll völd á vellinum. Á sex mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk og á sama tíma var Bröndby óvænt að tapa gegn AGF. Silkeborg tókst að jafna metin í 3-3 og reyndust það lokatölur í Herning. Þar sem Bröndby tókst ekki að sigra AGF þá stendur Midtjylland uppi sem meistari en liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. VI HAR GJORT DET! 🏆#FCMSIF pic.twitter.com/q9x1pYnr1b— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 26, 2024 Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í hjarta varnar Midtjylland á meðan Stefán Teitur lék allan leikinn í liði Silkeborgar. Þá lék Mikael Neville Anderson 85 mínútur í liði AGF. FC Kaupmannahöfn endar í 3. sæti eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland á heimavelli í dag. Með sigri hefðu gestirnir getað stolið 3. sætinu en það veitir þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á komandi leiktíð. Orri Steinn Óskarsson lék allan leikinn sem fremsti maður hjá FCK á meðan Rúnar Alex Rúnarsson sat sem fastast á bekknum. Midtjylland vinnur mótið með 63 stig, Bröndby kemur þar á eftir með 62 stig, FCK með 59 og Nordsjælland með 58 stig. AGF er svo með 44 stig og Silkeborg aðeins 36 í 6. sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Sverrir Ingi og félagar gerðu hvað þeir gátu til að kasta titlinum frá sér. Liðið kom hins vegar til baka í síðustu tveimur leikjum sínum – sem báðir enduðu 3-3 – og náði þar með að tryggja sér danska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020. Sverrir Ingi og félagar byrjuðu leik dagsins gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og bikarmeisturum Silkeborgar hins vegar skelfilega. Um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 0-2 og Silkeborg með öll völd á vellinum. Á sex mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk og á sama tíma var Bröndby óvænt að tapa gegn AGF. Silkeborg tókst að jafna metin í 3-3 og reyndust það lokatölur í Herning. Þar sem Bröndby tókst ekki að sigra AGF þá stendur Midtjylland uppi sem meistari en liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. VI HAR GJORT DET! 🏆#FCMSIF pic.twitter.com/q9x1pYnr1b— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 26, 2024 Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í hjarta varnar Midtjylland á meðan Stefán Teitur lék allan leikinn í liði Silkeborgar. Þá lék Mikael Neville Anderson 85 mínútur í liði AGF. FC Kaupmannahöfn endar í 3. sæti eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland á heimavelli í dag. Með sigri hefðu gestirnir getað stolið 3. sætinu en það veitir þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á komandi leiktíð. Orri Steinn Óskarsson lék allan leikinn sem fremsti maður hjá FCK á meðan Rúnar Alex Rúnarsson sat sem fastast á bekknum. Midtjylland vinnur mótið með 63 stig, Bröndby kemur þar á eftir með 62 stig, FCK með 59 og Nordsjælland með 58 stig. AGF er svo með 44 stig og Silkeborg aðeins 36 í 6. sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira