„Svona eru íþróttir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. maí 2024 19:46 Hallgrímur hefur náð smá lit í sólinni í Garðabæ. Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. „Stjarnan unnu bara stórt og sanngjarnt. Þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum ekki vel. Byrjum leikinn á að vera alltof passívir og það er erfitt að vera komnir 2-0 undir eftir smá stund. Svo finnst mér við finna okkur aðeins í lok fyrri hálfleik og sköpum færi.“ sagði Hallgrímur um frammistöðuna eftir leik í samtal við Vísi og bætti við: „Hefðum getað skorað þarna í fyrri hálfleik þegar við erum einir á móti markmanni og fáum nokkur færi. Síðan byrjar seinni hálfleikur eins og sá fyrri, við fáum mark í andlitið snemma og eftir það er þetta bara erfitt. Þeir unnu sanngjarnt.“ Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og voru svo komnir í 2-0 með marki Emils Atlasonar eftir 10 mínútur rúmar. Hallgrímur samþykkti að þetta hefðu verið vonbrigði að mæta svona til leiks. „Þetta gefur orku fyrir þá. Það er 2-0 eftir tíu mínútur og við erum ekki byrjaðir. Erum alltof passívir, varnarlínan okkar stígur ekki upp og það er eins og við séum eitthvað slegnir. Eins og við þorum ekki að fara í þá og þeir bara nýttu sér það vel.“ sagði Hallgrímur Hversu mikið áhrif hefur svona stórt tap á andlegu hlið leikmanna KA. „Menn setjast núna uppí rútu og keyra norður. Verðum fúlir í hálftíma eða klukkutíma og svo byrjum við bara að tala saman. Við þurfum bara að sýna betri frammistöðu og við vitum að við getum það. Við áttum bara slakan leik en á sama tíma vil ég hrósa Stjörnunni, þeir voru frábærir. Þá fer þetta bara svona. Við höfum alveg lent í þessu áður, við höldum áfram. Eigum ÍA á heimavelli næst, þá lofa ég þér því að við mætum með alvöru hugarfar.“ Stjarnan vann KA einnig 4-0 á síðustu leiktíð og virðist vera sem Samsung völlurinn sé orðinn að grýlu fyrir Akureyringa. „Fyrir það held ég að við höfum unnið sex og tapað einum gegn Stjörnunni. Þetta eru tveir stórir skellir hér sem er vont en svona eru íþróttir. Áfram gakk.“Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Stjarnan unnu bara stórt og sanngjarnt. Þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum ekki vel. Byrjum leikinn á að vera alltof passívir og það er erfitt að vera komnir 2-0 undir eftir smá stund. Svo finnst mér við finna okkur aðeins í lok fyrri hálfleik og sköpum færi.“ sagði Hallgrímur um frammistöðuna eftir leik í samtal við Vísi og bætti við: „Hefðum getað skorað þarna í fyrri hálfleik þegar við erum einir á móti markmanni og fáum nokkur færi. Síðan byrjar seinni hálfleikur eins og sá fyrri, við fáum mark í andlitið snemma og eftir það er þetta bara erfitt. Þeir unnu sanngjarnt.“ Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og voru svo komnir í 2-0 með marki Emils Atlasonar eftir 10 mínútur rúmar. Hallgrímur samþykkti að þetta hefðu verið vonbrigði að mæta svona til leiks. „Þetta gefur orku fyrir þá. Það er 2-0 eftir tíu mínútur og við erum ekki byrjaðir. Erum alltof passívir, varnarlínan okkar stígur ekki upp og það er eins og við séum eitthvað slegnir. Eins og við þorum ekki að fara í þá og þeir bara nýttu sér það vel.“ sagði Hallgrímur Hversu mikið áhrif hefur svona stórt tap á andlegu hlið leikmanna KA. „Menn setjast núna uppí rútu og keyra norður. Verðum fúlir í hálftíma eða klukkutíma og svo byrjum við bara að tala saman. Við þurfum bara að sýna betri frammistöðu og við vitum að við getum það. Við áttum bara slakan leik en á sama tíma vil ég hrósa Stjörnunni, þeir voru frábærir. Þá fer þetta bara svona. Við höfum alveg lent í þessu áður, við höldum áfram. Eigum ÍA á heimavelli næst, þá lofa ég þér því að við mætum með alvöru hugarfar.“ Stjarnan vann KA einnig 4-0 á síðustu leiktíð og virðist vera sem Samsung völlurinn sé orðinn að grýlu fyrir Akureyringa. „Fyrir það held ég að við höfum unnið sex og tapað einum gegn Stjörnunni. Þetta eru tveir stórir skellir hér sem er vont en svona eru íþróttir. Áfram gakk.“Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira