N1-höllin tekur mest 2.500 manns og það verður hvert sæti, eða stæði, skipað á leiknum á miðvikudaginn.
Þetta er þriðja árið í röð sem oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla fer fram á Hlíðarenda. Árið 2022 vann Valur Tindastól en í fyrra náðu Stólarnir fram hefndum. Á miðvikudaginn geta Valsmenn svo unnið annan Íslandsmeistaratitilinn á þremur árum eða Grindvíkingar sinn fyrsta í ellefu ár.
Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Valur hefur unnið fimm af sex heimaleikjum sínum í úrslitakeppninni.
Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 á miðvikudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrir leik.