UEFA gæti fært United í Sambandsdeildina Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2024 17:00 United fékk sæti í Evrópudeildinni með bikarsigri helgarinnar. Michael Regan/Getty Image Yfirmenn hjá Ineos sem fer með stjórn Manchester United eftir kaup Jim Ratcliffe á stórum hluta í félaginu eru þess fullvissir að félagið geti keppt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Nice frá Frakklandi, sem einnig er í eigu Ineos, er í sömu keppni. Reglur UEFA segja til um að tvö lið með sömu stjórn megi ekki taka þátt í sömu keppni á vegum sambandsins. Manchester United vann sér inn keppnisrétt í Evrópudeildinni með sigrinum í ensku bikarkeppninni um helgina og Nice mun taka þátt í sömu keppni vegna lokastöðu sinnar í frönsku deildinni. Ineos, sem er í eigu Jim Ratcliffe, keypti tæplega 28 prósentu hlut í United í vor og fer með stjórn knattspyrnumála hjá félaginu. Ineos hefur átt Nice síðan 2019. Fjöldaeign sömu eignarhaldsfélaga á mismunandi knattspyrnuliðum hefur aukist mjög síðustu ár. Þetta hefur valdið vandræðum varðandi Evrópukeppnir en félögin sem við eiga þurfa þá að sýna UEFA skilmerkilega fram á að þeim sé ekki stýrt af sömu aðilum. Belgíska félagið Union Saint-Gilloise þurfti til að mynda að breyta sínum eigenda strúktúr í fyrra svo liðið mætti spila í Evrópudeildinni ásamt Brighton frá Englandi, en bæði eru í eigu Tony Bloom. Aston Villa frá Englandi og Vitoria Guimaraes lentu í því sama í Sambandsdeildinni síðasta sumar. Þá er útlit fyrir að City Football Group, sem á meirihluta í bæði Manchester City og Girona frá Spáni, muni þurfa að sýna frá á slíkt hið sama í sumar þar sem bæði félög verða í Meistaradeild Evrópu. Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía) Ineos mun þurfa að sanna fyrir UEFA í sumar að enga hagsmunaárekstra sé um að ræða milli félaganna tveggja. Ellegar mun Manchester United vera fært niður í Sambandsdeildina. Það er vegna þess að United lenti neðar í ensku úrvalsdeildinni, í 8. sæti, en Nice gerði í þeirri frönsku, í 5. sæti. Við erum meðvituð um stöðu beggja liða og erum í beinum samskiptum við UEFA. Við erum þess fullviss að við finnum leið fram á við þegar kemur að Evrópu á næstu leiktíð, hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir talsmanni Ineos. Evrópudeild UEFA UEFA Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Reglur UEFA segja til um að tvö lið með sömu stjórn megi ekki taka þátt í sömu keppni á vegum sambandsins. Manchester United vann sér inn keppnisrétt í Evrópudeildinni með sigrinum í ensku bikarkeppninni um helgina og Nice mun taka þátt í sömu keppni vegna lokastöðu sinnar í frönsku deildinni. Ineos, sem er í eigu Jim Ratcliffe, keypti tæplega 28 prósentu hlut í United í vor og fer með stjórn knattspyrnumála hjá félaginu. Ineos hefur átt Nice síðan 2019. Fjöldaeign sömu eignarhaldsfélaga á mismunandi knattspyrnuliðum hefur aukist mjög síðustu ár. Þetta hefur valdið vandræðum varðandi Evrópukeppnir en félögin sem við eiga þurfa þá að sýna UEFA skilmerkilega fram á að þeim sé ekki stýrt af sömu aðilum. Belgíska félagið Union Saint-Gilloise þurfti til að mynda að breyta sínum eigenda strúktúr í fyrra svo liðið mætti spila í Evrópudeildinni ásamt Brighton frá Englandi, en bæði eru í eigu Tony Bloom. Aston Villa frá Englandi og Vitoria Guimaraes lentu í því sama í Sambandsdeildinni síðasta sumar. Þá er útlit fyrir að City Football Group, sem á meirihluta í bæði Manchester City og Girona frá Spáni, muni þurfa að sýna frá á slíkt hið sama í sumar þar sem bæði félög verða í Meistaradeild Evrópu. Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía) Ineos mun þurfa að sanna fyrir UEFA í sumar að enga hagsmunaárekstra sé um að ræða milli félaganna tveggja. Ellegar mun Manchester United vera fært niður í Sambandsdeildina. Það er vegna þess að United lenti neðar í ensku úrvalsdeildinni, í 8. sæti, en Nice gerði í þeirri frönsku, í 5. sæti. Við erum meðvituð um stöðu beggja liða og erum í beinum samskiptum við UEFA. Við erum þess fullviss að við finnum leið fram á við þegar kemur að Evrópu á næstu leiktíð, hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir talsmanni Ineos.
Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía)
Evrópudeild UEFA UEFA Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira