Varðmenn valdsins Sandra B. Franks skrifar 29. maí 2024 08:15 Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum. Frambjóðandi sá er vissulega frambærilegur og kemur vel fyrir. Hins vegar vill svo til, að þessi frambjóðandi var forsætisráðherra í fyrradag! Og nú vill ráðherrann komast á forsetastól með stuðningi valdsmanna og „fyrrum“ ríkisstjórnar og eftir fáeinar vikur stimpla lagafrumvörp sömu ríkisstjórnar. Eftir einhverja mánuði verður það svo hlutverk frambjóðandans að hlutast til um næstu stjórnarmyndun. Orðið „armslengd“ kemur ekki fyrst upp í hugann í þessu samhengi. Svo mjög er valdsmönnum hugað um að tryggja kjör síns frambjóðanda, að til starfa voru kallaðir dráttarklárar „Flokksvélarinnar“, sem leggja hart að flokkshollum að styðja „þeirra kandídat“, svo undarlegt sem það kann að virðast, með hliðsjón af pólitískri grunngerð frambjóðandans. Þessu hefur síðan fylgt ófrægingar- og smjörklípuherferð í miðlum Morgunblaðsins, gegn frambjóðendum sem valdsmönnum þykja vera það frakkir að ryðjast fram á sviðið og ætla sér að „stela völdum“ eða heiðri frá „establishmentinu“. Samhliða því heldur Morgunblaðið upp vörnum fyrir frambjóðanda sinn, sem er sagður hafa mátt þola ómaklega gagnrýni. Mögulega er eitthvað til í því. Hins vegar þarf ekki djúpt innsæi til að sjá í hendi sér að slík gagnrýni er varla meiri en við mátti búast fyrir frambjóðanda í slíkri stöðu. Gagnrýnin á líklega helst rætur hjá fólki sem áður studdi frambjóðandann og kaus viðeigandi flokk, en finnst það nú svikið og prinsippin horfin. Óþægur ljár í þúfu? Sá frambjóðandi sem valdsmenn reyna einkum að sverta með atbeina Morgunblaðsins er hin skelegga Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Í fljótu bragði verður ekki auðséð hvað það er sem valdsmenn óttast svo mjög við framboð hennar, því völd forseta eru takmörkuð. En forseti hefur mikilvæga rödd, og vera má að valdsmenn séu uggandi yfir því, að nái Halla Hrund kjöri, þá kunni hún að enduróma rödd almennings í vissum málaflokkum, ekki síst í orku- og auðlindamálum, sem eru henni hugleikin. Kannski óttast valdsmenn þá staðreynd, að hún hefur tjáð sig um að ekki væri óeðlilegt að almenningur og smærri fyrirtæki, ekki síst á landsbyggðinni, hefðu forgang þegar kemur að raforkudreifingu, í stað þess að mæta afgangi og stóriðnaður sitji í öndvegi. Varla kemur á óvart að talsmenn iðnjöfra eru mótfallnir slíkum hugmyndum. Halla Hrund hefur einnig látið í það skína, að hún sé ekki hrifin af því að heilu eða hálfu hrepparnir verði þaktir með vindmyllum og telur ráðlegt að fara hægt í slíka uppbyggingu. Auk þess hefur hún viðrað áhyggjur af lagareldi og langtímaleyfisveitingum því tengdu, svo eitthvað sé nefnt sem valdsmenn kynnu að óttast. Valdsmenn hafa kannski áhyggjur af því að Halla Hrund kunni að vera mótfallin frekari virkjunum og hafa vænt Orkustofnun um að tefja fyrir framgangi virkjunarmála. Staðreyndin er þó sú, að það eru kærumál sem valdið hafa töfum, en ekki Orkustofnun. Halla Hrund er hreint ekki mótfallin virkjanaáformum. Hún hefur hins vegar sagt, að við nýtingu auðlinda þurfi fyrst og fremst að horfa til sjálfbærni, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, fallvötn eða landið sjálft, sem er jú ein helsta auðlind okkar nú á tímum. Eins hefur hún bent á langtímahættu sem kann að fylgja sölu jarða, sér í lagi til erlendra aðila, þar sem því fylgi jafnframt áhætta á framsali meðfylgjandi auðlinda úr landi, m.a. vatni, vindi og varma. Vera má að valdsmenn hugsi sér gott til glóðar með sölu á Landsvirkjun í framtíðinni og þar með virkjunum okkar, en Halla Hrund hefur nefnt það sem klárt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Verðugur fulltrúi almennings Halla Hrund heldur göngu sinni áfram vonglöð og ótrauð, sem fulltrúi almennings, en ekki valdastéttar. Mín skoðun er sú, að þessu sérstaka embætti eigi helst að gegna einstaklingur sem ekki er brenndur af argaþrasi pólitískrar fortíðar, hvað þá nútíðar, með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem hafa gefið sig að stjórnmálum. Ég treysti Höllu Hrund fyllilega til að taka erfiðar ákvarðanir, ef til þess kæmi, sér í lagi ef þær varða fullveldi, fjöregg okkar og framtíðarmöguleika. Hún er vel gerð, hefur einkar góða nærveru og á auðvelt með að hrífa fólk með sér. Hún er kannski ekki jafn slípaður „órator“ og sumir frambjóðenda, sem staðið hafa í ræðupúltum í áratugi. Hún er þó að styrkjast í þeirri íþrótt dag frá degi. Orsök uppgangs Höllu Hrundar undanfarið er öðru fremur sú, að fólk hefur skynjað að þar er á ferðinni hæf, hugdjörf, eljusöm og viðfelldin manneskja, með jákvætt erindi, hreinan skjöld og bjarta áru, kona sem er hugað um auðlindir okkar og vill af einlægni gera löndum sínum gagn með jákvæðum og uppbyggilegum boðskap og gjörðum. Ég veit úr hverju hún er gerð og þess vegna styð ég hana heilshugar og skora á kjósendur úr öllum stéttum að veita henni brautargengi. Fólkið kýs forsetann, en ekki valdastéttin! Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sandra B. Franks Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum. Frambjóðandi sá er vissulega frambærilegur og kemur vel fyrir. Hins vegar vill svo til, að þessi frambjóðandi var forsætisráðherra í fyrradag! Og nú vill ráðherrann komast á forsetastól með stuðningi valdsmanna og „fyrrum“ ríkisstjórnar og eftir fáeinar vikur stimpla lagafrumvörp sömu ríkisstjórnar. Eftir einhverja mánuði verður það svo hlutverk frambjóðandans að hlutast til um næstu stjórnarmyndun. Orðið „armslengd“ kemur ekki fyrst upp í hugann í þessu samhengi. Svo mjög er valdsmönnum hugað um að tryggja kjör síns frambjóðanda, að til starfa voru kallaðir dráttarklárar „Flokksvélarinnar“, sem leggja hart að flokkshollum að styðja „þeirra kandídat“, svo undarlegt sem það kann að virðast, með hliðsjón af pólitískri grunngerð frambjóðandans. Þessu hefur síðan fylgt ófrægingar- og smjörklípuherferð í miðlum Morgunblaðsins, gegn frambjóðendum sem valdsmönnum þykja vera það frakkir að ryðjast fram á sviðið og ætla sér að „stela völdum“ eða heiðri frá „establishmentinu“. Samhliða því heldur Morgunblaðið upp vörnum fyrir frambjóðanda sinn, sem er sagður hafa mátt þola ómaklega gagnrýni. Mögulega er eitthvað til í því. Hins vegar þarf ekki djúpt innsæi til að sjá í hendi sér að slík gagnrýni er varla meiri en við mátti búast fyrir frambjóðanda í slíkri stöðu. Gagnrýnin á líklega helst rætur hjá fólki sem áður studdi frambjóðandann og kaus viðeigandi flokk, en finnst það nú svikið og prinsippin horfin. Óþægur ljár í þúfu? Sá frambjóðandi sem valdsmenn reyna einkum að sverta með atbeina Morgunblaðsins er hin skelegga Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Í fljótu bragði verður ekki auðséð hvað það er sem valdsmenn óttast svo mjög við framboð hennar, því völd forseta eru takmörkuð. En forseti hefur mikilvæga rödd, og vera má að valdsmenn séu uggandi yfir því, að nái Halla Hrund kjöri, þá kunni hún að enduróma rödd almennings í vissum málaflokkum, ekki síst í orku- og auðlindamálum, sem eru henni hugleikin. Kannski óttast valdsmenn þá staðreynd, að hún hefur tjáð sig um að ekki væri óeðlilegt að almenningur og smærri fyrirtæki, ekki síst á landsbyggðinni, hefðu forgang þegar kemur að raforkudreifingu, í stað þess að mæta afgangi og stóriðnaður sitji í öndvegi. Varla kemur á óvart að talsmenn iðnjöfra eru mótfallnir slíkum hugmyndum. Halla Hrund hefur einnig látið í það skína, að hún sé ekki hrifin af því að heilu eða hálfu hrepparnir verði þaktir með vindmyllum og telur ráðlegt að fara hægt í slíka uppbyggingu. Auk þess hefur hún viðrað áhyggjur af lagareldi og langtímaleyfisveitingum því tengdu, svo eitthvað sé nefnt sem valdsmenn kynnu að óttast. Valdsmenn hafa kannski áhyggjur af því að Halla Hrund kunni að vera mótfallin frekari virkjunum og hafa vænt Orkustofnun um að tefja fyrir framgangi virkjunarmála. Staðreyndin er þó sú, að það eru kærumál sem valdið hafa töfum, en ekki Orkustofnun. Halla Hrund er hreint ekki mótfallin virkjanaáformum. Hún hefur hins vegar sagt, að við nýtingu auðlinda þurfi fyrst og fremst að horfa til sjálfbærni, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, fallvötn eða landið sjálft, sem er jú ein helsta auðlind okkar nú á tímum. Eins hefur hún bent á langtímahættu sem kann að fylgja sölu jarða, sér í lagi til erlendra aðila, þar sem því fylgi jafnframt áhætta á framsali meðfylgjandi auðlinda úr landi, m.a. vatni, vindi og varma. Vera má að valdsmenn hugsi sér gott til glóðar með sölu á Landsvirkjun í framtíðinni og þar með virkjunum okkar, en Halla Hrund hefur nefnt það sem klárt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Verðugur fulltrúi almennings Halla Hrund heldur göngu sinni áfram vonglöð og ótrauð, sem fulltrúi almennings, en ekki valdastéttar. Mín skoðun er sú, að þessu sérstaka embætti eigi helst að gegna einstaklingur sem ekki er brenndur af argaþrasi pólitískrar fortíðar, hvað þá nútíðar, með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem hafa gefið sig að stjórnmálum. Ég treysti Höllu Hrund fyllilega til að taka erfiðar ákvarðanir, ef til þess kæmi, sér í lagi ef þær varða fullveldi, fjöregg okkar og framtíðarmöguleika. Hún er vel gerð, hefur einkar góða nærveru og á auðvelt með að hrífa fólk með sér. Hún er kannski ekki jafn slípaður „órator“ og sumir frambjóðenda, sem staðið hafa í ræðupúltum í áratugi. Hún er þó að styrkjast í þeirri íþrótt dag frá degi. Orsök uppgangs Höllu Hrundar undanfarið er öðru fremur sú, að fólk hefur skynjað að þar er á ferðinni hæf, hugdjörf, eljusöm og viðfelldin manneskja, með jákvætt erindi, hreinan skjöld og bjarta áru, kona sem er hugað um auðlindir okkar og vill af einlægni gera löndum sínum gagn með jákvæðum og uppbyggilegum boðskap og gjörðum. Ég veit úr hverju hún er gerð og þess vegna styð ég hana heilshugar og skora á kjósendur úr öllum stéttum að veita henni brautargengi. Fólkið kýs forsetann, en ekki valdastéttin! Höfundur er stjórnmálafræðingur
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun