„Þetta verður bara stríð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 09:01 Kristófer Acox í baráttunni við Grindvíkinginn DeAndre Kane í síðasta leik. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox er að fara spila oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliða Valsmanna um leikinn við Grindavík sem fer fram í kvöld fyrir framan troðfullan Hlíðarenda. Valsmenn gátu tryggt sér titilinn í Smáranum á sunnudaginn en misstu leikinn frá sér í blálokin. „Tilfinningin var mjög súr. Við vorum kannski ekki alveg með unnin leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Nú er maður búinn að horfa á þetta aftur og miðað við okkar spilamennsku í þeim leik þá áttum við ekkert skilið að lyfta titlunum miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Kristófer Acox. Ætla að sýna sitt rétta andlit „Við vissum það að ef við spilum ekki góðan leik og sýnum okkar bestu frammistöðu þá er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Grindavíkurlið,“ sagði Kristófer, „Eftir svona slaka frammistöðu þá held ég að við viljum sýna okkar rétta andlit á heimavelli og lyfta bikarnum þar,“ sagði Kristófer. Það hefur reynt verulega á Valsmenn í þessari úrslitakeppni en hvernig er skrokkurinn á Kristófer eftir alla þessa leiki? Kristófer Acox er algjör lykilmaður í Valsliðinu á báðum endum vallarins.Vísir/Anton Brink „Hann er bara á síðustu metrunum eins og hjá öllum öðrum. Það er búið að vera mikið líkamlegt áreiti, sérstaklega í Hattar- og Njarðvíkurseríunum. Það er búið að vera mikið af leikjum og auðvitað stutt á milli leikja í þessu öllu saman. Maður kemst áfram á adrenalíninu og geðveikinni,“ sagði Kristófer. Næstu vikur verða helvíti „Það er aldrei auðvelt að vinna titil og maður veit það þegar maður fer inn í úrslitakeppni að næstu vikur verða helvíti. Það er líka mikið áreiti andlega. Það þarf að halda sér góðum bæði líkamlega og andlega í þessu öllu saman. Liðið sem nær að vera sterkast þar nær að lyfta titlinum,“ sagði Kristófer. Eru margir að biðja hann um miða á leikinn? „Já svolítið mikið. Það er líka ótrúlegasta fólk sem biður um miða. Þetta hefur verið svona síðustu tvö ár. Þetta er þriðji oddaleikurinn í röð sem ég er að spila um titil. Þá vilja allir koma á þennan leik fimm í Valsheimilinu,“ sagði Kristófer. Kristófer ræðir um hvernig svefninn hans hafi verið síðustu vikur og það að allir vilji spyrja hann út í leikina. Hann vonast til að reynsla Valsliðsins af oddaleikjum síðustu ára hjálpi þeim núna. Að þrauka aðeins lengur „Þetta verður bara stríð. Bæði liðin eru komin bókstaflega á síðustu metrana. Þetta er síðasti leikurinn sem þú getur spilað næstu mánuði. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það verði liðið sem nær að þrauka aðeins lengur, berjast aðeins betur í gegnum þreytuna sem nær að vinna þennan leik,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Kristófer Acox: Það er aldrei auðvelt að vinna titil Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Valsmenn gátu tryggt sér titilinn í Smáranum á sunnudaginn en misstu leikinn frá sér í blálokin. „Tilfinningin var mjög súr. Við vorum kannski ekki alveg með unnin leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Nú er maður búinn að horfa á þetta aftur og miðað við okkar spilamennsku í þeim leik þá áttum við ekkert skilið að lyfta titlunum miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Kristófer Acox. Ætla að sýna sitt rétta andlit „Við vissum það að ef við spilum ekki góðan leik og sýnum okkar bestu frammistöðu þá er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Grindavíkurlið,“ sagði Kristófer, „Eftir svona slaka frammistöðu þá held ég að við viljum sýna okkar rétta andlit á heimavelli og lyfta bikarnum þar,“ sagði Kristófer. Það hefur reynt verulega á Valsmenn í þessari úrslitakeppni en hvernig er skrokkurinn á Kristófer eftir alla þessa leiki? Kristófer Acox er algjör lykilmaður í Valsliðinu á báðum endum vallarins.Vísir/Anton Brink „Hann er bara á síðustu metrunum eins og hjá öllum öðrum. Það er búið að vera mikið líkamlegt áreiti, sérstaklega í Hattar- og Njarðvíkurseríunum. Það er búið að vera mikið af leikjum og auðvitað stutt á milli leikja í þessu öllu saman. Maður kemst áfram á adrenalíninu og geðveikinni,“ sagði Kristófer. Næstu vikur verða helvíti „Það er aldrei auðvelt að vinna titil og maður veit það þegar maður fer inn í úrslitakeppni að næstu vikur verða helvíti. Það er líka mikið áreiti andlega. Það þarf að halda sér góðum bæði líkamlega og andlega í þessu öllu saman. Liðið sem nær að vera sterkast þar nær að lyfta titlinum,“ sagði Kristófer. Eru margir að biðja hann um miða á leikinn? „Já svolítið mikið. Það er líka ótrúlegasta fólk sem biður um miða. Þetta hefur verið svona síðustu tvö ár. Þetta er þriðji oddaleikurinn í röð sem ég er að spila um titil. Þá vilja allir koma á þennan leik fimm í Valsheimilinu,“ sagði Kristófer. Kristófer ræðir um hvernig svefninn hans hafi verið síðustu vikur og það að allir vilji spyrja hann út í leikina. Hann vonast til að reynsla Valsliðsins af oddaleikjum síðustu ára hjálpi þeim núna. Að þrauka aðeins lengur „Þetta verður bara stríð. Bæði liðin eru komin bókstaflega á síðustu metrana. Þetta er síðasti leikurinn sem þú getur spilað næstu mánuði. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það verði liðið sem nær að þrauka aðeins lengur, berjast aðeins betur í gegnum þreytuna sem nær að vinna þennan leik,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Kristófer Acox: Það er aldrei auðvelt að vinna titil
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira