Gefa Úkraínumönnum eftirlitsflugvélar Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2024 09:36 Varnarmálaráðherra Svíþjóðar birti þessa mynd af eftirlitsflugvél en Svíar eru að gefa Úkraínumönnum tvær slíkar. Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að senda umfangsmikinn hergagnapakka til til Úkraínu. Í honum eru fjölmargir bryndrekar, skriðdrekar, Starlink-kerfi, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og tvær eftirlitsflugvélar, sem veita eiga Úkraínumönnum mun betri getu til að fylgjast með háloftunum yfir víglínunni, svo eitthvað sé nefnt. Þá ætla Svíar að aðstoða Úkraínumenn við að betrumbæta þeirra eigin hergagnaþróun. Þetta er stærsta hergagnasending Svíþjóðar til Úkraínu hingað til. Verðmæti hennar er, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Svíþjóðar, um 13,3 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar rúmum 170 milljörðum króna. ASC 890 will provide 🇺🇦 with a new capability against both airborne and maritime targets. 🇺🇦 capability to identify targets at long range will be strengthened. They will act as a force multiplier with the introduction of F-16. AMRAAMs will also be donated. (2/6)— Pål Jonson (@PlJonson) May 29, 2024 Ráðamenn í Svíþjóð hafa einnig ítrekað að ekki stendur til að senda Úkraínumönnum JAS 39 Gripen herþotur, að svo stöddu. Úkraínumenn hafa lengi beðið Svía um slíkar þotur en þær eru hannaðar og framleiddar í Svíþjóð og alfarið með átök við Rússa í huga. Jonson sagði að enn kæmi til greina að senda Úkraínumönnum þotur seinna meir en nú væri einblínt á F-16 þoturnar. Gripen herþotu flogið í Svíþjóð.AP/Anders Wiklund Eftirlitsflugvélarnar sem Svíar ætla að senda til Úkraínu kallast ASC 890 og eru þær einnig framleiddar í Svíþjóð. Þær eru búnar ratsjám og öðrum eftirlitsbúnaði og er þeim ætlað að styrkja loftvarnir Úkraínumanna til muna. Hægt er að nota þær í samfloti með F-16 orrustuþotum en yfirvöld í Belgíu tilkynntu í gær að þaðan yrðu þrjátíu F-16 orrustuþotur sendar til Úkraínu og eiga þær fyrstu að berast þangað á þessu ári. Danir og Hollendingar hafa einnig heitið því að senda Úkraínumönnum slíkar herþotur sem gætu borist í sumar. Einnig var tilkynnt í morgun að Svíar ætluðu að senda alla sína bryndreka af gerðinni Pbv 302 til Úkraínu. Það er eldri bryndrekar sem fyrst voru teknir í notkun í Svíþjóð árið 1966. Þessa bryndreka á að senda til nýrra herdeilda sem Úkraínumenn eru að mynda. Bryndrekar eru gífurlega mikilvægir í Úkraínu vegna mikillar notkunar stórskotaliðsvopna á víglínunni. Þeir eru meðal annars nauðsynlegir við að flytja menn í og úr orrustu og sækja særða hermenn. Svíþjóð Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44 Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08 Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Þá ætla Svíar að aðstoða Úkraínumenn við að betrumbæta þeirra eigin hergagnaþróun. Þetta er stærsta hergagnasending Svíþjóðar til Úkraínu hingað til. Verðmæti hennar er, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Svíþjóðar, um 13,3 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar rúmum 170 milljörðum króna. ASC 890 will provide 🇺🇦 with a new capability against both airborne and maritime targets. 🇺🇦 capability to identify targets at long range will be strengthened. They will act as a force multiplier with the introduction of F-16. AMRAAMs will also be donated. (2/6)— Pål Jonson (@PlJonson) May 29, 2024 Ráðamenn í Svíþjóð hafa einnig ítrekað að ekki stendur til að senda Úkraínumönnum JAS 39 Gripen herþotur, að svo stöddu. Úkraínumenn hafa lengi beðið Svía um slíkar þotur en þær eru hannaðar og framleiddar í Svíþjóð og alfarið með átök við Rússa í huga. Jonson sagði að enn kæmi til greina að senda Úkraínumönnum þotur seinna meir en nú væri einblínt á F-16 þoturnar. Gripen herþotu flogið í Svíþjóð.AP/Anders Wiklund Eftirlitsflugvélarnar sem Svíar ætla að senda til Úkraínu kallast ASC 890 og eru þær einnig framleiddar í Svíþjóð. Þær eru búnar ratsjám og öðrum eftirlitsbúnaði og er þeim ætlað að styrkja loftvarnir Úkraínumanna til muna. Hægt er að nota þær í samfloti með F-16 orrustuþotum en yfirvöld í Belgíu tilkynntu í gær að þaðan yrðu þrjátíu F-16 orrustuþotur sendar til Úkraínu og eiga þær fyrstu að berast þangað á þessu ári. Danir og Hollendingar hafa einnig heitið því að senda Úkraínumönnum slíkar herþotur sem gætu borist í sumar. Einnig var tilkynnt í morgun að Svíar ætluðu að senda alla sína bryndreka af gerðinni Pbv 302 til Úkraínu. Það er eldri bryndrekar sem fyrst voru teknir í notkun í Svíþjóð árið 1966. Þessa bryndreka á að senda til nýrra herdeilda sem Úkraínumenn eru að mynda. Bryndrekar eru gífurlega mikilvægir í Úkraínu vegna mikillar notkunar stórskotaliðsvopna á víglínunni. Þeir eru meðal annars nauðsynlegir við að flytja menn í og úr orrustu og sækja særða hermenn.
Svíþjóð Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44 Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08 Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44
Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50