Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 29. maí 2024 10:40 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. „Það er erfiður dagur í dag, en af virðingu við starfsfólkið okkar get ég ekki tjáð mig nánar núna,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, í samtali við Vísi. Ekki hefur náðst í Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið boðað til funda hjá deildum innan fyrirtækisins eftir hádegið. Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Fyrsti ársfjórðungur var sá tekjuhæsti í sögu félagsins en á sama tíma var afkoma félagsins neikvæð um 9,5 milljarða króna samanborið við 8,5 milljarða í fyrra. Velta við öllum steinum „Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. FF7 fjallað um erindi Boga í byrjun maí eftir að hafa fengið veður af uppsögnum á skrifstofum Icelandair. Það mætti rekja til þess að Icelandair hefði fengið ráðgjafafyrirtækið McKinsey&Company til að gera greiningu á rekstrinum. Hönnunardeild Icelandair var lögð niður en deildin var með leyfi til bæði hönnunar og breytinga á flugvélum. „Breytingin er í takt við áherslur okkar um að auka skilvirkni í rekstrinum og einblína á kjarnastarfsemina sem er flugrekstur. Framvegis verður leitað til sérhæfðra hönnunarstofa varðandi þau verkefni sem hönnunardeild hefur hingað til sinnt,“ útskýrir Ásdís í svari við fyrirspurn FF7 um fyrrnefndar uppsagnir í byrjun maí. Það voru fyrstu uppsagnirnar eftir ráðningu McKinsey& Company og nú hefur þeim fjölgað verulega í dag. Uppfært klukkan 15:45: Að neðan má sjá tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis. Icelandair gengur frá starfslokum við 82 starfsmenn Í dag hefur Icelandair gengið frá starfslokum við 82 starfsmenn. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Á árunum 2021-2023 réð félagið og þjálfaði um 2.500 starfsmenn, tók fjölda flugvéla aftur í rekstur auk þess að innleiða 13 nýjar flugvélar í flotann. Góður árangur náðist við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn og uppbyggingin skipti einnig sköpum fyrir viðspyrnu ferðaþjónustunnar og þar með íslenskt hagkerfi. Nú er aðaláhersla félagsins hins vegar á að auka skilvirkni í rekstrinum í kjölfar þessa mikla uppbyggingartímabils. Líkt og áður hefur komið fram er nú unnið að fjölmörgum aðgerðum til að styrkja samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Einn liður í hagræðingaraðgerðum nú er fækkun starfsfólks í ýmsum deildum og starfsstöðvum Icelandair í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri: „Það er leitt að sjá á eftir góðu fólki og um erfiða ákvörðun er að ræða. Uppbygging félagsins eftir heimsfaraldurinn var mikið átaksverkefni sem stór hópur fólks kom að en nú hefur þessi hraði vöxtur náð ákveðnu jafnvægi. Auk þess standa fyrirtæki á Íslandi frammi fyrir mjög krefjandi rekstrarumhverfi sem hefur einkennst af hárri verðbólgu og mikilli hækkun launakostnaðar, umfram það sem gerist í samkeppnislöndum okkar. Jafnframt ríkir óvissa um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi. Það er því nauðsynlegt að velta við öllum steinum til að draga úr kostnaði og auka tekjur með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra mikilvæga framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta.“ Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Vinnumarkaður Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira
„Það er erfiður dagur í dag, en af virðingu við starfsfólkið okkar get ég ekki tjáð mig nánar núna,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, í samtali við Vísi. Ekki hefur náðst í Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið boðað til funda hjá deildum innan fyrirtækisins eftir hádegið. Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Fyrsti ársfjórðungur var sá tekjuhæsti í sögu félagsins en á sama tíma var afkoma félagsins neikvæð um 9,5 milljarða króna samanborið við 8,5 milljarða í fyrra. Velta við öllum steinum „Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. FF7 fjallað um erindi Boga í byrjun maí eftir að hafa fengið veður af uppsögnum á skrifstofum Icelandair. Það mætti rekja til þess að Icelandair hefði fengið ráðgjafafyrirtækið McKinsey&Company til að gera greiningu á rekstrinum. Hönnunardeild Icelandair var lögð niður en deildin var með leyfi til bæði hönnunar og breytinga á flugvélum. „Breytingin er í takt við áherslur okkar um að auka skilvirkni í rekstrinum og einblína á kjarnastarfsemina sem er flugrekstur. Framvegis verður leitað til sérhæfðra hönnunarstofa varðandi þau verkefni sem hönnunardeild hefur hingað til sinnt,“ útskýrir Ásdís í svari við fyrirspurn FF7 um fyrrnefndar uppsagnir í byrjun maí. Það voru fyrstu uppsagnirnar eftir ráðningu McKinsey& Company og nú hefur þeim fjölgað verulega í dag. Uppfært klukkan 15:45: Að neðan má sjá tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis. Icelandair gengur frá starfslokum við 82 starfsmenn Í dag hefur Icelandair gengið frá starfslokum við 82 starfsmenn. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Á árunum 2021-2023 réð félagið og þjálfaði um 2.500 starfsmenn, tók fjölda flugvéla aftur í rekstur auk þess að innleiða 13 nýjar flugvélar í flotann. Góður árangur náðist við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn og uppbyggingin skipti einnig sköpum fyrir viðspyrnu ferðaþjónustunnar og þar með íslenskt hagkerfi. Nú er aðaláhersla félagsins hins vegar á að auka skilvirkni í rekstrinum í kjölfar þessa mikla uppbyggingartímabils. Líkt og áður hefur komið fram er nú unnið að fjölmörgum aðgerðum til að styrkja samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Einn liður í hagræðingaraðgerðum nú er fækkun starfsfólks í ýmsum deildum og starfsstöðvum Icelandair í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri: „Það er leitt að sjá á eftir góðu fólki og um erfiða ákvörðun er að ræða. Uppbygging félagsins eftir heimsfaraldurinn var mikið átaksverkefni sem stór hópur fólks kom að en nú hefur þessi hraði vöxtur náð ákveðnu jafnvægi. Auk þess standa fyrirtæki á Íslandi frammi fyrir mjög krefjandi rekstrarumhverfi sem hefur einkennst af hárri verðbólgu og mikilli hækkun launakostnaðar, umfram það sem gerist í samkeppnislöndum okkar. Jafnframt ríkir óvissa um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi. Það er því nauðsynlegt að velta við öllum steinum til að draga úr kostnaði og auka tekjur með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra mikilvæga framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta.“
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Vinnumarkaður Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira