Handbolti

Sig­valdi og Bjarki Már meistarar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigvaldi Guðjónsson skoraði tíu mörk þegar Kolstad tryggði sér norska meistaratitilinn. Hann er fyrirliði liðsins.
Sigvaldi Guðjónsson skoraði tíu mörk þegar Kolstad tryggði sér norska meistaratitilinn. Hann er fyrirliði liðsins. getty/Grzegorz Wajda

Kolstad og Veszprém, lið landsliðshornamannanna Sigvalda Guðjónssonar og Bjarka Más Elíssonar, urðu í dag landsmeistarar.

Sigvaldi skoraði tíu mörk og markahæstur í liði Kolstad sem sigraði Elverum, 34-30, í þriðja úrslitaleik liðanna um norska meistaratitilinn. Úrslit leiksins réðust í framlengingu.

Kolstad vann einvígið 2-1 og varð þar með norskur meistari annað árið í röð.

Bjarki var fjarri góðu gamni þegar Veszprém sótti Pick Szeged heim í öðrum úrslitaleik liðanna. Veszprém vann þann fyrri, 35-28, og hafði aftur betur í dag, 30-34.

Þetta var annar meistaratitilinn sem Veszprém vinnur í röð og sá 28. alls. 

Bjarki gekk í raðir Veszprém fyrir tveimur árum eftir að hafa leikið í Þýskalandi í níu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×