Um 60 prósent af farartækjum Póstsins umhverfisvæn Ásdís Káradóttir skrifar 30. maí 2024 11:46 Loftslagsdagurinn 2024 fór fram í Hörpu í fyrradag. Fulltrúar á vegum Póstsins hlýddu á erindin enda loftslagsmál og orkuskipti eitt mikilvægasta viðfangsefnið okkar. Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs, flutti erindi sem nefndist Erum við hætt við orkuskiptin? Í máli hennar kom fram að aðeins 7% nýskráðra sendibíla á árinu gengju fyrir rafmagni og velti fyrir sér hvað ylli. Hún nefndi að mögulega væru lítið framboð, hagkvæmni, drægni og hleðsluinnviðir í veginum. Í framhaldinu gerði hún grein fyrir að þessir þættir ættu ekki að koma veg fyrir rafbílavæðingu í mörgum þessara tilfella. Samkvæmt Eyrúnu er nóg framboð af rafbílum og hún sýndi dæmi um að þótt stofnkostnaðurinn væri meiri gæti fjárfestingin borgað sig upp á þremur árum. Drægni og hleðsluinnviðir haldast í hendur og sýnir nýtt app, hleðslukortið, að þétt net hraðhleðslustöðva er hringinn í kringum landið. Pósturinn er svo sannarlega ekki hættur við orkuskiptin. Það er áhugavert að spegla aðgerðir Póstsins í loftlagsmálum í því sem fram kom í máli Eyrúnar. Þær hafa m.a. snúist um að endurnýja bílaflotann og nú eru tæp 60% farartækja Póstsins umhverfisvæn, ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Á þessu ári hefur Pósturinn fjárfest í átta nýjum dísilsendibílum. Sú ákvörðun að kaupa nýja dísilbíla er ekki léttvæg en þrátt fyrir brýningu Eyrúnar er ástæðan sú að sums staðar þurfa landpóstar að vera á fjórhjóladrifnum bílum, sem hafa ekki verið í boði rafknúnir, auk þess sem langar vegalengdir og skortur á hleðsluinnviðum setja okkur í vanda. Til allrar hamingju menga nýir dísilbílar töluvert minna en eldri bílar. Orkuskiptin eru eitt stærsta verkefnið okkar í sjálfbærnimálum. Þriðjungur bílaflotans eru hreinorkubílar. „Grænt Reykjanes“ er til marks um framfarir í umhverfismálum hjá Póstinum. Þá er öll bréfadreifing „græn“ á höfuðborgarsvæðinu og sama gildir að mestu í stærri þéttbýliskjörnum. Notkun jarðefnaeldsneytis hjá Póstinum dróst saman um 11% árið 2023. Meðal annars eignaðist Pósturinn tvo rafmagnsflutningabíla frá Volvo með 10 tonna flutningsgetu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Stærstu flutningabílarnir okkar fara mun lengri veg en sendibílar og hjól og valda mikilli losun. Horft er til þess hvort í framtíðinni verði hægt að nýta vetni til að knýja allra stærstu flutningabílana lengstu leiðirnar. Hleðslustöðvum Póstsins hefur verið fjölgað til muna á síðustu misserum. Meðal annars hefur verið sett upp 225 kW hleðslustöð við Póstmiðstöðina á Stórhöfða auk tíu nýrra hleðslustöðva. Á landsvísu eru hleðslustöðvar Póstsins orðnar 30 talsins. Í lokin benti Eyrún á það að þrátt fyrir allt væru hagkvæmustu orkuskiptin fólgin í minni notkun. Þess má geta að farartæki Póstsins óku 5,2 milljónir kílómetra árið 2022 en „aðeins“ 4,7 milljónir á síðasta ári. Það má helst rekja til þess að nú er net afgreiðslustaða orðið mun þéttara en áður, í formi póstboxa, sem styttir vegalengdir sem ekið er með sendingar. Höfundur er sjálfbærnistjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Pósturinn Umhverfismál Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Loftslagsdagurinn 2024 fór fram í Hörpu í fyrradag. Fulltrúar á vegum Póstsins hlýddu á erindin enda loftslagsmál og orkuskipti eitt mikilvægasta viðfangsefnið okkar. Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs, flutti erindi sem nefndist Erum við hætt við orkuskiptin? Í máli hennar kom fram að aðeins 7% nýskráðra sendibíla á árinu gengju fyrir rafmagni og velti fyrir sér hvað ylli. Hún nefndi að mögulega væru lítið framboð, hagkvæmni, drægni og hleðsluinnviðir í veginum. Í framhaldinu gerði hún grein fyrir að þessir þættir ættu ekki að koma veg fyrir rafbílavæðingu í mörgum þessara tilfella. Samkvæmt Eyrúnu er nóg framboð af rafbílum og hún sýndi dæmi um að þótt stofnkostnaðurinn væri meiri gæti fjárfestingin borgað sig upp á þremur árum. Drægni og hleðsluinnviðir haldast í hendur og sýnir nýtt app, hleðslukortið, að þétt net hraðhleðslustöðva er hringinn í kringum landið. Pósturinn er svo sannarlega ekki hættur við orkuskiptin. Það er áhugavert að spegla aðgerðir Póstsins í loftlagsmálum í því sem fram kom í máli Eyrúnar. Þær hafa m.a. snúist um að endurnýja bílaflotann og nú eru tæp 60% farartækja Póstsins umhverfisvæn, ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Á þessu ári hefur Pósturinn fjárfest í átta nýjum dísilsendibílum. Sú ákvörðun að kaupa nýja dísilbíla er ekki léttvæg en þrátt fyrir brýningu Eyrúnar er ástæðan sú að sums staðar þurfa landpóstar að vera á fjórhjóladrifnum bílum, sem hafa ekki verið í boði rafknúnir, auk þess sem langar vegalengdir og skortur á hleðsluinnviðum setja okkur í vanda. Til allrar hamingju menga nýir dísilbílar töluvert minna en eldri bílar. Orkuskiptin eru eitt stærsta verkefnið okkar í sjálfbærnimálum. Þriðjungur bílaflotans eru hreinorkubílar. „Grænt Reykjanes“ er til marks um framfarir í umhverfismálum hjá Póstinum. Þá er öll bréfadreifing „græn“ á höfuðborgarsvæðinu og sama gildir að mestu í stærri þéttbýliskjörnum. Notkun jarðefnaeldsneytis hjá Póstinum dróst saman um 11% árið 2023. Meðal annars eignaðist Pósturinn tvo rafmagnsflutningabíla frá Volvo með 10 tonna flutningsgetu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Stærstu flutningabílarnir okkar fara mun lengri veg en sendibílar og hjól og valda mikilli losun. Horft er til þess hvort í framtíðinni verði hægt að nýta vetni til að knýja allra stærstu flutningabílana lengstu leiðirnar. Hleðslustöðvum Póstsins hefur verið fjölgað til muna á síðustu misserum. Meðal annars hefur verið sett upp 225 kW hleðslustöð við Póstmiðstöðina á Stórhöfða auk tíu nýrra hleðslustöðva. Á landsvísu eru hleðslustöðvar Póstsins orðnar 30 talsins. Í lokin benti Eyrún á það að þrátt fyrir allt væru hagkvæmustu orkuskiptin fólgin í minni notkun. Þess má geta að farartæki Póstsins óku 5,2 milljónir kílómetra árið 2022 en „aðeins“ 4,7 milljónir á síðasta ári. Það má helst rekja til þess að nú er net afgreiðslustaða orðið mun þéttara en áður, í formi póstboxa, sem styttir vegalengdir sem ekið er með sendingar. Höfundur er sjálfbærnistjóri Póstsins.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun