Þá hafa þrjár fylgiskannanir verið birtar í dag. Katrín Jakobsdóttir leiðir með miklu öryggi samkvæmt könnun Félagsvísindastofnun en Halla Tómasdóttir er hins vegar rétt yfir Katrínu í könnun Prósents. Í könnun Maskínu eru þær hnífjafnar. Við fáum sérfræðing í settið til að rýna stöðuna.
Fasteignamat hækkar mun minna á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni því íbúðir hafa hækkað hlutfallslega meira út á landi. Mest er hækkun á Vestfjörðum eða ellefu prósent.
Svo koma efstu sex forsetaframbjóðendurnir í kappræður strax að loknum fréttum.