Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2024 18:21 Sánchez forsætisráðherra stendur og klappar ásamt Maríu Jesús Montero, fjármálaráðherra, þegar lögin voru samþykkt í neðri deild spænska þingsins í dag. Við hlið þeirra situr Yolanda Díaz, atvinnuráðherra og leiðtogi vinstriflokksins Sameiningarhreyfingarinnar. AP/Bernat Armangue Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. Ríkisstjórn Pedro Sánchez og Sósíalistaflokks hans lagði frumvarpið að lögunum fram til þess að fella niður sakamál gegn um fjögur hundruð Katalónum. Margir þeirra tóku þátt í að skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu sem var haldin í trássi við vilja landsstjórnarinnar árið 2017. Stjórnlagadómstóll Spánar taldi atkvæðagreiðsluna ólöglega. Lögregumenn sem réðust á kjósendur í atkvæðagreiðslunni fá einnig sakaruppgjöf samkvæmt lögunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem hagnast á lögunum er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu sem átti frumkvæðið að atkvæðagreiðslunni fyrir sjö árum. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu og komist undan því að vera framseldur til Spánar í krafti stöðu sinnar sem Evrópuþingmaður. Sósíalistaflokkur Sánchez þurfti að reiða sig á stuðning flokks Puigdemont, Saman fyrir Katalóníu, og annars flokks katalónskra sjálfstæðissinna til þess að mynda minnihlutastjórn eftir kosningar sem skiluðu hvorugum stóru flokkanna afgerandi meirihluta í fyrra. Sakaruppgjöfin var forsenda stuðnings Katalónanna við stjórnina. Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, kallaði sakaruppgjöfina „pólitíska spillingu“ á hitafundi í spænska þinginu þegar lögin voru samþykkt. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Ríkisstjórn Pedro Sánchez og Sósíalistaflokks hans lagði frumvarpið að lögunum fram til þess að fella niður sakamál gegn um fjögur hundruð Katalónum. Margir þeirra tóku þátt í að skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu sem var haldin í trássi við vilja landsstjórnarinnar árið 2017. Stjórnlagadómstóll Spánar taldi atkvæðagreiðsluna ólöglega. Lögregumenn sem réðust á kjósendur í atkvæðagreiðslunni fá einnig sakaruppgjöf samkvæmt lögunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem hagnast á lögunum er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu sem átti frumkvæðið að atkvæðagreiðslunni fyrir sjö árum. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu og komist undan því að vera framseldur til Spánar í krafti stöðu sinnar sem Evrópuþingmaður. Sósíalistaflokkur Sánchez þurfti að reiða sig á stuðning flokks Puigdemont, Saman fyrir Katalóníu, og annars flokks katalónskra sjálfstæðissinna til þess að mynda minnihlutastjórn eftir kosningar sem skiluðu hvorugum stóru flokkanna afgerandi meirihluta í fyrra. Sakaruppgjöfin var forsenda stuðnings Katalónanna við stjórnina. Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, kallaði sakaruppgjöfina „pólitíska spillingu“ á hitafundi í spænska þinginu þegar lögin voru samþykkt.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49
Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54