Persónan Katrín Jakobsdóttir Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifar 31. maí 2024 14:16 „Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum. Katrín dúxaði á stúdentsprófunum með hæstu einkunn frá upphafi í sögu skólans fram að því. Þessi hógværð og metnaður hefur einkennt Katrínu frá því ég kynntist henni fyrst en við erum skólasystur bæði úr Langholtsskóla og MS. Strax í grunnskóla bar Katrín með sér þá eiginleika leiðtoga sem mér finnst vera til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að fá hæstu einkunnirnar og vera í flottustu lopapeysunni var hún hógværðin uppmáluð og hvatti aðra til dáða. Sem fyrrum grindahlaupari fannst mér sérlega ánægjulegt þegar Katrín tók upp á því að stunda þolþjálfun þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Markmiðið var strax sett á að koma sterkari út úr faraldrinum en fyrir hann. Þetta er lýsandi fyrir metnað Katrínar um að vilja sífellt vera að bæta sig og eflaust sá hún þarna tækifæri til að styrkja sig enda mikilvægt að þjóðarleiðtogi sé sterkur á velli þegar slíkan vágest ber að höndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og hleypur Katrín nú marga kílómetra án þess að blása úr nös. Þessi metnaður endurspeglar þá ómældu þrautseigju þegar hún leiddi þjóðina í gegnum heimsfaraldurinn með skeleggum og skynsömum hætti. Mér finnst sérlega ánægjulegt að Katrín, búin þessum góðu mannkostum, bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég er henni þakklát fyrir að vilja láta gott af sér leiða fyrir íslenska þjóð og finnst til fyrirmyndar hvernig hún tekst á við mótvind af yfirvegun og auðmýkt, ákveðin í að halda áfram á sinni braut og gefa endalaust af sér. Ég treysti Katrínu til að vera öflugur málsvari þjóðarinnar. Ég trúi því að hún muni vinna að því að auka veg og virðingu Íslands í samfélagi þjóðanna, verða forseti sem þekkir í senn arfleifð þjóðarinnar og það nýstárlegasta í menningunni. Umfram allt tel ég Katrínu vera boðbera lýðræðis og virðingar fyrir náunganum, kvenskörung sem leiðir ólíka hópa saman með heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Ég kýs stolt persónuna Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn til embættis forseta Íslands. Höfundur er skólasystir Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
„Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum. Katrín dúxaði á stúdentsprófunum með hæstu einkunn frá upphafi í sögu skólans fram að því. Þessi hógværð og metnaður hefur einkennt Katrínu frá því ég kynntist henni fyrst en við erum skólasystur bæði úr Langholtsskóla og MS. Strax í grunnskóla bar Katrín með sér þá eiginleika leiðtoga sem mér finnst vera til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að fá hæstu einkunnirnar og vera í flottustu lopapeysunni var hún hógværðin uppmáluð og hvatti aðra til dáða. Sem fyrrum grindahlaupari fannst mér sérlega ánægjulegt þegar Katrín tók upp á því að stunda þolþjálfun þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Markmiðið var strax sett á að koma sterkari út úr faraldrinum en fyrir hann. Þetta er lýsandi fyrir metnað Katrínar um að vilja sífellt vera að bæta sig og eflaust sá hún þarna tækifæri til að styrkja sig enda mikilvægt að þjóðarleiðtogi sé sterkur á velli þegar slíkan vágest ber að höndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og hleypur Katrín nú marga kílómetra án þess að blása úr nös. Þessi metnaður endurspeglar þá ómældu þrautseigju þegar hún leiddi þjóðina í gegnum heimsfaraldurinn með skeleggum og skynsömum hætti. Mér finnst sérlega ánægjulegt að Katrín, búin þessum góðu mannkostum, bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég er henni þakklát fyrir að vilja láta gott af sér leiða fyrir íslenska þjóð og finnst til fyrirmyndar hvernig hún tekst á við mótvind af yfirvegun og auðmýkt, ákveðin í að halda áfram á sinni braut og gefa endalaust af sér. Ég treysti Katrínu til að vera öflugur málsvari þjóðarinnar. Ég trúi því að hún muni vinna að því að auka veg og virðingu Íslands í samfélagi þjóðanna, verða forseti sem þekkir í senn arfleifð þjóðarinnar og það nýstárlegasta í menningunni. Umfram allt tel ég Katrínu vera boðbera lýðræðis og virðingar fyrir náunganum, kvenskörung sem leiðir ólíka hópa saman með heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Ég kýs stolt persónuna Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn til embættis forseta Íslands. Höfundur er skólasystir Katrínar Jakobsdóttur.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar