Með ósk um velgengni, Halla Hrund Viðar Hreinsson skrifar 31. maí 2024 16:46 Þessi kosningabarátta hefur verið áhugaverð. Tími yfirvegaðra stefnuyfirlýsinga er löngu liðinn og við hefur tekið samfelldur kliður á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar sleikja upp í misjöfnum tilgangi. Stundum hefur þetta tekið á sig mynd hatrammra skothríða þar sem orðfæri hefur gengið fram af viðkvæmu og grandvöru fólki. Rifrildi um elítu eða ekki hefur verið upplýsandi – kjarkaður og heiðarlegur pistill Auðar Jónsdóttur í Heimildinni leysti úr læðingi flóð skrifa þar sem einmitt þessi elíta sór af sér það að vera elíta, og hélt svo áfram í vitsmunalegu göfuglyndi að segja fólki til um hvernig það skyldi hugsa. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að þar hafi sitthvað verið sagt gegn betri vitund og horft framhjá því að einlæg skrif eins og Auðar eru sársaukafull og ekki sett fram í eiginhagsmunaskyni. Takk elsku elíta fyrir fölskvalausa ást ykkar á lýðræðinu! Um leið og Halla Hrund Logadóttir gaf kost á sér til embættis forseta ákvað ég að kjósa hana. Ég hafði tekið eftir einarðri vörn hennar fyrir almannahag í embætti orkumálastjóra og persónutöfrar, dugnaður og skörp dómgreind komu strax í ljós. Þegar ég fór að fylgjast með stuðningsmannasíðu hennar á Fésbókinni tók ég eftir öðru. Þar hljóma óteljandi raddir í einlægum stuðningi við Höllu Hrund, fólk úr öllum kimum samfélagsins fylkir sér um hana með fjölbreyttum, fallegum og einlægum yfirlýsingum, auk þess sem mörg hundruð stuðningsmanna leggja hönd á plóg í verki. Mín tilfinning er sú að Halla Hrund nái betur til fleira fólks en nokkur annar frambjóðandi. Og það er dýrmætt, kannski mikilsverðara framlag til brothætts lýðræðis en margan grunar. Mér finnst ótækt að forseti komi beint úr hringiðu stjórnmálanna, langþæfður í hrossakaupum, málamiðlunum milli stjórnmálahreyfinga, hagsmunahópa og annarra aðila með tilheyrandi afslætti á hugsjónum ef einhverjar voru. Vald spillir, og pólitískt þóf mótar jafnvel besta og greindasta fólk lævíslegar fólk heldur, mælska þess verður liprari en um leið innantómari þegar allir kraftar fara í að verja misjafnar gerðir. Útsýnið úr stjórnmálabaráttunni er þröngt, þess vegna þarf að vera til önnur sýn og víðari. Forsetaembættið getur skipt máli sé það vel setið. Með því að kjósa forseta sem stendur utan flokkapólitíkur getur hann myndað mikilvægt viðnám við þeirri samþjöppun valds, sama graut í sömu skál, sem yrði ef pólitíkus væri kosinn. Halla Hrund Logadóttir er fljúgandi greind og velviljuð, óvenju hæf til að mynda heilbrigt og skapandi mótvægi við það argaþras sem stjórnmálin óneitanlega eru. Hún nær til litrófs mannlífsins, hefur yfirlætislausa þekkingu á náttúrunni og landinu og yfirsýn til að leggja okkur gott til. Ekki veitir af. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Þessi kosningabarátta hefur verið áhugaverð. Tími yfirvegaðra stefnuyfirlýsinga er löngu liðinn og við hefur tekið samfelldur kliður á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar sleikja upp í misjöfnum tilgangi. Stundum hefur þetta tekið á sig mynd hatrammra skothríða þar sem orðfæri hefur gengið fram af viðkvæmu og grandvöru fólki. Rifrildi um elítu eða ekki hefur verið upplýsandi – kjarkaður og heiðarlegur pistill Auðar Jónsdóttur í Heimildinni leysti úr læðingi flóð skrifa þar sem einmitt þessi elíta sór af sér það að vera elíta, og hélt svo áfram í vitsmunalegu göfuglyndi að segja fólki til um hvernig það skyldi hugsa. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að þar hafi sitthvað verið sagt gegn betri vitund og horft framhjá því að einlæg skrif eins og Auðar eru sársaukafull og ekki sett fram í eiginhagsmunaskyni. Takk elsku elíta fyrir fölskvalausa ást ykkar á lýðræðinu! Um leið og Halla Hrund Logadóttir gaf kost á sér til embættis forseta ákvað ég að kjósa hana. Ég hafði tekið eftir einarðri vörn hennar fyrir almannahag í embætti orkumálastjóra og persónutöfrar, dugnaður og skörp dómgreind komu strax í ljós. Þegar ég fór að fylgjast með stuðningsmannasíðu hennar á Fésbókinni tók ég eftir öðru. Þar hljóma óteljandi raddir í einlægum stuðningi við Höllu Hrund, fólk úr öllum kimum samfélagsins fylkir sér um hana með fjölbreyttum, fallegum og einlægum yfirlýsingum, auk þess sem mörg hundruð stuðningsmanna leggja hönd á plóg í verki. Mín tilfinning er sú að Halla Hrund nái betur til fleira fólks en nokkur annar frambjóðandi. Og það er dýrmætt, kannski mikilsverðara framlag til brothætts lýðræðis en margan grunar. Mér finnst ótækt að forseti komi beint úr hringiðu stjórnmálanna, langþæfður í hrossakaupum, málamiðlunum milli stjórnmálahreyfinga, hagsmunahópa og annarra aðila með tilheyrandi afslætti á hugsjónum ef einhverjar voru. Vald spillir, og pólitískt þóf mótar jafnvel besta og greindasta fólk lævíslegar fólk heldur, mælska þess verður liprari en um leið innantómari þegar allir kraftar fara í að verja misjafnar gerðir. Útsýnið úr stjórnmálabaráttunni er þröngt, þess vegna þarf að vera til önnur sýn og víðari. Forsetaembættið getur skipt máli sé það vel setið. Með því að kjósa forseta sem stendur utan flokkapólitíkur getur hann myndað mikilvægt viðnám við þeirri samþjöppun valds, sama graut í sömu skál, sem yrði ef pólitíkus væri kosinn. Halla Hrund Logadóttir er fljúgandi greind og velviljuð, óvenju hæf til að mynda heilbrigt og skapandi mótvægi við það argaþras sem stjórnmálin óneitanlega eru. Hún nær til litrófs mannlífsins, hefur yfirlætislausa þekkingu á náttúrunni og landinu og yfirsýn til að leggja okkur gott til. Ekki veitir af. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar