Sport

Ólympíumeistari semur við NFL-lið Buffalo Bills

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gable Steveson með Ólympíugullið sem hann vann á síðustu Ólympíuleikum. Hann keppir ekki í París í sumar en verður í staðinn að undirbúa sig fyrir NFL-tímabilið.
Gable Steveson með Ólympíugullið sem hann vann á síðustu Ólympíuleikum. Hann keppir ekki í París í sumar en verður í staðinn að undirbúa sig fyrir NFL-tímabilið. AP/Aaron Favila

Gable Steveson er að skipta um íþrótt og hann er nú kominn með atvinnumannasamning í amerískum fótbolta. Hann er þó miklu þekktari fyrir afrek sín á glímugólfinu.

Steveson er einn besti glímumaður sem menn hafa séð í íþróttakeppni bandarísku háskólanna en nú er kominn tími á eitthvað nýtt. Umboðsmaðurinn segir Steveson sé að fara að gera þriggja ára samning við lið NFL-liðið Buffalo Bills.

Hann dreymir nú að komast í hóp með Bob Hayes sem þeir einu sem hafa unnið bæði gullverðlaun á Ólympíuleikum og Super Bowl hring. Bob Hayes vann Ólympíugull í 100 metra hlaupi á ÓL í Tókýó 1964 og hann vann síðan Super Bowl hring með Dallas Cowboys árið 1972.

Steveson vann Ólympíugull í glímu á Ólympíuleikunum í Tókýó haustið 2021.

„Ég hef verið svo heppinn að fá að keppa á efsta palli í minni íþrótt en nú bíð ég spenntur eftir því að sjá hvernig glímuhæfileikar mínar skila sér yfir í ameríska fótboltann. Ég er þakklátur [Sean] McDermott þjálfara og Brandon Beane [framkvæmdastjóra] og öllu Buffalo Bills félaginu fyrir að gefa mér þetta tækifæri,“ sagði Gable Steveson.

Steveson mun reyna fyrir sér með varnarlínumaður en hann hefur aldrei spilað amerískan fótbolta á ævinni og hafði aldrei farið í takkaskó fyrr en á fyrstu æfingunni sinni með Bills.

Steveson er stór strákur, 185 sentimetrar á hæð en 125 kíló af vöðvum. Hans aðalstarf verður að sjá til þess að hlauparar og innherjar mótherjanna komist ekki í gegnum vörn Bills.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×