Bónaður brjóstkassi og barnaafmæli Þorbjörg Marínósdóttir skrifar 1. júní 2024 10:00 Ég sat með rjómaþakið postulín í barnaafmæli fyrir nokkru síðan þar sem forsetaframboðsumræður yfirgnæfðu sykurþanda gleði gesta. Nú þurfti að ræða málin. Barnaafmæli eru nefnilega fullkomin umræðuvettvangur. Þar blandast saman allskonar fólk á öllum aldri og enginn er undir áhrifum og missir sig í rausi. Fólk er kurteist en ákveðið og svo er afmælið búið áður en umræðurnar verða þreytandi. „Hvað finnst þér um frambjóðendur?“ spurði einn gestanna mig.„Svona almennt?“ spurði ég með brauðrétt í kinninni.„Já. Myndir þú kjósa einhvern af þeim sem komnir eru fram?“ augun geisluðu af spenning.Svarið var ekki einfalt. Þetta var í febrúar og skrúðgangan langt í frá fullmönnuð og ég hafði ekki gert upp við mig hvaða kosti mér fannst að forseti yrði að bera og hvað væri góður forseti. Og er góður rétta orðið eða hæfur? Og hvað er að vera hæfur? Það er til fullt af góðu og vönduðu fólki sem á samt ekkert í að vera forseti. Það er því mikilvægt að gera upp við sig hvað kosti viðkomandi þarf að hafa og ekki síður hvað eiginleika viljum við ekki sjá í þessu embætti. Opinberlega er hlutverk hins setta að hafa formlegt hlutverk í stjórnskipun og vald til synjunar laga. Þetta er lítill hluti starfsins í tímalegum skilningi þó áhrifin geti verið mikil. Meginþorri vinnunnar felst í landkynningu, störfum í samfélagsþágu og sem sameiningartákn. Þarna komum við að því að lykillinn þarf að passa í skrána. Hvernig manneskja mun ná árangri í þessum verkefnum? Umboðsmanneskja Íslands þarf að hafa bein í nefinu, vera réttsýn, hugrökk, félagslega hæf, vandvirk, traust, vinnusöm, heiðarleg, staðföst og hlý. Við hljótum að vilja að sameiningartákn landsins sé manneskja með útrétta hönd en ekki bónaðan brjóstkassa. Fjölskyldumanneskja, því það er jú það sem við erum á þessari eyju. Flókin fjölskylda með fallegum viðbótum. Það er hægt að raða í kringum sig réttu fólki og læra flestallt en það er hvorki hægt að læra hlýju né heiðarleika. Þessir eiginleikar leiða af sér traust og þar smellur lykillinn inn. Traust er dýrmætt og er ekki keypt með heilsíðuauglýsingu eða ókeypis pennum. Traustið og staðfestan eru gæðin. Fólk er nefnilega allskonar og leyfir sér að biðja um allskonar óviðeigandi, ekki síst í þessu flókna fjölskyldumynstri sem landið okkar liggur í. Forseti þarf að gefa skýr svör og ekki ráðrúm fyrir getgátur og óvissu. En hver er þessi manneskja? Í sögulegu samhengi hafa forsetar og aðrir kjörnir einstaklingar sem fagnað hafa mikilli velgengni oftar en ekki átt það sameiginlegt að „þurfa“ ekki starfið en vilja það og geta vel valdið því. Það skilgreinir ekki viðkomandi og þar af leiðandi hangir viðkomandi ekki í því umfram eftirspurn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er fjölmiðlafræðingur með sérlegan áhuga á samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég sat með rjómaþakið postulín í barnaafmæli fyrir nokkru síðan þar sem forsetaframboðsumræður yfirgnæfðu sykurþanda gleði gesta. Nú þurfti að ræða málin. Barnaafmæli eru nefnilega fullkomin umræðuvettvangur. Þar blandast saman allskonar fólk á öllum aldri og enginn er undir áhrifum og missir sig í rausi. Fólk er kurteist en ákveðið og svo er afmælið búið áður en umræðurnar verða þreytandi. „Hvað finnst þér um frambjóðendur?“ spurði einn gestanna mig.„Svona almennt?“ spurði ég með brauðrétt í kinninni.„Já. Myndir þú kjósa einhvern af þeim sem komnir eru fram?“ augun geisluðu af spenning.Svarið var ekki einfalt. Þetta var í febrúar og skrúðgangan langt í frá fullmönnuð og ég hafði ekki gert upp við mig hvaða kosti mér fannst að forseti yrði að bera og hvað væri góður forseti. Og er góður rétta orðið eða hæfur? Og hvað er að vera hæfur? Það er til fullt af góðu og vönduðu fólki sem á samt ekkert í að vera forseti. Það er því mikilvægt að gera upp við sig hvað kosti viðkomandi þarf að hafa og ekki síður hvað eiginleika viljum við ekki sjá í þessu embætti. Opinberlega er hlutverk hins setta að hafa formlegt hlutverk í stjórnskipun og vald til synjunar laga. Þetta er lítill hluti starfsins í tímalegum skilningi þó áhrifin geti verið mikil. Meginþorri vinnunnar felst í landkynningu, störfum í samfélagsþágu og sem sameiningartákn. Þarna komum við að því að lykillinn þarf að passa í skrána. Hvernig manneskja mun ná árangri í þessum verkefnum? Umboðsmanneskja Íslands þarf að hafa bein í nefinu, vera réttsýn, hugrökk, félagslega hæf, vandvirk, traust, vinnusöm, heiðarleg, staðföst og hlý. Við hljótum að vilja að sameiningartákn landsins sé manneskja með útrétta hönd en ekki bónaðan brjóstkassa. Fjölskyldumanneskja, því það er jú það sem við erum á þessari eyju. Flókin fjölskylda með fallegum viðbótum. Það er hægt að raða í kringum sig réttu fólki og læra flestallt en það er hvorki hægt að læra hlýju né heiðarleika. Þessir eiginleikar leiða af sér traust og þar smellur lykillinn inn. Traust er dýrmætt og er ekki keypt með heilsíðuauglýsingu eða ókeypis pennum. Traustið og staðfestan eru gæðin. Fólk er nefnilega allskonar og leyfir sér að biðja um allskonar óviðeigandi, ekki síst í þessu flókna fjölskyldumynstri sem landið okkar liggur í. Forseti þarf að gefa skýr svör og ekki ráðrúm fyrir getgátur og óvissu. En hver er þessi manneskja? Í sögulegu samhengi hafa forsetar og aðrir kjörnir einstaklingar sem fagnað hafa mikilli velgengni oftar en ekki átt það sameiginlegt að „þurfa“ ekki starfið en vilja það og geta vel valdið því. Það skilgreinir ekki viðkomandi og þar af leiðandi hangir viðkomandi ekki í því umfram eftirspurn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er fjölmiðlafræðingur með sérlegan áhuga á samskiptum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar