Bónaður brjóstkassi og barnaafmæli Þorbjörg Marínósdóttir skrifar 1. júní 2024 10:00 Ég sat með rjómaþakið postulín í barnaafmæli fyrir nokkru síðan þar sem forsetaframboðsumræður yfirgnæfðu sykurþanda gleði gesta. Nú þurfti að ræða málin. Barnaafmæli eru nefnilega fullkomin umræðuvettvangur. Þar blandast saman allskonar fólk á öllum aldri og enginn er undir áhrifum og missir sig í rausi. Fólk er kurteist en ákveðið og svo er afmælið búið áður en umræðurnar verða þreytandi. „Hvað finnst þér um frambjóðendur?“ spurði einn gestanna mig.„Svona almennt?“ spurði ég með brauðrétt í kinninni.„Já. Myndir þú kjósa einhvern af þeim sem komnir eru fram?“ augun geisluðu af spenning.Svarið var ekki einfalt. Þetta var í febrúar og skrúðgangan langt í frá fullmönnuð og ég hafði ekki gert upp við mig hvaða kosti mér fannst að forseti yrði að bera og hvað væri góður forseti. Og er góður rétta orðið eða hæfur? Og hvað er að vera hæfur? Það er til fullt af góðu og vönduðu fólki sem á samt ekkert í að vera forseti. Það er því mikilvægt að gera upp við sig hvað kosti viðkomandi þarf að hafa og ekki síður hvað eiginleika viljum við ekki sjá í þessu embætti. Opinberlega er hlutverk hins setta að hafa formlegt hlutverk í stjórnskipun og vald til synjunar laga. Þetta er lítill hluti starfsins í tímalegum skilningi þó áhrifin geti verið mikil. Meginþorri vinnunnar felst í landkynningu, störfum í samfélagsþágu og sem sameiningartákn. Þarna komum við að því að lykillinn þarf að passa í skrána. Hvernig manneskja mun ná árangri í þessum verkefnum? Umboðsmanneskja Íslands þarf að hafa bein í nefinu, vera réttsýn, hugrökk, félagslega hæf, vandvirk, traust, vinnusöm, heiðarleg, staðföst og hlý. Við hljótum að vilja að sameiningartákn landsins sé manneskja með útrétta hönd en ekki bónaðan brjóstkassa. Fjölskyldumanneskja, því það er jú það sem við erum á þessari eyju. Flókin fjölskylda með fallegum viðbótum. Það er hægt að raða í kringum sig réttu fólki og læra flestallt en það er hvorki hægt að læra hlýju né heiðarleika. Þessir eiginleikar leiða af sér traust og þar smellur lykillinn inn. Traust er dýrmætt og er ekki keypt með heilsíðuauglýsingu eða ókeypis pennum. Traustið og staðfestan eru gæðin. Fólk er nefnilega allskonar og leyfir sér að biðja um allskonar óviðeigandi, ekki síst í þessu flókna fjölskyldumynstri sem landið okkar liggur í. Forseti þarf að gefa skýr svör og ekki ráðrúm fyrir getgátur og óvissu. En hver er þessi manneskja? Í sögulegu samhengi hafa forsetar og aðrir kjörnir einstaklingar sem fagnað hafa mikilli velgengni oftar en ekki átt það sameiginlegt að „þurfa“ ekki starfið en vilja það og geta vel valdið því. Það skilgreinir ekki viðkomandi og þar af leiðandi hangir viðkomandi ekki í því umfram eftirspurn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er fjölmiðlafræðingur með sérlegan áhuga á samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat með rjómaþakið postulín í barnaafmæli fyrir nokkru síðan þar sem forsetaframboðsumræður yfirgnæfðu sykurþanda gleði gesta. Nú þurfti að ræða málin. Barnaafmæli eru nefnilega fullkomin umræðuvettvangur. Þar blandast saman allskonar fólk á öllum aldri og enginn er undir áhrifum og missir sig í rausi. Fólk er kurteist en ákveðið og svo er afmælið búið áður en umræðurnar verða þreytandi. „Hvað finnst þér um frambjóðendur?“ spurði einn gestanna mig.„Svona almennt?“ spurði ég með brauðrétt í kinninni.„Já. Myndir þú kjósa einhvern af þeim sem komnir eru fram?“ augun geisluðu af spenning.Svarið var ekki einfalt. Þetta var í febrúar og skrúðgangan langt í frá fullmönnuð og ég hafði ekki gert upp við mig hvaða kosti mér fannst að forseti yrði að bera og hvað væri góður forseti. Og er góður rétta orðið eða hæfur? Og hvað er að vera hæfur? Það er til fullt af góðu og vönduðu fólki sem á samt ekkert í að vera forseti. Það er því mikilvægt að gera upp við sig hvað kosti viðkomandi þarf að hafa og ekki síður hvað eiginleika viljum við ekki sjá í þessu embætti. Opinberlega er hlutverk hins setta að hafa formlegt hlutverk í stjórnskipun og vald til synjunar laga. Þetta er lítill hluti starfsins í tímalegum skilningi þó áhrifin geti verið mikil. Meginþorri vinnunnar felst í landkynningu, störfum í samfélagsþágu og sem sameiningartákn. Þarna komum við að því að lykillinn þarf að passa í skrána. Hvernig manneskja mun ná árangri í þessum verkefnum? Umboðsmanneskja Íslands þarf að hafa bein í nefinu, vera réttsýn, hugrökk, félagslega hæf, vandvirk, traust, vinnusöm, heiðarleg, staðföst og hlý. Við hljótum að vilja að sameiningartákn landsins sé manneskja með útrétta hönd en ekki bónaðan brjóstkassa. Fjölskyldumanneskja, því það er jú það sem við erum á þessari eyju. Flókin fjölskylda með fallegum viðbótum. Það er hægt að raða í kringum sig réttu fólki og læra flestallt en það er hvorki hægt að læra hlýju né heiðarleika. Þessir eiginleikar leiða af sér traust og þar smellur lykillinn inn. Traust er dýrmætt og er ekki keypt með heilsíðuauglýsingu eða ókeypis pennum. Traustið og staðfestan eru gæðin. Fólk er nefnilega allskonar og leyfir sér að biðja um allskonar óviðeigandi, ekki síst í þessu flókna fjölskyldumynstri sem landið okkar liggur í. Forseti þarf að gefa skýr svör og ekki ráðrúm fyrir getgátur og óvissu. En hver er þessi manneskja? Í sögulegu samhengi hafa forsetar og aðrir kjörnir einstaklingar sem fagnað hafa mikilli velgengni oftar en ekki átt það sameiginlegt að „þurfa“ ekki starfið en vilja það og geta vel valdið því. Það skilgreinir ekki viðkomandi og þar af leiðandi hangir viðkomandi ekki í því umfram eftirspurn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er fjölmiðlafræðingur með sérlegan áhuga á samskiptum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar