„Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 19:57 Ingvar Örn segir leiðinlegt að vinur hans hafi ekki getað kosið. Þar hafi eitt atkvæði farið í súginn. Vísir Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. Þúsundir Íslendinga hafa nýtt kosningarétt sinn um allt land í dag og var Ingvar Örn meðal þeirra sem hélt á kjörstað með vini sínum. Áfangastaðurinn var Ölduselsskóli í Breiðholti. „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ segir Ingvar Örn í færslu á Facebook og segir frá vini sínum. „Hann var búinn að ákveða hver á að vera næst forseti. En hann er með einhverfu og á erfitt með ýmsar aðstæður. Eins og kjörklefa. Vill ekki fara inn í hann. Og þá mátti hann ekki kjósa!“ Ingvar segir í samtali við fréttastofu að hann hefði mátt fylgja honum inn í klefann og merkja í réttan reit fyrir hann. Vinur hans treysti sér einfaldlega ekki inn í kjörklefann. Vinurinn hafi ekki mátt kjósa við kennaraborð í Ölduselsskóla, fyrir utan kjörklefann, og heldur ekki senda Ingvar inn í klefann í hans stað. „Þannig missti einn frambjóðandinn eitt atkvæði í dag,“ segir Ingvar. Þeim hafi verið bent á þann möguleika á að kjósa utankjörfundar. Þeir skoði það mögulega næst þótt hann sé ekki viss um að aðstæður þar, þó þær séu mögulega rólegri, gangi upp fyrir vin hans. „Fólk er ólíkt og þarf mismunandi aðstoð við að gera þetta. Ég held það sé hópur sem kýs aldrei þó að þau gætu það,“ segir Ingvar. „Gerum betur! Kosningar eiga að vera fyrir okkur öll! Líka þau sem gera hlutina aðeins öðruvísi.“ Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mannréttindi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þúsundir Íslendinga hafa nýtt kosningarétt sinn um allt land í dag og var Ingvar Örn meðal þeirra sem hélt á kjörstað með vini sínum. Áfangastaðurinn var Ölduselsskóli í Breiðholti. „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ segir Ingvar Örn í færslu á Facebook og segir frá vini sínum. „Hann var búinn að ákveða hver á að vera næst forseti. En hann er með einhverfu og á erfitt með ýmsar aðstæður. Eins og kjörklefa. Vill ekki fara inn í hann. Og þá mátti hann ekki kjósa!“ Ingvar segir í samtali við fréttastofu að hann hefði mátt fylgja honum inn í klefann og merkja í réttan reit fyrir hann. Vinur hans treysti sér einfaldlega ekki inn í kjörklefann. Vinurinn hafi ekki mátt kjósa við kennaraborð í Ölduselsskóla, fyrir utan kjörklefann, og heldur ekki senda Ingvar inn í klefann í hans stað. „Þannig missti einn frambjóðandinn eitt atkvæði í dag,“ segir Ingvar. Þeim hafi verið bent á þann möguleika á að kjósa utankjörfundar. Þeir skoði það mögulega næst þótt hann sé ekki viss um að aðstæður þar, þó þær séu mögulega rólegri, gangi upp fyrir vin hans. „Fólk er ólíkt og þarf mismunandi aðstoð við að gera þetta. Ég held það sé hópur sem kýs aldrei þó að þau gætu það,“ segir Ingvar. „Gerum betur! Kosningar eiga að vera fyrir okkur öll! Líka þau sem gera hlutina aðeins öðruvísi.“
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mannréttindi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira