Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2024 20:31 Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að rannsóknir hafi verið að benda til breyttrar kosningahegðunar kjósenda.Sífellt fleiri kjósi utan kjörfundar. Stöð 2 Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. Þetta sagði Hulda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði margt benta til þess að kjörsókn væri hærri núna heldur en hún hefur verið, í það minnsta 2020. Hún segir að ekki megi þó gleyma því hvað hafi einkennt kosningarnar þá – ekki hafi verið alvöru samkeppni á milli frambjóðanda og svo hafi ríkt heimsfaraldur. „Þannig að fólk hafði mótað aðra stemmningu í kringum kosningarnar þá. Það var mjög mikið um utankjörfundaratkvæði 2020. Fólk vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Fólk vildi kannski ekki fara á kjörstað á kjördag. Þannig að að mörgu leyti er eðlilegra að bera þessar kosningar saman við 2016 þegar var meiri samkeppni og ekkert Covid. En við erum að sjá áþekka utankjörfundarkosningu núna og þá sýnist mér á þessum tölum. Það eitt og sér er áhugavert þar sem kosningarnar 2016 voru í lok júní þegar fólk er mikið farið burt í sumarfrí. Þannig að það að utankjörfundaratkvæðin eru svona mörg núna bendir til mikils áhuga á kosningunum og hárrar kjörsóknar. En reyndar – enn ein krúsídúllan – við höfum verið að sjá að utankjörfundaratkvæðum hefur verið að fjölga. Það er aðeins að breytast kosningahegðun hjá fólki,“ segir Hulda. Aðeins um spennuna, af því að hún er áþreifanleg. Maður þarf kannski að fara eitthvað aftur í tímann til að finna einhvern samanburð? „Já, ég held að við þurfum að fara allt aftur til 1980 þegar Vigdís var kjörin það var svona ofboðslega mjótt á munum. Við höfðum ekki svona margar skoðanakannanir þá og spennan ekki jafn mikil, út frá því. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða það að núna samkvæmt nýjustu kosningaspá Baldurs Héðinssonar – sem tekur allar kannanir, vegur þær og metur – þá eru Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir hnífjafnar samkvæmt spánni. Það getur auðvitað ekki verið meira spennandi en það,“ segir Hulda. Það er oft sagt að hvert atkvæði skipti máli. Það er ekki alltaf satt en það er svolítill sannleikur í því núna? „Já, ég held að það hljóti að vera. Og sjáum að kjörsóknin getur skipt mjög miklu máli í þessu samhengi. Við sjáum á margræddum skoðanakönnunum að það er mjög ólíkur aldursprófíll á þeim sem segjast ætla að kjósa Katrínu og Höllu. Það eru meira eldri kjósendur sem segjast ætla að kjósa Katrínu. Yngri kjósendur segjast ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Það er yfirleitt þannig að yngra fólkið skilar sér síður á kjörstað. En ef við erum að sjá mikla kjörsókn þá gæti það verið góðar fréttir fyrir Höllu Tómasdóttur. En síðan er margt fleira í þessu. Núna þegar þeir myndast svona tveir turnar, þá vitum við ekki alveg hvernig fólk fer að bregðast við. Það getur alls konar dýnamík komið inn í þetta líka sem við höfum ekki séð fyrir og getum haldið áfram að tala um löngu eftir kjördag,“ segir Hulda. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjaskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. 1. júní 2024 20:26 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta sagði Hulda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði margt benta til þess að kjörsókn væri hærri núna heldur en hún hefur verið, í það minnsta 2020. Hún segir að ekki megi þó gleyma því hvað hafi einkennt kosningarnar þá – ekki hafi verið alvöru samkeppni á milli frambjóðanda og svo hafi ríkt heimsfaraldur. „Þannig að fólk hafði mótað aðra stemmningu í kringum kosningarnar þá. Það var mjög mikið um utankjörfundaratkvæði 2020. Fólk vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Fólk vildi kannski ekki fara á kjörstað á kjördag. Þannig að að mörgu leyti er eðlilegra að bera þessar kosningar saman við 2016 þegar var meiri samkeppni og ekkert Covid. En við erum að sjá áþekka utankjörfundarkosningu núna og þá sýnist mér á þessum tölum. Það eitt og sér er áhugavert þar sem kosningarnar 2016 voru í lok júní þegar fólk er mikið farið burt í sumarfrí. Þannig að það að utankjörfundaratkvæðin eru svona mörg núna bendir til mikils áhuga á kosningunum og hárrar kjörsóknar. En reyndar – enn ein krúsídúllan – við höfum verið að sjá að utankjörfundaratkvæðum hefur verið að fjölga. Það er aðeins að breytast kosningahegðun hjá fólki,“ segir Hulda. Aðeins um spennuna, af því að hún er áþreifanleg. Maður þarf kannski að fara eitthvað aftur í tímann til að finna einhvern samanburð? „Já, ég held að við þurfum að fara allt aftur til 1980 þegar Vigdís var kjörin það var svona ofboðslega mjótt á munum. Við höfðum ekki svona margar skoðanakannanir þá og spennan ekki jafn mikil, út frá því. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða það að núna samkvæmt nýjustu kosningaspá Baldurs Héðinssonar – sem tekur allar kannanir, vegur þær og metur – þá eru Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir hnífjafnar samkvæmt spánni. Það getur auðvitað ekki verið meira spennandi en það,“ segir Hulda. Það er oft sagt að hvert atkvæði skipti máli. Það er ekki alltaf satt en það er svolítill sannleikur í því núna? „Já, ég held að það hljóti að vera. Og sjáum að kjörsóknin getur skipt mjög miklu máli í þessu samhengi. Við sjáum á margræddum skoðanakönnunum að það er mjög ólíkur aldursprófíll á þeim sem segjast ætla að kjósa Katrínu og Höllu. Það eru meira eldri kjósendur sem segjast ætla að kjósa Katrínu. Yngri kjósendur segjast ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Það er yfirleitt þannig að yngra fólkið skilar sér síður á kjörstað. En ef við erum að sjá mikla kjörsókn þá gæti það verið góðar fréttir fyrir Höllu Tómasdóttur. En síðan er margt fleira í þessu. Núna þegar þeir myndast svona tveir turnar, þá vitum við ekki alveg hvernig fólk fer að bregðast við. Það getur alls konar dýnamík komið inn í þetta líka sem við höfum ekki séð fyrir og getum haldið áfram að tala um löngu eftir kjördag,“ segir Hulda.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjaskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. 1. júní 2024 20:26 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjaskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. 1. júní 2024 20:26
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06