Emma Hayes vann fyrsta leikinn og Cloé Eyja skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 12:41 Cloé Eyja Lacasse fagnar marki sínu sem var það fimmta hjá henni með A-landsliði Kanada. AP/Graham Hughes Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar vel undir stjórn Emmu Hayes og Cloé Eyja Lacasse var á skotskónum með kanadíska landsliðinu. Bandarísku stelpurnar unnu 4-0 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik Hayes. Hayes gerði Chelsea að enskum meisturum í vetur en hætti með liðið eftir tímabilið. Hún fær það stóra verkefni að koma bandaríska landsliðinu aftur á toppinn og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað vel. Mallory Swanson skoraði í leiknum sitt fyrsta mark í fimmtán mánuði fyrir landsliðið en hún sleit hnéskeljarsin á síðasta ári og missti af HM 2023. The USWNT defeat Korea Republic 4-0 in Emma Hayes' first game in charge 🇺🇸 pic.twitter.com/oDNc8xLxfg— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Swanson opnaði markareikninginn á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Sophiu Smith. Hún skoraði einnig fjórða markið á 74. mínútu en þá eftir sendingu frá Rose Lavelle. Tvö mörk í frábærri endurkomu hennar. Miðvörðurinn Tierna Davidson skoraði einnig tvö mörk í leiknum og í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu. Catarina Macario og Swanson lögðu upp mörk hennar, það fyrra á 38. mínútu og það síðasta á 48. mínútu. Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið en Hayes mun í framhaldinu líklegast velja átján manna hóp fyrir Ólympíuleikana í París. Eftir það mun liðið síðan spila vináttulandsleiki við Mexíkó og Kosta Ríka í júlí. Mallory Swanson scores the first goal of the Emma Hayes era 🇺🇸Watch USA vs. Korea Republic on TNT, TruTV and Max 📺 pic.twitter.com/zkVYgBeWkK— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse skoraði seinna mark Kanada í 2-0 sigri á Mexíkó. Þetta var hennar fimmta landsliðsmark fyrir Kanada. Lacasse kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í stöðunni 0-0. Adriana Leon skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Cloé það síðara á 86. mínútu. Hún slapp þá í gegn og skoraði af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan. Evelyne Viens, fyrrum leikmaður Íslendingaliðsins Kristianstad, lagði upp bæði mörkin. GOAL🍁🍁Cloé Lacasse doubles Canada's lead over Mexico with a patient finish after another perfect pass from Evelyne Viens🔴Watch the #CanWNT LIVE on OneSoccer pic.twitter.com/jp1qG60QCP— OneSoccer (@onesoccer) June 1, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Bandarísku stelpurnar unnu 4-0 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik Hayes. Hayes gerði Chelsea að enskum meisturum í vetur en hætti með liðið eftir tímabilið. Hún fær það stóra verkefni að koma bandaríska landsliðinu aftur á toppinn og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað vel. Mallory Swanson skoraði í leiknum sitt fyrsta mark í fimmtán mánuði fyrir landsliðið en hún sleit hnéskeljarsin á síðasta ári og missti af HM 2023. The USWNT defeat Korea Republic 4-0 in Emma Hayes' first game in charge 🇺🇸 pic.twitter.com/oDNc8xLxfg— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Swanson opnaði markareikninginn á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Sophiu Smith. Hún skoraði einnig fjórða markið á 74. mínútu en þá eftir sendingu frá Rose Lavelle. Tvö mörk í frábærri endurkomu hennar. Miðvörðurinn Tierna Davidson skoraði einnig tvö mörk í leiknum og í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu. Catarina Macario og Swanson lögðu upp mörk hennar, það fyrra á 38. mínútu og það síðasta á 48. mínútu. Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið en Hayes mun í framhaldinu líklegast velja átján manna hóp fyrir Ólympíuleikana í París. Eftir það mun liðið síðan spila vináttulandsleiki við Mexíkó og Kosta Ríka í júlí. Mallory Swanson scores the first goal of the Emma Hayes era 🇺🇸Watch USA vs. Korea Republic on TNT, TruTV and Max 📺 pic.twitter.com/zkVYgBeWkK— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse skoraði seinna mark Kanada í 2-0 sigri á Mexíkó. Þetta var hennar fimmta landsliðsmark fyrir Kanada. Lacasse kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í stöðunni 0-0. Adriana Leon skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Cloé það síðara á 86. mínútu. Hún slapp þá í gegn og skoraði af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan. Evelyne Viens, fyrrum leikmaður Íslendingaliðsins Kristianstad, lagði upp bæði mörkin. GOAL🍁🍁Cloé Lacasse doubles Canada's lead over Mexico with a patient finish after another perfect pass from Evelyne Viens🔴Watch the #CanWNT LIVE on OneSoccer pic.twitter.com/jp1qG60QCP— OneSoccer (@onesoccer) June 1, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn