„Það bara fauk út í veður og vind í þessu roki“ Hinrik Wöhler skrifar 2. júní 2024 20:14 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stýrði sínum mönnum til sigurs í miklum markaleik í Víkinni í kvöld á móti Fylki. Hann var þó langt frá því að vera hæstánægður með 5-2 sigur. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þetta var bara ‚total disaster' frá a til ö. Við fengum á okkur mark í andlitið og allt það sem við stöndum fyrir, strúktur, barátta og hjarta, það bara fauk út í veður og vind í þessu roki hérna,“ sagði Arnar skömmu eftir leikinn í Fossvogi. „Við gerðum aðeins betur í seinni hálfleik á móti mjög spræku liði og á endanum voru það einstaklingsgæði sem skóp sigurinn.“ „Menn voru bara að vorkenna sjálfum sér“ Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en Íslandsmeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi á móti botnliðinu í fyrri hálfleik. Arnar tekur ábyrgð á frammistöðu liðsins. „Ég var heldur ekki sáttur með mína frammistöðu. Það er mitt hlutverk að gíra menn upp í baráttu og menn voru bara að vorkenna sjálfum sér. Þeir vöknuðu í morgun og horfðu út um gluggann, það var rok og ég er ekki alveg til í þennan slag. Svona gerist bara í fótbolta þegar þú mætir ekki til leiks, alveg sama á móti hvaða liði og þá ertu bara undir,“ sagði Arnar um fyrri hálfleik liðsins. Arnar gerði þrefalda skiptingu í hálfleik en Fylkismenn náðu þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn stigu í kjölfarið á bensíngjöfina og bættu við þremur mörkum. „Ég þurfti líka að gyrða mig í brók í hálfleik og skiptingarnar snerust ekki um einstaklingana sem fóru út af, þeir voru ekki slakari en aðrir. Þetta var heildarbragurinn sem var slakur og það þurfti að gera eitthvað, það tókst í þetta skiptið,“ bætti Arnar við. „Fyrsti þriðjungurinn verið frábær“ Víkingur situr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en nú tekur við landsleikjahlé í Bestu deild karla. Arnar er sáttur með fyrsta hluta mótsins og fer ánægður inn í tæplega tveggja vikna hlé. „Eins ósáttur ég er með þennan leik þá hefur fyrsti þriðjungurinn verið frábær. Við vorum í brasi í vetur og ef einhver hefði gefið mér þriggja stiga forskot og jafnvel meira, sjáum hvernig aðrir leikir fara, og vera í 8-liða úrslitum þegar landsleikjahléið er að byrja hefði ég tekið því fegins hendi. Margir eru búnir að fá mínútur og meiddir leikmenn eru að koma til baka og fá mikilvægar mínútur. Ég er bara hrikalega sáttur með hvernig við höfum tæklað þessa byrjun,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þetta var bara ‚total disaster' frá a til ö. Við fengum á okkur mark í andlitið og allt það sem við stöndum fyrir, strúktur, barátta og hjarta, það bara fauk út í veður og vind í þessu roki hérna,“ sagði Arnar skömmu eftir leikinn í Fossvogi. „Við gerðum aðeins betur í seinni hálfleik á móti mjög spræku liði og á endanum voru það einstaklingsgæði sem skóp sigurinn.“ „Menn voru bara að vorkenna sjálfum sér“ Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en Íslandsmeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi á móti botnliðinu í fyrri hálfleik. Arnar tekur ábyrgð á frammistöðu liðsins. „Ég var heldur ekki sáttur með mína frammistöðu. Það er mitt hlutverk að gíra menn upp í baráttu og menn voru bara að vorkenna sjálfum sér. Þeir vöknuðu í morgun og horfðu út um gluggann, það var rok og ég er ekki alveg til í þennan slag. Svona gerist bara í fótbolta þegar þú mætir ekki til leiks, alveg sama á móti hvaða liði og þá ertu bara undir,“ sagði Arnar um fyrri hálfleik liðsins. Arnar gerði þrefalda skiptingu í hálfleik en Fylkismenn náðu þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn stigu í kjölfarið á bensíngjöfina og bættu við þremur mörkum. „Ég þurfti líka að gyrða mig í brók í hálfleik og skiptingarnar snerust ekki um einstaklingana sem fóru út af, þeir voru ekki slakari en aðrir. Þetta var heildarbragurinn sem var slakur og það þurfti að gera eitthvað, það tókst í þetta skiptið,“ bætti Arnar við. „Fyrsti þriðjungurinn verið frábær“ Víkingur situr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en nú tekur við landsleikjahlé í Bestu deild karla. Arnar er sáttur með fyrsta hluta mótsins og fer ánægður inn í tæplega tveggja vikna hlé. „Eins ósáttur ég er með þennan leik þá hefur fyrsti þriðjungurinn verið frábær. Við vorum í brasi í vetur og ef einhver hefði gefið mér þriggja stiga forskot og jafnvel meira, sjáum hvernig aðrir leikir fara, og vera í 8-liða úrslitum þegar landsleikjahléið er að byrja hefði ég tekið því fegins hendi. Margir eru búnir að fá mínútur og meiddir leikmenn eru að koma til baka og fá mikilvægar mínútur. Ég er bara hrikalega sáttur með hvernig við höfum tæklað þessa byrjun,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira