Fótbolti

Nagelsmann sam­mála Kimmich og for­dæmir rasíska könnun

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Julian Nagelsmann stýrir þýska landsliðinu á EM í Þýskalandi í sumar.
Julian Nagelsmann stýrir þýska landsliðinu á EM í Þýskalandi í sumar. Boris Streubel/Getty Images

Þýski þjálfarinn Julian Nagelsmann tók undir orð landsliðsmannsins Joshua Kimmich og segir fáránlegar spurningar settar fram í rasískri könnun ríkismiðilsins ARD.

Skoðanakönnun var sett fram af þýska ríkisfjölmiðlinum ARD þar sem var spurt hvort þýska landsliðið ætti að hafa fleiri hvíta meðlimi. 21 prósent af 1304 þátttakendaum svöruðu því játandi.

Joshua Kimmich gagnrýndi könnunina í gær og sagði spurninguna fáránlega. 

„Josh [Kimmich] svaraði mjög vel, með úthugsaðri og vel orðaðri yfirlýsingu. Ég sé hlutina á sama hátt. Þessi spurning er fáránleg,“ sagði Nagelsmann við fréttafólk.

„Þetta er rasískt. Við verðum að vakna, fullt af fólki um alla Evrópu hefur þurft að flýja heimili sín og leitað til nýrra landa. Við verðum að spyrja okkur hvað við erum að gera, mér finnst það algjör bilun að hundsa þetta vandamál,“ hélt hann svo áfram. 

Fréttastjóri íþróttafrétta hjá ARD, Karl Valks, sem setti könnunina fram sagði sér mjög brugðið yfir niðurstöðum hennar en telur nauðsynlegt að varpa ljósi á núverandi stöðu og hugsunarhátt þýsku þjóðarinnar. Íþróttir væru mikilvægur hlekkur samfélagsins og góður vettvangur sem gæti nýst til að berjast gegn slíkum fordómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×